Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Fyrsta skipið með Maierlagi var Weissenféls, á stærð við íslenskan topara: risti 3,72 nr með 718 tonna útrýmingu (deplacement) full- hlaðið. Áætluð ferð var 10 knob — en með tilliti til fiskveiðanna var vjelin höfð töluvert sterkari en nauðsynlegt var vegna hraðans eingöngu. Getur liún framleitt 700 i.hö. Systurskipið ,Munchen“, sem er af vanalegt-i gerð, þurfti nú 410 i. hestöfl til að það gengi 10 mílur. En það kom í ljós, að Weissenfels þurfti að eins 330 i.hö. til þess að það gengi jafn rnikið — eða 19,5% minni orku. Auk þeirra kosta, er Maierlagið sýndi í tilraunaferðinni að það .hafði fram yfir venjulegt skipu- leg, kom það í ljós í rekstri skips- ins, að það hafði ýmsa aðra sjer- lcga góða eiginleika. —■ í fyrsta túrnum lenti það í vondu veðri með vindhraða 7 og sjóinn þvert á b.b.-hlið. — Ljet skipið vel í sjónuni — með jafnri og hægri veltu — þrátt fyrir nokk uð stóra Metacenter-hæð (0,7 m.) Vindhraðinn jókst síðan upp í 8 —9 og hjelt skipið beint upp í sjóina. Barði það mjög lítið og tók nærri enga sjói inn á þilfarið, heldur kastaði þeim til hliðar. — Ljet skipstjóri ákaflega vel af Weissenf. sem sjóskipi.Vegna þess hve lítið það hjó, gekk það 8V2 m., þegar reynslan hafði sýnt að Munchen gekk ekki nema 6 mílur. Stýrishæfileiki Weissenfels þótti afburða góður. En það hjálpar til, að skipið hefir svo kallað Oertsstýri. Sjerlega hentugt þótti hið breiða þilfar á framskipinu sem er rúmgott og þurt vinnu- pláss. (Upplýsingar þessar eru út- dráttur úr brjefi frá útgerðarfje- laginu til E. Maier verlcfræðings). Utgerðarfjelagið var mjög ánægt með þessi þrjú skip, sem sýndu töluverðan kolasparnað í rekstri.. t 30 ferðum (að fiski- banka og heim hver ferð), gekk Miinlhen 10,3 mílur að meðaltali og fór með 6,2 tonn á sólarhring. Maierskipin hjeldu hinsvegar 10,9 mílna ferð, en fóru aðeins með 6,7 tonn á sólarhring. Samsvarar þetta hálfrar mílu meiri ferð og hálfs tonns minni eyðslu á sól- arhring. í jtessu tilfelli nálægt 100 tonnum á ári. „Nordsee“ hefir síðar látið bjrggja 5 togara með Maierlagi. Eru þeir 6 metrum lengri en fyrri skipin og ganga 12 mílur með 750 i.hö. Yms önnur útgerðarfje- lög hafa pantað fiskiskip með Maierlagi. Þá hafa verið bygð unörg vöru- flutningaskip með hinu nýja lagi. \'oru ]>au fyrstu Helios, Iíerkules, Hermes og Hestia m. 2880 t. (B.R. T.)og 1170i.hö.Þá Bellona ogDelia fyrir. Atlaswerke í Bremen og Isar og Donau, er Norddeutscher Lloyd ljet bvggja. Eru þau 9000 B. R. T. og með 6500 i.hö. - Síðar Ijet Norddeutscher Lloyd byggja enn fleiri skip af þessari gerð. Enn fremur Ijet gufuskipa- tjelagið Hansa í Bremen byggja tvö í viðbót.Svona má lengi halda áfram. Virðist reynslan hafa orðið hin besta með skipin. Á miðju árinu 1933 höfðu verið fullbygð 35 skip með Maierlagi. Þar af 15 fiskveiðaskip og 20 til vöru- og farþegaflutnings, en 10 voru í undirbúningi og smíðum. Eru út- gerðarf jelögin sögð ánægð með öll þessi skip, og skipshafnir ekki síður, og kváðu farþegar láta mikið af hinum þægilegu hreyf- ingum skipanna, þótt eitthvað sje að veðri. Hjer hefir nú verið greint dá- lítið frá þeim árangri, er náðist með fyrstu skipunum með Maier- laginu. Skal þess getið til frek- ari skýringa, að lag þetta felst aðallega í breytingu á framskip- inu, þannig, að í stað U-myndaðra stokka kom V-myndaðir stokkar. í stað lóðrjetta stefnisins kemur hallandi stefni inn undir skipið, frá þilfari niður að vatnsborði eins og á sumum gömlum skipum. En nálægt vatnsborðinu brotnar stefnislínan og fellur nú enn meir skáliait i f11;i’ undir skii'5, þannig að hún myndar ef til vill ekki nema 20 gráðu horn við lárjettan flöt. Skip með Maierlaginu verða þannig mun frammjórri en vana- leg skip., á hæðarveginn. Hins- vegar breið og lyfta sjer vel að framan í sjónum og halda aftur- skipi og skrúfu vel í sjó. Finst því lítill munur á ferð skipanna eftir veðri. T. d, missir hið skraut- lega íarhegaskip „Ile de Beauté‘:, sem er 2500 B.R.T. og gengur 18 mílur með 6000 hö. aðeins 1 mílu í veöri <;*m systurskipið missir 3 mílur í. Það er nú svo komið, að menn eru — auk þess að byggja ný skip með Maierlagi — einnig farnir til að breyta eldri skipum. Brenna þau hreirit og beint í sundur og taka gamla framhlutann og stefn- ið af, en setja uýjan framhluta með Maierlaginu í staðinn. Við breytinguna verða skipin hraðskreiðari og kolasparari, betri sjóskip og rúmbetri. Eins og áður * tr sagt, hafa kröfurnar um hraða sífelt orðið háværari. Yms skip hafa því orðið úrelt vegna of lítils hraða löngu áður en skipaf jelögin ætluðu í fyrstu, og vilja þau óð- fús alt til vinna að auka hraðann. En línur skipsins og lag svara eigi til meiri hraða en áætlaður var í byrjun, og sje hraðinn auk- inn með því að bæta við vjela- kraftinn eingöngu, er ákaflega hætt við að hraðaaukningin verði dýrkeypt. Straumlínustýri og föst skrúfa hjálpa aðeins lítið eitt, -— Eimsnældan fyrir lágþrýstigufúna sparar að vísu kol, en éykur hrað- ann ekki hlutfallslega vegna lags- ins á skipinu. Eftir er þá helst möguleikinn að breyta lagi skips- ins og ef tilvill um leið að auka vjelakraftinn, til dæmis 'með lág- þrýstisnældu. Verður auðvitað um leið að breyta skrúfu skipsins, þannig að hún liæfi hinum aukna hraða. Mörg stórskip hafa nú ver- ið skorin í sundur og breytt eftir hugmynd Maiers, og virðist reynsl an benda á að breytingar þessar sjeu giftusamlegar. Hefur hraði skipanna aukist um 1—2 mílur, án þess að vjelakraftur væri auk- inn. En með því að auka um leið vjelakraftinn, hefir aukningin orðið alt af því 3 mílur. Hjer er nú kominn slippur og verið að reisa nýtísku plötusmiðju. Enn fremur eru hjer verkstæði með vönum mönnum og flestum tækjum til járnsmíða þeirra, sem framkvæma þarf, þegar um skipa- viðgerðir er að ræða. Væri það nú 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.