Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 Tjarnarhólminn. Eftir Jón Pálsson. fyrir það að allir vita, að upp- blástur landsins á undanförnum öldum hefir aðallega verið eyðingu skóga að kenna, að þau skóga- kjörr, sem enn eru til, eru bestai vörn gegn þessum landspellum, og að nýir skógateigar myndu verða bestu fjársjóðir komandi alda, þá hefir skógræktin ávalt verið oln- bogabarn landsmanna og aldrei í hávegum höfð. Meðan að miljónum króna liefir t. d. verið fleygt í almisheppnaðar áveitur og ýmislegt annað, sem að litlu haldi hefir komið, hafa skóg- ræktarmálin aldrei haft neinu verulegu fje vir að spila- Þess vegna hafa framkvæmdir jafnan verið litlar. Á síðustu árum lieíir verið dregið svo úr fjárveitingum til skógræktar, að ástand skóg- ræktarmálanna hefir aldrei verra verið. Á svæðum, þar sem friðun var komin á, er búpeningur farinn að ganga að nýju, vegna þess að fje það, sem varið er til skógrækt- ar, myndi ekki nægja til að við- halda þeim girðingum, sem komið hefir verið upp. Lög þau, sem sett hafa verið til þess að vernda síðustu skógaleifarnar, eru víðast virt að vettugi. Ástæðan er sú sama. Það er ekkert fje til þess að halda uppi settum reglum um meðferð skóga, Það litla, sem gert er skógunum til góðs á þessum ár- um, er ekki nema kák eitt, Og það er til stórkostlegrar skammar fyrir land og þjóð. En það verðum við íslendingar að gera okkur ljóst, að ef við vilj- um byggja þetta land, verðum AÚð að bféta fyrir syndir forfeðranna, hætta allri rányrkju, laga það, sem aflaga hefir farið og rækta landið á nýjan leik. Fyrsta sporið í þá átt hlýtur að Aærða það, að klæða landið þeim gróðri, sem hindrar uppblástur og veitir öðrum gróðri líf og skjól. Og það getur ekki leikið minsti vafi á því, að sá gróð- ur er skógargróður. Það getur hvorki dulist þeim, sem sjeð hafa framfarir Vagla og Hall- ormsstaða skóga, síðan þeir voru friðaðir, nje heldur þeim, sem tekið hafa eftir framförum fjallafur- anna á Þingvöllum. Elstu menn bæjarins, eða þeir þeirra, er hjer hafa dvalið lengst, svo sem .Sigurður Jónsson járn- smíðameistari, sem nú er á 30. ári, og Bjarni Matthíasson hringjari, rúmu ári yngri, muna eftir því, að þegar þeir fluttust hingað, Sigurð- ur á 19. ári en Bjarni 9 ára, að „Hólminn í Tjöminni" var þá að- eins lítil grjóthrúga og iná nokk- uð ráða um stærð hans af því, að menn notuðu hann til þess að hafa í honum nokkurs konar hringekju (Karusel). Hann hafði þvi að þessu leyti allmikla þýðingu fyrir bæj- arbúa, vegna þess, að þar fór fram ein af aðalskemtunum þeirra að vetrinum til, einkum á kvöldum, þegar ísar voru á tjörninni. Hring- ekjunni hafa menn lýst þannig: Stöng ein var reist í miðjum hólm- anum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðmm enda slárinnat' hjekk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni- Á sleðanum sátu börn og unglingar, énda oft eldra fólk, sem Ijet aka sjer liringinn í kringum hólmann,, með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram. Far- gjaldið var 2 skildingar fyrir börn og 4 skildingar fyrir hvern full- orðinn farþega nokkrar hringferð- ir í senn, uns um var skift og ný áhöfn kom í stað þeirrar er áður var. Þótti þetta góð og lioll skemt- un á tungllýstu og tæra svell- inu,. meðan aðrir brunuðu sjer á skautum, eða rendu sjer á hross- leggjum eða klakatorfum fram og aftur um þvera og endilanga tjömina. Að öðru leyti var Reykjavíkur- tjörn ekki notuð til skemtana, nema hvað ýmsir Ijeku sjer að því þar, sem víða annars staðar í bæn- um, t. d. á Melunum eða á sljett- um túnum, ,,að slá Köttinn úr sekknum“. Sigurvegarinn í þeim leik var nefndur „Kattakóngur" og þótti það engu óvirðulegra nafn, en glímukóngur nú. Ekki er þó getið um neinn kattakóng Is- lnnds ])á, nje heldur met í ])e&<ari íþrótt, sem hvorki mun hafa verið geðsleg nje fögur. Umbætur. Hringekjan legst niður. Eyvindur Árnason útfararstjóri segir, að Jakob Sveinsson trje- smíðameistari og kennari Eyvind- ar, hafi fengið Sverri Runólfsson steinhöggvara til þess, nú fyrir nál. 60 lárum, að aka grjóti út í hólmann, stækka liann nokkuð og hlaða hann upp, en við þá stækk- un og breytingu mun hringekjan liafa lagst niður. — Sverrir Runólfsson var ættaður austan úr Skaftafellssýslu, alkunn- ur steinsmiður hjer í bænum og víðar um land. Hann bygði m. a. Þingeyrarkirkju. [Hann var sonur Runólfs Sverrissonar á Maríu- bakka, bróður Eiríks Sverrissonar sýslum. og var fæddur 9. jxxlí 1831. Hann druknaði 10. maí 1879 einn á báti á Hiinaflóa ásamt hundi sínum, er liann nefndi „Magnús berfætta“]. (Frásögn H. Þ.). Sverrir mun manna fyrstur hafa byrjað á því að æfa unga menn við glímur o fl. íþróttir. Glímu- völlnrinn var þar sem Hringbraut liggur sunnan vert við kirkju- garðinn. Tndriði Einarsson rithöfundur, sem nú er á 83. ári, segir, að Árni Thorsteinsson landfógeti, sem ljet sjer inanna mest umhugað um að prýða bæinn á ýmsan hátt, hafi sýnt hólmanum þann sóma, að þekja liann mold og torfi, en Ja- kob iSveinsson muni síðan hafa bætt svo um, að fuglar gætu hafst þar við, enda hafi hann o. fl. Reykvíkingar haft þar endur sínar á suinram, svo að þær hefðu betra næði til að verpa eggjum sínum þar en þ’ær höfðu í landi. Viltar endur eða aðrir fuglar sáust þá sjaldan eða aldrei á tjörninni, því þeir voru óðara skotnir, ef þeir sáust þar eða í nánd við bæ-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.