Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 2
o LESBÓK MORGLNBLAÐSINS Nýja stefnid sett á. urbætur á vjelum skipa, ennfrem- nr á skrixfunni og aftixrskipinu, þannig að aðstreymi sjávarins að skrxifunni verði sein frjálsast —. og með því að bæta við fastri andstæðri skrúfu (Kontrapropel); enn fremur með því að gefa stýri og stýrislegg straumlínulag. En að minka mótstöðu sjálfs skips- skrokksins gegn hrej7fingunni í sjónum verulega frá því sem tek- ist liafði á bestu skipabygginga- stöðvum heimsins höfðu menn yf- irleitt álitið ómögulegt. Sá, sem í þetta skifti gerði það ómögulega mögulegt, var verkfræðingurinn Fritz Fr. Maier. Hann var ungixr verkfræði-stú- dent, er liann veitti því athvgli, á siglingu á Dóná, að iauf, sem fiaut á ánni að skipinu, færðist með straumnum, undir skipið og fór þannig ekki stystu leið fram hjá því — en til þess að mótstað- an gegn hreyfingu skipsins yrði sem minst, vissi hann að leiðin sem hið útrýmda vatn fór, þurfti að vera sem styst. Þessari athug- un vígði Maier æfistarf sitt. — Hugðist hann fyrst að nota þrí- lijrrnda stökka (Konstruktions- spanter) í framhluta skipsins, er beindu hverjum vatnsstraum eft- ir beinum fleti meðfram skipinu. En það var ekki fyr en 1905 — eða 45 árum síðar — að hann hafði fje til að gera tilraunir með skipseftirlíkingu hjá Norddeuts- Oher Lloyds í Bremerhaven. Sam- anburður á tilraunaskipi Maiers og tilraunaskipi af venjulegri gerð sýndi, að Maiers-lagið veitti 15% minni mótstóðu. Ekki fekst þó nein skipabyggingastöð til að byggja skip eftir Maier-laginu. Til þess var það altof óvanalegt. — Rjett fyrih heimsstyrjöldina æti- aði þó eitt fjelag að bygxrja eftir fyrirsögn Maiers, en stríðið stöðv- aði bygginguna. 1917 fekk Maier nýtt einkaleyfi og gat skapað áhuga hjá austurrísku flotastjórn- inni fyrir kerfi sínu." Var reynt lítið skip með Maier-laginu og reyndist það svo vel, að ákveðið var að byggja tvo tundurspilla eftir því, en hrunið í Austxxrríki stöðvaði verkið. Svona hjeldu erfiðleikarnir á- fram: í bruna eyðilögðust teikn- ingar Maiers og ,inflationin‘ gerði liann fátækan, en gamli maðurinn gafst ekki upp. Var hann þá orð- inn áttræður. Loks tókst honum árið 1926 að gera fyrsta samning- inn um skipabyggingu í stórum stíl með Maier-laginu. Var það fyrir Stabilimento Technico Tri- estino í ítalíu. En um sama leyti var vaknaður áliugi fyrir Maier-laginu í Þýska- landi. Var það að þakka H. Klo- ess verkfræðingi, er verið hafði í austurríska flotanum. Tilraunir er hann gerði, sýndu alt að því 24% rninni mótstöðu með Maier- lagi heldur en með venjulegu lagi. Skipabvggingastöðin Blohm og l’oss er þá liafði hið mikla skip ,.Europa“ í byggingu ljet nú, er það frjetti þetta, gera tilraunir með eftirlíkingu af „Europa“ og skipslíkan af sömu stærð, en með Maierlagi. Kom í ljós að Maier- lagið gerði 11% minni mótstöðu. Það var þó ekki álitið þorandi að byggja systurskipið „Bremen1 ‘ eftir Maierlaginu vegna þess, að enn var ekki fengin fullnægjandi reynsla fyrir öðrum eiginleikum Maierlagsins, en „Bremen“ of dýrt skip til að framkvæma til- raunir á. Fregnin um liinn góða árangur tilraunanna barst til Vín, 12 tímu- um eftir að Maier ljest af slys- förum. Var hann þá 84 ára og auðnaðist þannig ekki þrátt fyrir áratuga baráttu að sjá hugmynd sína í framkvæmd. Aframhaldandi tilraunir leiddu í ljós, hið sama og áður: kosti Maier-lagsins. Til- raunir er gerðar voru með skips- líkan eftir góðum þýskum togara af stærð 42,0 m x 7,64 m x 3,2 m og Maierskipslíkani af sömu stærð sýndu, að mótstaðan minkaði um nálega 19% við 10 mílna hraða, þegar Maierlagið var notað. Var nú myndað fjelagið til að nota einkaleyfi og rjettindi Mai- ers og til enn frekari tilrauna bygðir tveir ca. 10 metra langir mótorbátar með algengu togaralagi annar — en hinn með Maierlagi. Vjelar og skrúfur voru nákvæm lega eins í báðum bátunum og útbúnaður til að lesa Snúnings- liraða skrúfanna. Tilraunin sann- aði yfirburði Maierlagsins í sljett- um sjó, og í öldu kom það í ljós, að báturinn með Maierlaginu skreið fram úr hinum, þó að vjel- arnar hefðu verið stiltar þannig að þeir gengu jafnhratt í sljett- um sjó. Kom þannig fram, að kostir Maierlagsins voru enn meiri fram yfir algengt lag en þeir, er koma í ljós í lygnum tilrauna- polli. Eftir þessar tilraixnir ljet „Deutsche Fischereigesellschaft Nordsee“ Bremen—Cuxhafen byggja þrjú fiskveiðaskip með Maierlagi. Skyldu skipin vera til- búin 1928 um vorið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.