Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Page 6
326
anum mintu á grískar fegurðar-
gyðjur. Svo ráfaði Pjetur heim
undir morguninn sjúkur af ástar-
þrá, og ást og þrá, sem fekk enga
fullnægingu, — enga svölun — og
lionum fanst lífið — stúlkurnar
sem voru honum lífið alt, — vera
óskiljanlega harðleikið við sig. —
Hann skildi ekkert í því að hann
skyldi veirða svona hart úti af ör-
lögunum- Hann sá hvern fjelaga
sinn eftir annan giftast. — Leiða
himneska engilinn sinn við hlið
sjer upp að háaltari ástarinnar, og
brosa sigurbrosi. Þau sigurbros
gengu honum í gegn um merg og
bein, þar sem hann sat aleinn í
skugganum, kvalinn af þrá, en í
fjarska eygði hann hamingjuhim-
ininn heiðan og bláan. Þar blikaði
ein stjarna svo brosmild og ljúf,
en himininn vair ennþá svo óend-
anlega fjarri eins og eilífðin sjálf.
Loks rættist hans langþráða ósk.
Hann trúlofaðist eftir einn dans-
leik, og kom heim til sín um miðj-
an dag daginn eftir drukkinn af
ást og sælu, og þegar hann loks-
ins sofnaði, þá dreymdi hann að
hann svifi með drotningu drauma
sinna við brjóst sitt, eftir björtum
brautum ljósvakans. Og þegar
hann vaknaði gat hann ekki hugs-
að um annað en hana, og ekki tal-*
að um annað.
Þau dönsuðu á nóttunni og næt-
urna/r liðu í burtu eins og eitt
hverfandi augnablik út í gleymsk-
una. —
Pjetur hafði aldrei sjeð Sólveigu
sína nema á dansleik, og nú ætlaði
hann að taka rögg iá sig og heim-
sækja liana. Hjartað hoppaði í
brjósti hans af fögnuði þegar hann
var kominn að herbergishurð lienn
ar. Hann bankaði ljett á hurðina
„Kom inn“.
Hann opnar hurðina. — Hikar.
— Trúiir varla sínum eigin aug-
um. — Var þetta Sólveig hans?
Engillinn hans, sem hann hafði
dreymt svo yndislega um ? Há,rið
sem hafði verið glóbjart eins og
geislar kvöldsólarinnar var nú
skolgrátt. Ennið sem hafði verið
hvítt eins og marmari var nú mó-
rautt, æskurjóðu kinnarnair blá-
gráar, rósrauðar varirnar helbláar,
tinnusvörtu augabrýrnar skolleit-
ar, augun, sem áður varu gljáandi,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
voru sljó og fallegu bogadregnu
brjóstin voru horfin. Alt andlitið
var ellilegt, skorpið og ljótt. En
á hillu fyrir ofan rúmið voru
margar dósir og glös. — Þangað
sótti hvin fegurðina, þegar hún
þuirfti á henni að halda.
„Þekkir þii mig ekki, Pjetur“,
sagði hvin og geltk í áttina til
lians, þar sem hann stóð undrandi
í dyrunum.
„Nei“, sagði hann snögt. „Hjer
eftir þekki jeg þig ekki, og mun
forðast þig og þína líka, er svíkja,
og falsa litlit sitt — falsa það
fegursta sem Guð hefir gefið
þeim“.
Svo labbaði hann upp dimt og
mannlaust strætið og tautaði fyrir
munni sjer:
„Alt er svikið nú á tímum. —
Meira að segja æskurjóðiir vangar
og rósrauðar varir. — Alt er tóm
svik---------svik og tál.
Á. Jónsson.
Briöge.
V2 slemm í hjarta.
S: K, D, 6,4.
H: 8,5,2.
T: 7,2.
L: K, 10, 4,3.
B S: 2.
H:Á,K,D,6,3.
L T: Á, K,G, 10.
n L:D, G, 8.
S:5.
H: 10,9.
T: 9,6, 5, 3.
L:Á, 9,7,6,5, 2.
Z. hefir gefið.
í ,Auktion‘ verða sagnir þannig:
7j. 1 hj., A. pass, Y. 1 sp., B.
pass. Z. 2 t., A. pass, Y. 2 hj., sem
verður lokasögn.
í ,Kontrakt‘ munu sagnir verða
þannig:
Z. 2 hj.*), A. pass, Y. 2 sp., B.
pass. Z. 3 t., A. pass, Y. 4 1.**),
B. pass. Z. 6 hj.
*) Z. segir strax 2 hj. af því
hann hefir það sterk spil að hann
getur gert sjer von um slemm, ef
Y. lvefir ásastyrk.
**) Með sinni lauf-sögn gefur Y.
til kynna að hann geti drepið
fyrsta útspil í laufi (það er, hafi
ás eða eigi ekkert lauf).
Eins og sjá má, notast spilin í
þessu dæmi mun betur í ,Kontrakt‘
heldur en í ,Auktion‘. Líkindin
eru engin til að farið verið í y2
siemrn í ,Auktion‘, en í ,Kontrakt‘
verða sagnirnar aftur á móti þann-
ig að þær hljóta a<? leiða til y2
slemm. E. S.
Lausn á bridgeþraut í seinustu
Lesbók:
A. C. B. D.
1. L3 L4 LK H5
2. H7 T6 S5 SÁ(?)
3. L10 L5 HK S2
4. T4 T9 SD S4
5. TÁ ?
og svo eiga A. og B. það sem eft
ir er.
A. C. B. D.
1. L3 L4 LK S2
2. T4 T6 TÁ S4( ?)
3. L10 T9 TK S10
4. H7 L5 S5 SG
5. LG L7 HK SÁ
og svo fá A- og B. tvo slagi í við
bót. — Ef D. tekur með trompi
annan slaginn, verður spilaröðin
eins og í fyrra dæminu.
Smámyndagerð
Dr. Hans barón Jaden.
Sífelt hafa ýmsir menn fengist
við svonefnda smámyndagerð, ekki
einasta við smámálverk (miniature-
myndir) heldur og ýmsar mótaðar
rnyndir af minsta tagi, til að hafa
í men, úr, hringa og í flöskum.
Dr. Hans barón Jaden í Yínar-
borg, er einn þeirra, er við þess-
konar myndagerð fæst- Hefir hann
lagt stund á þessa listagrein nvv
um nokkur ár.
Hann gerir eftirlíkingar eða
líkan af ýmsum þektum stöðv: n,
húsum, herbergjum, og fleira, og
lcemur myndum þessum fyrir í
eldspýtustokkum. Hefir hann náð
nvikilli leikni í þessu, og er næst-
um furðulegt hve vel honum hefir
tekist. Liggur í augum uppi, að
til þess háttar myndagerðar þarf
handlægni mikla, smekk góðan og
umfram alt þolinmæði. Uppruna-
lega tók hann að fást við þetta
sjer til dægrastyttingar. En ýmsir
mætir menn veittu þessu eftirtekt,
og fóru þess á leit við hann, að
S:A, G, 10,9,
8,7,3.
H: G, 7, 4,
T: D, 8, 4.
L: -