Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 2
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS misjafnlega. — Cembrafuran stóð sig þó allvel, en óx mjög hægt. Svo virðist sem reyniviðirnir hafi smá- dregið úr vexti sínum, þótt hann hafi verið allsæmilegur á fyrstu árunum. Að endingu ráðleggur Flensborg, að fjallafuru verði plantað í stað þeirra plantna, sem kunni að kulna út. Ur því að lýsingum Flensborgs á þessum trjáplöntum sleppir, er lítið sem ekki neitt til um þær á prenti. Þess vegna verðum við að hlaupá yfir 21 ár í æfi þessara trjáa og líta nánar á. lengd árs- sprotanna frá því 1927. Þau trje, sem mæld voru, voru að okkar dómi því sem næst miðlungstrje, þannig að mælingarnar, þótt fáar sjeu, ættu að geta gefið svolitla mynd af vexti síðustu ára. Aftasti töfludálkurinn sýnir meðaltal hvers ársvaxtar. Mestur hefir ársvöxturinn verið árið 1932 eða um 26 cm. Slíkur vöxtur er mjög góður, enda gerist hann vart betri í öðrum löndum- Sumarið 1931 hefir aftur á móti verið lje- legt vaxtarsumar, og kom það líka í ljós við mælinguna á Rauða- vatns.furunum. Árin 1929 og 1930 hefir vöxturinn verið allsæmileg- ur, en fyrir þann tíma hefir hann verið mun minni. Sje hæðarvöxtur síðustu ára lagður saman og borinn saman við hæð trjánna frá jörðu, sem til- greind er þar beint fyrir neðan, er auðvelt að komast að raun um, hve framfarir síðustu ára eru miklar. Og í allra neðstu línu töfl- unnar er vöxtur þessara fáu ára reiknaður út í prósentum af allri hæðinni. Flest trjen hafa hækkað um 60% á þessu tímabili, en þau, sem minst hafa bætt við hæð sína, hafa þó aukið hana um 44%. — Verður þessi vöxtur að teljast miklar framfarir á svona fáum ár- um, einkum þó þegar þess er gætt, að trjen eru um þrítugt, Eins og áður var getið, voru það alt miðlungstrje, sem við mæld- um, og þarna í gróðrarstöðinni eru líka til trje, sem skara töluvert fram úr meðallagi. Þannig var hæsta fjallafuran 2-90 m að hæð, og ýmsar aðrar furur voru þar, sem stóðu henni ekki langt að baki. Dálítið er af Cembrafuru hingað og þangað um girðinguna og eru þær flestar um 1—1.5 m að hæð. Hafa þær bersýnilega vaxið mjög hægt- fyrst framan af, en nú virðist svo, sem vöxtur þeirra sje að aukast með hverju árinu- Og það lítur ekki út fyrir, að þær hafi nokkurn tíma kalið. Ymsar aðrar trjáplöntur eru enn þarna í stöðinni, og ber mest á birkinu og gulvíðinum. — Reyniviðir hjara þarna einnig á stöku stað, og nokkrar greniplöntur hafa þrauk- að alt fram á þennan dag. Vel kann að vera, að einhverjar þess- ara plantna fari að auka vöxt sinn á næstu árum, þegar þær geta not- ið skjóls og aðhlynningar frá fur- unum. Þær plöntur, er settar hafa verið þarna niður, munu hafa verið af útlendu bergi brotnar. Fjallafur- urnar eiga heimkynni sín í Alpa- fjöllum, og eru þær því vanar meginlandsloftslagi og alt öðru- vísi jarðvegi en hjer er. Hvítgren- i8 á ætt sína og uppruna vestur í Canada, þar sem meginlandslofts- lag er í enn ríkara mæli lieldur en í Alpafjöilum. Reyniviðirnir og mestalt birkið var flutt hingað frá Danmörku, og þær einu íslensku trjáplöntur, sem eru þarna, munu vera gulvíðisteinungarnir. Þess vegna er það í raun og veru stórmerkilegt að allar þessar plöntur skuli ekki vera steindauð- ar fyrir langa löngu, Sýnir það betur en alt annað, að skógrækt hjer á landi yrði ekki árangurs- laus, ef fengið væri fræ frá þeim stöðum, er hafa svipað loftslag og Island. Það er ekki nema eðlilegt, að vöxtur þessara trjáa hafi staðið nokkuð í stað fyrstu árin. Það er alþekt fyrirbrigði í nágrannalönd- um okkar, að- ung trje hætti að mestu vexti um nokkurt árabil, sje þeim plantað í þann jarðveg, sem er ekki að öllu við þeirra hæfi. Þessi vaxtarstöðvunartími getur verið misjafnlega langur, alt frá einu upp í marga tugi ára. Hjer lætur nærri, að hann hafi verið um 15 ár- Sennilega hefði mátt styttai þessa vaxtarstöðvun, hefði eitt- hvað verið hlúð að þessum trjá- gróðri. Þrátt fyrir litla aðhlynningu, er þó þroski þessara furuplantna ekki verri en víða erlendis. Prófessor Weis heitinn, sem sá þessar furur í fyrravor, ljet svo um mælt, að þær væru engu lakari en margar’ jafnöldrur þeirra á vestanverðu Jótlandi. Það er í raun og veru mikill sig- ur fyrir íslenska skógrækt, að f jallafuran getur náð hjer svo mikl- um þroska, sem raun er á orðin. Og skógræktinni veitir heldur ekki af nýjum ságrurn, sem geta veitt henni góð meðmæli. Áður en jeg lýk þessari stuttu grein, get jeg ekki látið vera að fara nokkrum orðum um skógrækt- armálin, þó jeg voni, að mjer gef- ist betra tækifæri til þess síðar. Það lýsir nokkuð menningará- standinu hjer á landi, á sumum sviðum að minsta kosti, að þrátt Lengd ársvaxtar í cm Ár Siðustu 6 árin Síðustu 4 árin Meðal- tal 1932 26 31 27 24 37 29 24 19 20 26 38 26 27 17 19 26,0 1931 6 26 21 16 13 16 13 12 13 21 22 12 19 16 16 16,1 1930 24 26 21 15 19 18 20 11 20 20 28 16 11 19 20 19,2 1929 21 24 19 16 14 15 15 13 17 19 24 18 9 20 15 17,3 1928 16 17 7 10 10 13 10 11 9 12 11,5 1927 17 11 10 10 8 12 10 13 12 9 11,2 Saman - lagt 110 135 105 91 101 103 92 79 91 107 112 72 66 72 70 Hæð trjánna frá jörðu í cm 160 140 160 180 160 180 190 180 140 170 170 130 100 170 160 Vöxtur síðustu ára í °/0 af hæðinni 69 93 66 50 62 58 48 44 65 63 66 55 66 42 44

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.