Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 1
hék 2Movw*bl&b&im* 1. tölublað. Sunnudaginn 7, janúar 1934, IX. árgangur. .l.rvMnt.uiiðjft h f. Skipatækni. Eftir Gísla Halldór$§on, cand. pofyt. í Morgunblaðinu 16. desember er sagt frá því, að Þjóðverjar sjeu farnir að lengja ýms stór- sip sín með mjög hagkvæmum árangri. Eftir breytinguna yrði skipin hraðskreiðari — eða kola- spa'rari svo miklu' munaði, auk þess að þau rúmuðu meira. Því hefði mátt bæta við, að skipin eru álitin vera betri sjóskip eft- ir en áður. í Morgunblaðinu 17. desember er enn fremur sýnt fram á, hvern- ig auka megi vjelaafl gufuskipa án þess að kolaeyðsla aukist — eða færa niður kolaeyðsluna án þess að vjelaafl minki — með því að skeyta svokallaðri eimsnældu við aðalvjelina. Þarna hefir þá verið getið um tvær gjörólíkar aðferðir til um- bóta á skiparekstri, en með því að fyrri greinin gefur eigi eins ýtar- legar upplýsingar og ýmsir kynnu að óska, og af því að jeg þykist viss um að hið nýja skipalag, sem hjer er um að ræða, eigi mikla framtíð fyrir höndum og sje þannig ekki alveg óviðkomandi framtakssömum íslenskum i'itgerð- armönnum og skipafjelögum, þá ætla jeg hjer að gefa nokkurar frekari upplýsingar um þetta lag og sögu þess, og var þessi grein upphaflega hugsuð sem framhald greinarinnar frá 17. desember. Það sem, auk vjelaaflsins, á- kveður hraða og dráttarafl hvers skips í sjónum, er orkutap það, er fer í hvirfilstraumamyndanir, rceðstraumsmyndanir og niming við skrúfuna og stýrið,. ennfremur núning við skipshlið og botn, bylgjumyndanir, hvirfla og loft- mótstöðu. Að gera öll þessi töp sanitals sem minst — fyrir skip með ákveðnu burðarmagni og hraða — eru erfiðleikar, er skipa- byggingaverkfræðingarnir verða að sigrast á. Styðjast þeir þar við nndangengina reynslu sjálfra sín, og annara og útreikninga, er á þeirri reynslu byggja, ennfremur við tilraunir, sem gðrðar eru með eftirlíkingar skipanna í . litlum mælikvarða (í svo kölluðum Mo- deltank). Vm leið verða þeir að sjá um að skipið velti og höggvi se-m minst í slæmum sjó og liggi sem liaganlegast á sjónum með mismunandi hleðslu, auk ýmislegs annars, sem hjer er ekki ástæða til að minnist á. Starf byggingarverkfræðingsins er þannig ákaflega margþætt og vandasamt og engin leið að lej'sa það með nokkurum líkingum og jafnmörgum óþektum stærðum. — Skapandi gáfa og næmt auga fyr- ir línum, er maðurinn hefir vanist ræður oft úrslitum. Af þessu er það skiljanlegt að ekki muni vera auðvelt að fá breytt hinni algengu skipalögun með U-mynduðum bóg og V-mynd- uðum skut, nema að ærin ástæða þyki til og það sýni sig í reynd, að svo sje. Til allrar hamningju finnast þó altaf menn, er framkvæma iim- bætur, sem flestir hjeldu ógerleg- ar áður en þær voru framkvæmd- ar. Menn, sem aldrei eru ánægð- ir með það, sem þegar hefir verið afrekað, hversu gott sem það var, heldur vilja gera betur. Það eru þessir menn hins vaxandi hraða. er krefjast vaxandi framkvæmda og lífsfjörs, er hafa skapað vjela- öJdina. Eins og áður er sagt, hafa nú verið gerðar ýmsar end- '*m»m«t" Gamla stefnið tekið af. LAN03híOKÁ3A('?J JVS 13 4 731

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.