Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Side 1
Árni Óla: Skagafjarðar- útsýn Þegar farin er landleiðin frá Reykjavík til Akureyrar er ek- ið um 9 kjördæmi, Reykjavík. Gulll)rin<nisýslu og' Kjósarsýslu, Borgarf jarðarsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Austur- Húnavatnssýslu, Skagaf jarðar- sýslu, Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyri. Sje farinn Kaldadalur bætist Arnessýsla við. Þegar farið er fyrir Hvalfjörð er vegalengdin til Akureyrar um 450 kílómetrar, þar af fjórði hlutinn í Húnavatnssýslum, eða um 120 km. Þar er vegurinn best- ur*, en landslag svipminst. En þegar að Bólstaðarhlíð kemur og horft er á hina bröttu og' löngu brekku, er sem mann gruni að bún sje sá þröskuldur sem stigið sje yfir inn í nýtt landslag. Sá grunur rætist Fyrstu viðbrigðin eru þó þau, hvað vegurinn versnar stórkost- lega. Vegurinn á Vatnsskarði er alræmdur, líkt og vegurinn yfir Holtavörðuheiði, og kvíða allir bifreiðastjórar fyrir því, að fara hann þegar rigningar eru. Og' í sumar hefir ekki skort á rign- ingat í Norðurlandi. Það bætir og ekki úr skák hvernig vegur- inn er lagður. Þarna fer hann * Versti vegurinn í Húnavatns- sýslu er í gegnum þorpið Blöndu- ós. fjrrst upp BóljStaðarhl.íðina þar sem hún er hæst, í stað þess að liggja inn með henni og svo upp dalhvosina. Á skarðinu sjálfu' er aðeins ruddur vegur og- liggur svo meistaralega að það er engu líkara en að seilst hafi verið til þess að láta hann liggja yfir toppana á öllum hinum strýtumynduðu hól- um, sem þar eru, beint upp og beint niður. Ekki að tala um að krækja fyrir hólana og þræða« jafnsljettu! Víðast hvar á landinu eru allir vegir í hlykkjum og með kröppum beygjum. En á Vatns- skarði héfir vegurinn víst átt að vera sem beinastur og farin sjón- hending af hverjum hólnum á ann- an. Þetta má líka sjá á Holta- vörðuheiði. Fallegt er í Vatnshlíð, en af- skekt er þar, og einmanalegt mun þar á vetrum; hið sama má segja um Stóra-Vatnsskarð, nema þar er ekki fallegt. En þegar kemur að Arnarstapa opnast útsýni, sem er svo stórfögur í góðu veðri, að öllum mun ógleymanleg. Beint framundan breiðir sig Hólmurinn, eggsljettur og iðjagrænn með risulegum bæjum á víð og dreif- Hjeraðsvötnin falla að honum að austan eins og silfurkögur, skift- ast svo og taka Hegranesið í .faðrn sjer. En hinum megin er Blönduhlíðin, líka iðjagræn, og er þar bær við bæ og glampar sól Víðimýrarkirkja. Austurstafn. Á mynd- inni má sjá kiömbruhnausahleðsiuna og hvað veqgurinn er blásinn. á gluggum og stafnþiljum. Um- hverfis þetta Gósenland halda vörð hin tignarlegustu fjöll, Mælifellshnúkur að sunnan, Mold- uxi og Tindastóll að vestan, Glóða- feykir og Viðvíkurfjall að austan og haldasit í hendur við önnur f jöll í norðri blasir við dimmblátt hafið og þ*ar rís Drangey úr djúpi og sýnist á miðjum firði, en til hægri handar Málmey og Þórðar- höfði og slær á alt guðvefjarblæ. Það er líkast því, sem yfir eyjarn- ar og höfðann sje breidd slæða, sem er ýmist með bláum eða gulln- um lit, eftir því hvernig horft er á hana, eða eftir því hvernig' hún liggur í fellingum og brotum. Fyrsti bærinn, sem maður kem- ur að í Skagafirði, er Víðimýri. Þar er hin forna fagra torfkirkja, sem nú á að fara að hressa upp á, og er það ekki vanþörf, því að við- haldið á henni hefir ekki verið á marga fiska. Veggirnir, sem hlaðn- ir eru úr klömbruhnausum, eru liálfhrundir, þakið ljelegt og gólf- ið missigið. Á nú að g'era við alt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.