Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 Gamli bærinn á Hólum. í baksýn Hólabyrða reifuð Stóru Akrar. sólskini^og þokuskuggum. niður handa bæjarbúum til rækt- unar. Og skamt fyrir innan bæ- inn hefir Kristján Gíslason kaup- maður keypt jörð, bygt þar stein- hús og' ræktað stórt land. Á Sauðárkróki eru nú um 60 kýr, en nokkuð af mjólk er flutt þangað. Og nú er verið að reisa þar heljar mikið mjólkursamlag fyrir bændur. Hvernig því reiðir af, er ekki gott að segja, en ekki munu allir bændur hafa mikla trú á því. Skátafjelag er á Sauðárkróki og gefur það vit vjelritað blað. Mun það eina blaðið, sem þar er gefið vvt og er Jónas Kristjánsson lækn- ir lífið og sálin í þéssum fjelags- skap. Jónas er merkilegur maður og' afbragðs læknir. Honum er það áhugamál að fyrirbyggja sjúk- dóma með því að kenna inönnum heilbrigt líferni og mataræði. Hann vill styttá lyfjaskrána meira en um helming. Hann heldur því fram, að óteljandi sjúkdómar stafi af heimskulegu mataræði, svo sem ljelegum kornmat (hveiti og gömlu rúgmjöli). Sjálfur lifir hann að miklu leyti á grænmeti og á líklega hinn stærsta mat- jurtag'arð, sem til er á eins manns búi á Norðurlandi .Þar sjest hvað hægt er að rækta þegar vilji og ástundun haldast í hendur. Gamlir bæir. Skagfirskir bændur kunna að barma sjer eins og aðrir, en þó eru þar stórhuga menn innan um. Þeir vildu endilega kaupa milli- landaskip handa sjer. „Hvað ætli skagfirska bændur muni um það, að kaupa eitt gufu- skip“, er haft eftir einum þeirra. Og víst er um það, að þar eru margir efnaðir bændur og flestir eflaust bjargálnamenn. En aðal- ástæðan til þess hvert los er kom- ið þar á í sveitunum mun vera sú hvað byggingar eru þar ljeíegar og menn treysta sjer ekki til þess að byggja upp bæina, meðan ekki er hægt að fá ódýr lán til langs tíma. Þeir segja, og segja það ef- laust satt, að búskapurinn geti ekki risið undir því að dýr hús sje bygð á jörðunum og eigi að borgast á fáum árum. Þetta á þó ekki aðeins við um Skag'afjörð, heldur um flestar sveitir landsins. Og ef ráðandi mönnum er það áhugamál að fólk haldist kyrt í sveitunum, þá verður að gera bændum það auðveldara en nú er, að bæta húsakynni sín. í Skagafirði eru ýmsir mjög gamlir bæir, sem vert væri að halda við líði meðan unt er. Það er nú t. d. bærinn á Stóru-Ökrum, sem Skiili Magnússon landfógeti bygði þegar hann var þar. Sem efnivið í bæinn notaði hann hol- lenska duggu, sem strandaði í Skagafirði. Þótti hann drag'a all- freklega undir sig af dugguviðun- um. Af þessum byggingum standa enn bæjardyr, göng, eldhús og skemmur tvær, en þær eru nvi komnar að falli. Viðirnir eru sterklegir, grópaðir og' negldir saman með trjenöglum. í tveimur spérrukverkum í göngunum eru útsagaðar þríhyrnur og önnur út- skorin. Hefir það verið gert til prýðis. Annar gamall bær er prestsetrið Glaumbær. Þar eru 15 torfhús í einni þyrpingu og 6 þilstafnar fram á hlað og snúa mót austri, svo að þeir sjást ekki frá veginum. Sjest þar aðeins aftan á bæinn og' sýnist hann bæði kollhúfulegur og ljótur. Þarna eru einhver þau lengstu bæjargöng sem til eru, 60 fet frá bæjardyrum inn að bað- stofudyrum. Og löng þótt-u Guð- mundi á Bollastöðum þau, því að einu sinni, er hann var að fara eftir þeiin í myrkri og var kom- inn svo sem hálfa leið, varð honum að orði: „Hvar skyldi maður nú koma upp í Sæmundarhlíðinni?“ Svo er það gamli bærinn á Hól- um í Hjaltadal. Hann er nú í eyði, en stæðilegur mjög. Hefir Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður i huga að láta hressa upp á hanu, fJytja þangað forn húsgögn og búslóð svo að bærinn verði nokk- urs konar safn út af fyrir sig. Væri það vel til fallið, þar sem nú er verið að færa dómkirkjuna þar í sinn upprunalega búning að innan. Sveinki gamli kemur til lækn- isins. — Jeg kom til yðar fyrir tveim- ur árum. — Nú? — Og þá sögðuð þjer að jeg væri svo gigtveikur að jeg yrði að forðast það að verða votur. — Nú? — En tvö ár er langur tími. Ætli jeg mætti ekki þvo mjer? — Hvað er hættulegast við bíla? — Bílstjórarnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.