Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 5
Þannig hafa foreldrarnir látið henni að erfðum fjölhæfar gáfur ásamt miklu líkamlegu og andlegu þreki, sem harðnað hefir í örmum íslenskrar náttúru og stælst við hverja raun. Frá því fyrsta hefir listin verið leiðarstjarna Gunnfríðar. Allar at- hafnir hennar hafa stjórnast af þrá til hins listræna, löngun til að kynnast listaverkum og skapa eitthvað nýtt og frumlegt. Hún hefir enn ekki notið nokkurs styrks frá íslandi. En síðastliðið ár sendi hún til Danmerkur ljós- myndir af verkum sínum, og varð það til þess, að „Dansk-Islandsk Forbundsfond“ veitti henni 500 króna styrk. Vinir hennar hafa nær undantekningarlaust reynt að letja hana þeirra stórræða, sem hún færðist í fang. En með of- dirfsku fullhugans og yfirburða- mannsins heíir hún jafnan skelt skollaeyrunum við slíkum fortöl- um. Hún hefir unnið baki brotnu, barist gegn þúsund örðugleikum, þar sem ílestir aðrir hefðu lagt ár- ar í bát, og jafnan gengið sigrandi af hólmi. Hugur hennar stefndi ekki eingöngu að myndhöggvara- list, heldur og að málaralist og húsagerðarlist. Sýnir það vel fjöl- hæfni hennar, að hún skyldi hafa svipaðan áhuga á öllum þessum greinum. Ytri aðstæður rjeðu því, að hún hefir gerst myndhöggvari en ekki málari, sem mun þó hafa verið henni öllu hugleiknara. Flestum mundi hafa hrosið hug- ur við að byrja á drengnum í sporum Gunnfríðar sumarið 1931, svo að segja án undirbúnings. Ef til vill er það þyngsta en um leið þýðingarmesta skref hins merki- lega æfiferils hennar. Læt jeg ó- sagt, hvort var meira þrekvirki, það að byrja á þessu verki, eða hitt að leysa það af hendi eins vel og raun varð á. Gengur þetta skröksögu næst og er óskiljanlegt með öllu, ef menn þekkja ekki fortíð höfundar. Alt frá barnæsku hafði höndin fengist við hin smá- gerðustu og vandasömustu verk og öðlast þannig mikla leikni og mýkt. Augað var orðið svo skarpt og nákvæmt, að það greindi hlut- föll og stærðir þannig, að ekki ÍíESBÓK MORGUNBLADSINS 13 Bridge. S: enginn. H: ekkert. T: G, 4, 2. L: Á, 10,7. S: enginn. 1 , L/, J. L: K, G. S: D, 2. H: Á, 7. T: 7. L: 9. Spaði er tromp. A slær út. A og B eiga að fá 5 slagi. S: enginn. H:K, G. T: 9, 6. L:D, 8. munaði hársbreidd. Á dvöl sinni erlendis umgekst hún hámentað fólk, listamenn og aðra, skoðaði söfn og sýningar, þar sem hún dvaldi langvistum. Þegar hún hafði unnið sjer inn nokkurt fje, varði hún því jafnskjótt í ferða- lög suður um lönd og kyntist þannig frægustu listamönnum og listaverkum heimsins. Þannig auðgaði hún anda sinn án afláts og jók á og fágaði þá menningu, sem svo góður grundvöllur hafði verið lagður að í uppvextinum. Ef nokkrir skyldu efast um, eft- ir það sem að framan er greint, að Gunnfríður sje stórhuga, þá vildi jeg mega spyrja þá hina sömu, hvort þeir telji heiglum hent að leggja út á listabrautina á yfirstandandi krepputímum. Nei, slíkt gera engir nema ofurhugar, að yfirgefa arðsama atvinnugrein, eins og saumaskapurinn hefir ver- ið Gunnfríði, til þess að slást í hóp með sveltandi listamönnum. En listaeðlið knýr hana inn á þessa braut, þar er liún fyrst á sinni rjettu hyllu. Hún hefir nú þegar fengið því áorkað, sem fá dæmi munu til og vissulega engin hjer á landi. En Gunnfríður óttast ekki einsdæmin. Hún óttast heldur engar hættur eða örðugleika, sem kunna að að steðja eða yfir að vofa, en býður öllu byrginn, eins og samir hinni sönnu norrænu víkingslund. Hún lætur eins og vind um eyru þjóta letjandi fortölur vina sinna jafnt og háð eða napuryrði þeirra, sem telja fyrirætlanir hennar flan eitt ög firrur. Gunnfríður ráðgerir að sigla til útlanda á næstunni, og í þetta sinn hyggst hún að -gefa sig alla að Iiöggmyndagerð. Jeg er ekki fær um að leggja dóm á listgildi verka hennar, verð þar að miklu leyti að fara eftir umsögn annara. En jeg þekki skaplyndi hennar, og mjer er fullkunnugt um, að það sem liún ætlar sjer, framkvæmir hún. Hún setur sjer aldrei það tak- mark, að hún nái því ekki að lok- um,hversu torvelt sem öðrum virð- ist það. Hún trúir á mátt sinn og megin, og það sem meira er um vert: hún þekkir mátt sinn og megin. Þess vegna er engin hætta á, að henni verði fótaskortur. Reykjavík, 6. janúar 1934. Björn L. Jónsson. Flugnaveiðarar í Hollywood. Þar sem hiti er mikill, þar er mikið um flugur. |Og þær hafa orðið kvikmyndalistinni í Holly- M'ood til afar mikils tjóns, því þær sækja á andlitssmyrsl leikend- anna, og oft hefir það komið fyrir að menn hafa orðið að fleygja mörgum ástarsenum, vegna þess hvernig flugurnar hafa sótt á „elskendurna“ meðan þeir voru að leika. Nú hefir leikari nokkur, sem lengi hefir vðrið atvinnu- laus, og var orðinn úrkula vonar um að fá atvinnu, fundið upp á snjallræði til þess að losa leikend- urna við flugurnar. Hann fann upp á því að vera hálfnakinn á leiksviðinu og smyrja sig allan hátt og lágt með sykurkvoðu. Stendur hann svo skamt frá ljós- kösturunum á leiksviðinu, og allar f'Iugurnar sækja á hann, því að þær vilja miklu heldur sykur en andlitssmyrsl. Og á meðan hann stendur þarna eru leikendurnir alveg óáreittir af flugunum. Þyk- ir þetta happaráð, og nú hafa margir atvinnulausir leikarar fengið vinnu hjá kvikmyndafjelög unum sem ,lifandi flugnaveiðarar1.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.