Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Side 1
Fururnar á Þingvöllum. Eftir Hákon Bjarnason. Fjallafura á Þingvöllum. í fyrrahaust skrifaði jeg svolitla grein í Lesbók Morgunblaðsins um vöxt fjallafuranna við Rauðavatn. Þar var bent á, hve mjög þessar furur hefðu vaxið síðustu 3 árin. Það ljet nærri að 22 ára furur hefðu aukið helming við hæð sína á árunum 1930—1932. En vöxtur trjánna í Rauðavatnsgirðingunni er ekki neitt einsdæmi, því að þar, sem líkum girðingum var komið á fót, hefir vexti fjallafuranna ver- ið líkt varið. Þær hafa staðið í stað fyrstu 10—15 árin, eftir að þær voru gróðursettar, en úr því hafa þær farið að vaxa hröðum skref- um. Og víðast hvar hefir vöxtur- inn verið örari og þroskameiri en við Rauðavatn. Snemma á síðastliðnu vori átti jeg leið um Þingvelli og notaði þá tækifærið til þess að athuga vöxt fjallafurunnar þar. Guð- mundur Davíðsson, umsjónarmað- ur Þingvalla, gekk með mjer upp í gróðrarstöðina og lijálpaði mjer til þess að mæla vöxt síðustu árá á nokkrum af trjánum. Áður en skýrt verður frá mæl- ingunum, vil jeg fara nokkrum orðum um sögu þessara trjá- plantna. Rjett fyrir síðustu aldamót var svolítil landspilda girt á eystri brún Almannagjár skamt frá þeim stað, sem fossinn fellur niður í gjána. Svæði þetta var ekki nema rúmur hektari að stærð. Yorið 1899 voru um 5000 trjáplöntur gróðursettar þarna- Þar á meðal voru 1000 fjallafurur frá Dan- mörku, 500 hvítgreni, 1300 birki og rúmlega 200 reyniviðir af ýms- um afbrigðum, auk hinna og þess- ara annara plantna. Plestar þessar plöntur dóu á fyrsta ári, að nokkrum fjallafur- um undanskildum. Virðist svo sem holklaki hafi orðið mjög mörgum þeirra að aldurtila. Á næsta ári voru álíka margar plönt- ur gróðursettar þarna, en nú voru fjallafururnar 2000 að tölu og minna af birki og reynivið. G. E. Flensborg, sá sem hafði uinsjón með' framkvæmd skógræktannál- anna 4 þessum tíma, skýrir svo frá árið 1901, að þær plöntur, sem dafni best, sjeu fjallafura og reyni- viður. Það ár var tala fjallafur- anna enn aukin uin 1000 og þá var líka nýrri t.egund, Cembrafuru, bætt í hópinn. Úr þessu var verið að smábæta ungum nýjum plönt- um í stöðina þangað til árið 1906. Það ár var hið síðasta, sem Flens- borg starfaði hjer á landþ og segir hann þá í skýrslu sinni frá því, að búið sje að planta í næstum alt landið innan girðingarinnar. Af því, sem plantað hafði verið þarna, þreifst fjallafuran langbest, en allar hinar plönturnar gáfust mjög

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.