Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1934, Page 1
JfHor0íwnl)ladsátts 9. tölublað. Sunnudaginn 25. febrúar 1934. IX. árgangur. _______________________________ ___________________________________________________________t»afi>ldarprcn<.«miaj» h.f. Grænland Eftir Árna Óla. Grein þessa hefi jeg skrii’að eftir frásögn Agústs Ólafssonar skipstjóra. Hann var ráðinn af dönsku Grænlandsstjórninni fyrir þremur árum til þess að hafa eftirlit með fiskveiðum í Grænlandi á svæðinu frá Holsteinsborg og suður til Sykurtopps. Fór hann þangað vestur í marsmánuði 1931, hefir dvalið í Grænlandi á sumrin, en í Danmörku á veturna. Hingað kom hann nýlega, en er nú á förum til Grænlands aftur. Hefir stjórnin stofnað þar nýtt embætti, og á sá, sem gegnir því að hafa á hendi skipaskoðun á vesturströndinni. Þegar átti að leita að manni til þess að taka þann starfa að sjer, var enginn fyr til nefndur en Agúst, og bauð grænlenska stjórnin honum embættið. Fer hann nú bráðlega heðan aftur til Kaupmannahafnar og þaðan til Grænlands með fyrstu skipsferð í mars, til þess að taka við þessari trúnaðar- stöðu. — Það lætur að likum, að Agúst hefir frá mörgu að segja úr Grænlandsvist sinni, og hefi jeg dregið hið helsta saman í þessari frásögn. Það var í marsmánuði árið 1931 að Ágúst Ólafsson skipstjóri frá Reykjavík kom til Holsteinsborg- ar í Grænlandi, ráðinn þangað af grænlensku stjórninni til þess að hafa eftirlit með útgerð, fiskveið- um og veiðiskap öllum á svæðinu frá Holsteinsborg og suður til Sykurtopps. Eru það tvö hjeruð eða sýslur, og er hvort kent við sinn stað, eins og allstaðar er gert í Grænlandi, að þar eru sýslurnar kendar við helstu þorpin, eða veiði- og verslunarstöðvarnar, og þarna kallað Holsteinsborgarsýsla og' Sykurtoppssýsla. En á milli er þriðja þorpið, sem heitir græn- lensku nafni: Kangamiut, en það þýðir á íslensku: Staðurinn við fjarðamynnin, því að þar mæt- ast mynni margra fjarða. Um vegalendir milli þessara staða er það að segja, að frá Syk- urtopp er um 32 mílna leið norður til Kangamiut, og svo aftur þaðan norður til Holsteinsborgar um 80 mílur. Er Holsteinsborg rjett við heimskautsbaug. Þegar Ágúst kom til Holsteins- borgar voru þar um 430 grænlensk- ir íbúar og 6 Danir, sem dvelja þar alt árið, en á sumrin eru þar 16— 18 Danir. Sykurtoppur er stærsta þorpið í Grænlandi, og eru þar búsettir um 800 Skrælingjar, og í Kangamiut eru búsettir um 340 Skrælingjar. Þar hafa verið aðeins þrír Norðurálfumenn, bæjarstjóri, ráðskona hans og Ágúst. En í Sykurtopps-þorpinu eru allan árs- ins hring, auk Skrælingja, sýslu- maður, kona hans og börn, læknir, tvær hjúkrunarkonur (önnur við sjúkrahúsið þar og hin við heilsu- hæli fyrir berklaveíka), prestur og fjölskylda, umsjónarmaður og’ tveir verslunarmenn, kenslukona við barnaskólann og tvær aðrar kenslukonur á heimilum prestsins og umsjónarmannsins. Á sumrin er þarna fleira að- komufólk, sem vinnur að ýmsum framkvæmdum, svo sem að húsa- byggingum, brúagerð og t. d. árin 1930—1931 að smíði skipadráttar- brautar í Holsteinsborg, þar sem nú er hægt að draga á land gufuskip, sem eru alt að 150 smál. að stærð. Árið 1931 voru í Holsteinsborg 13 vjelbátar og ein „skonnorta“ með vjel. Er hún höfð til þess að annast alla flutninga milli kaup- túnanna og útveranna, og' svo er alls staðar í Grænlandi. í helsta þorpinu í hverri sýslu er ein eða tvær skútur, sem stjórnin á. Eru þær sífelt í siglingum, flytja nauð- synjar til útveranna, en taka þar aftur framleiðsluvörur og flytja til aðalhafnanna í veg fyrir milli- landaskipin, sem grænlenska stjói’n in hefir í förum milli Danmerkur og Grænlands. I Sykurtopp og Kangamiut eru heldur fleiri bátar en í Holsteinsborg. Eitt skip hefir stjórnin í förum milli þessara stöðva, og flytur það eingöngu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.