Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1934, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Heimsiveldfl ekki athugandi liversu dýrt það yrði að breyta t. d. laginu á einum íslenskum togara í hið nýja lag? Tel jeg víst að hœgt yrði að fram- Kvæma þá breytingu hjer heima. og vrðu þá öll vinnulaunin í land- inu. Hinsvegar mvndi liið að- keypta efni fljótlega endurgreiða sig í sparnaði á koiakaupum. En sýndi það sig. að kostnaður við slíka tilraun yrði meiri en nokkur einstakur útgerðarmaður treystist til að bera (og hefi jeg revndar grun um að til þess þurfi upphæðin ekki að vera gífurleg) þá virtist mjer ekki ósanngjarnt, að hið opinbera hlvpi að ein- hverju leyti undir bagga. Því að bæði er það, að mestallur kostn- aðurinn myndi falinn í innlendum vinnulaunum og svo hitt, að skap- ast myndi merkileg innlend reynsla um skipasmíðina og um kosti og galla hins nýja skipalags, er síðar gæti komið að almennu gagni. — En hvað sem annars þessum möguleikum líður þá ber að at- huga það nákvæmlega, þegar skipakaup eSa smíðar eiga að fara fram, hvort ekki sje hagkvæmt, að skip þessi sjeu af nýjustu og fullkomnustu gerð, með því lagi og þeim vjelum. er mesta not- hæfni hafa sýnt. Komi þetta í ljós og sjeu hins vegar engir peningar fyrir hendi, nema til kaupa á úreltum og út- slitnum skipaskrokkum, er aðrar þjóðir vilja fegnar losna við, þá er .ástandið sannarlega bágborið og mál til komið að sameinast um viðreisn útgerðarinnar, með sam- eiginlegan þjóðarhag fyrir augum. Er það sannast að segja stór- nauðsyn, að öllu því er virðist horfa til umbóta í atvinnurekstri sje gefinn gaumur. Um arðskift- inguna má rífast þar fyrir utan. En tímarnir leyfa enga kyrstöðu, og atvinnufyrirtæki eða þjóð, sem skilur ekki nauðsyn hraða og skipulagningar á sviði verkfræða og fjármála sýpur dauðann úr skel, hvað sem hver segir og úr hvaða pólitískum flokk, sem hann svo kann að vera! að líða Shanghai, 3. desember. Þær fregnir ganga hjer, að stríð muni vera að hefjast í Sinkiang- hjeraði (Austur-Turkestan), því að Thibet hefir sent Kína úrslita- kosti og heimtar að fá nokkur hjeruð þar. — í sambandi við þetta er sagt að 10.000 Kínverj- ar hafi að undanförnu farið yfir Chingsa-fljótið, sem áður var tal- ið á landamærum Kína og Thibet. (N.R.P. — Reuter). Þær fara nú að verða margar og heldur ískyggilegar frjettirn- ar frá ,,himneska ríkinu“, því að livert hjeraðið á fætur öðru segir sig úr lögum við það og lýsir yfir sjálfstæði sínu, eða að þau eru neydd til þess af framandi þjóðum. Er þar skemst á að minnast er Japanar lögðu undir sig Jehol-lijeraðið í vor. Rjett á eftir kom fregn um það, að 170 mongólskir furstar liefði lýst yfir sjálfstæði Mongólíu. Hinn 20. nóv. kom sú fregn frá Hong-Kong, að Tsai-Ting-Kai, yfirhöfðingi 19. herdeildar í Kína, hefði lýst yfir því, að Fukien-hjeraðið væri sjálf- stætt ríki (Fukien er á suðaustur- strönd Kína, beint á móti eynni Formosa). Hitt vita allir, að í fyr- verandi höfuðborg hins kínverska ríkis, Peking, situr stjórn, sem studd er af Japönum, og ræður yfir hjeruðunum Chili og Shan- tung, og er alveg óháð aðalríkis- stjórninni í Nanking. Og menn vita líka, að hin svo kallaða „ku- omintang“-stjórn í Kanton hefir tekið sjer það vald er stappar nærri fullkomnu sjálfstæði. Og lengst í suðvestri er hjeraðið Jun- nan. sem hreint og beint má kalla franska nýlendu. Með hverju árinu, sem líður, minkar hið „himneska“ kínverska ríki og saxast á limi þess — hins kínverska ríkis, sem hin svonefnda þjóðstjórn í Nanking ræður yfir. Þegar tillit er tekið til þess, hvað kvarnast hefir úr kínverska rík- inu, er ekki annað eftir en hjeruð þau, sem liggja að stórfljótinu undir lok. Yang-tse-kiang og þeim ám, sem í það renna. Er þá hið mikla og víðlenda ríki ekki orðið stærra en G—700,000 ferkílómetrar, eða á stærð við Frakkland. En á meðan það var keisararíki, var það að flatarmáli um 11 miljónir ferkíló- metra, eða miklu stærra heldur en öll Evrópa. Er því óhætt að fullyrða, að á seinni árum hefir eklíi neitt ríki í heimi farið slík- ar hrakfarir sem Kína. Stórveldið Austurríki og Ungverjaland var ekki minkað að flatarmáli nema um fjórðung eða þriðja hluta, eft- ii heimssst}rrjöldina, en kín- verska ríkið er nú að eins fimt- ándi hlutinn af því, sem það var áður, eða jafnvel enn minna. Til hvers á að rekja þessi hörmulegu forlög? Hvernig stend- ur á því, að einliver elsta menn- ingarþjóð heimsins, þjóð, sem um þúsundir ára hefir verið ein heild, molast nú sundur á skömmum tíma án þess að reyna að reisa rönd við upplausninni? Skýringin á þessu er sú, að í Kína hefir aldrei verið þjóðar- heild, eftir þeim skilningi, sem vjer leggjum í það orð. Hið gamla Kínverskir stúdentar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.