Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 Balbo hershöfðingi. ljelc honum forvitni á að fræðast um íslenskt stjórnmálalíf, flokka- skifting og' flokkaátök, ennfremur hvernlg sambandi voru við Oan- mörku væri varið. Var auðfundið að hinn mildi fluggarpur var fyrst og fremst „pólitískt höfuð‘ ‘. — Balbo er ástúðlegur maður í viðkynningu .... — Ástúðlegur og látlaus, stiltur og fyrirmannlegur í viðmóti. Tók- uð þjer eftir því hve hann er tígulegur á velli ? Jeg hefi varla sjeð mann jafn karlmannlega glæsilegan í framgöngu. Mjer er hann í minni brottfararnóttina inni í Vatnagörðum — aldrei hefi jeg sjeð fararsnið á manni ef ekki þá. „Glaður og reifur“ gekk hann niður að bryggjunni, ólm- huga fjör í hverri hreyfingu, ein- beitni, kjarkur, fögnuður. „Veður- fregnirnar gætu verið betri, en þær eru nógu góðar“, sagði hann glað- ur í bragði. „Eftir t.ólf tíma erum við í Labrador“. Það var morg- unskin yfir vogunum og á höfðun- um við sundið, bátarnir brunuðu út með flugmennina og Balbo horfði á eftir þeim, augu lians leiftruðu. Hann kom mjer þá fyrir sjónir eins og unglingur, sem sjer rætast einn af sínum fegurstu af- lvksdraumum .... Próf og gifting. Kaper borgar- stjóri í Höfn gifti um daginn ung lijón og hafði bæði brúður og brúð- gumi fengið prófvottorð stúdents- prófs sama daginn. Odds Nýjatestamenti. Framh. frá bls. 211. en nii tæki hann til að útleggja og í móðurmál að snúa hans orði i einu fjósi“. Þótt Ogmundur, sem þá var orðinn sjóndapur í meira lagi, hafi liaft grun um, að „Lúth- hefði verið lagðui- í einn asnastall, ersvillan“ væri komin í Skálholt, þá er þess hvergi getið, að hann hafi grunað Odd um græsku hvað það snertir, þótt honum kunni að hafa þótt pappírseyðslan fullmikil hjá skrifara sínum. Hvar Oddur hefir dvalist eftir að h.ann fór úr Skálholti, vita menn ekki með neinni vissu. Að hann liefir ekki sest að á Beykj- um í Olfusi fyr en eftir útkomu Gissurar sem biskups, á því er enginn vafi. Helstar líkur erú til þess, að hann liafi flust norður í land og þá sjerstaklega norður að Geitaskarði í Langadal, }iar sem Kristín hálfsystir hans bjó með manni sínum, Jóni sýslumanni Ein- arssyni. Sje sú tilgáta rjett, þá hefir Oddur unnið meginhluta þýð- ingarverksins á Geitaskarði, senni- lega á tímabilinu frá krossmessu á vori 1537 til haustnótta 1538. En síðustu hönd, ætla jeg, að hann hafi lagt á veikið veturinn 1538— 1539 í Kaupmannahöfn, en þangað mun hann hafa farið með haust- skipum 1538 og dvalist ytra til vordaga 1540. Háskólakennararnir áttu að yfirfara handrit Odds úð- ur en leyfi fengist til að prenta það. En það leyfi var útgefið um haustið 1539 (9. nóv.). En við yfirlesturinn, sem vafalítið hefir tekið nokkra mánuði að minsta kosti, þóttust þeir lærðu menn hafa gengið úr skugga um að Nýjatestamenti Odds væri „rjetti- lega þýtt eftir hinni latnesku þýð- ingu“. Vera má að sú rannsókn hinna lærðu manna liafi ekki lagst ýkja djúpt, því að sennilega hafa þfcir skilið lítið í íslensku, þótt minna djúp væri í þá daga stað- fest milli hennar og dönskunnar en siðar varð. En að fengnu leyfinu mun þegar hafa verið tekið að prenta og var því verki lokið á tiltölulega skömmum tíma. Því að 12. apríl 1540 er Nýjatestamenti Odds fullprentað. — Svo er að sjá sem Nýjatesta- menti Odds liafi selst fremur illa, þrátt fyrir egg.janir Gissurar bisk- ups til presta og alþýðu. En þess er að gæta live óvanur allur al- menningur var því í þá daga að leggja á sig xitgjöld til bókakaupa. Má vel vera að svipuð verði forlög hinnar nýju eftirgjörðu útgáfu þessarar afarsjaldgæfu bókar nú í peningaleysinu og kreppunni. en ekki er það .að efa, að fáar bækur mundu sóma sjer betur í bóka- skápum bókelskra manna, en ]>essi fagra, nýja útgáfa Odds-þýðingar, sem í ofanálag selst hinu sann- gjarnasta verði (30 kr. i bandi) og er öllum, sem að henni standa til mesta sóma. Vatn sent í öósti. , •% Weymouth er lítil borg í Eng- landi suður við Ermasund. Þar er margt um sumargesti. Þar er upp- spretta ein, sem bæjarmenn liafa haft mikla trú á. Þeir sem drekka vatn úr lindinni, og óska sjer einhvers um leið, eiga að fá óskir sínar úppfyltar. Nú hafa sumargestir veitt lind- inni meiri eftirtekt en áður. Ný- lega drakk einn gesta vatn úr henni, og vann rjett á eftir næst- ■ hæsta vinninginn í írska liapp- drættinu mikla. Síðan er farið að senda lidarvatn }>etta í pósti um England, til fólks sem pantar }>að, til að fá óskir sínar uppfyltar. Svo mikil er hjátrúin enn í dag. Kvöldsvefninn, Þýskur læknir hefir rannsakað það hvaða áhrií' );að hefði á menn hvenær þeir svæfu á sólarhringnum. Hefir hann komist að þeirri niðurstöðu, að svefninn fyrir miðnætti væri lang hollastur. Menn sem aldrei ganga til svefns f,yrri en eftir miðnætti tapa fljótar minni en þeir sem kvöldsvefns njóta, segir læknirinn. í Chicago er lögreglan farin að taka röntgenmynd af nefinu á glæpamiinnum og ]>ekkir þá síðan á ]>vi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.