Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Page 4
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Elsíi hestur heimsins Hann var íslenskur og dó í Eng landi í sumar 47 ára gamall. Fyrir nokkrum vikum dó elsti maður heimsins. Skömmu síðar fluttu ensk hlöð þær fregnir, að „elsti hestur heimsins“ hefði sálast. Var það íslenskur hestur, sem mestan hluta ævinnar hafði verið í Eng'landi. Hann varð 47 vetra. Um þenna elsta hest í lieimi birtist löng grein í stórblaðinu „Times“. Þar segir frá því, að hann hafi verið fluttur sem tryppi frá íslandi og liafi átt að nota hann í kolanáinu. En hann losnaði við það, því að slátrari nokkur í Yorkshire keypti hann, en seldi hann síðan aftur upp í sveit, þeg- ar hann var 7 vetra og þar var hann hafður fyrir lystivagni í 21 ár. Eigandi hans var kona, ók svo að segja á liverjum degi til borgarinnar, en þangað voru 2 enskar mílur. Átti hann þarna góða daga, var vel fóðraður og g'ljákembdur á hverjum degi. Var liann nafnkunnur þar í lijeraðinu fyrir það, hvað hann var ólíkur öðrum hestum, hrekkjóttur og þrár. Konan kallaði iiann Guinea Pig. Þegar hún dó var hesturinn fluttur til Thames-dals og' látinn ganga þar úti í 5 ár. Var nú ekki hugsað um að kemba honum og gerðist hann loðinn og lubbaleg- ur eins og skógarbjörn. Átti hann þarna hálf illa æfi, enda var þetta á stríðstímanum. Þaðan fluttist hann svo til Norð- ur-Wales og lifði þar í 14 ár. Var hann sendur þangað með járn- brautarlest. Gamall vinnumaður tók á móti honum á stöðinni og átti að teyma hann 3 mílna veg. Þegar að hesthúsinu kom vildi hann ekki fara þar inn, og í stað þess að beita lempni ætlaði vinuu- maður að beita valdi, og því gleymdi klárinn aldrei, og fyrir- gaf aldrei, og gat aldrei litið manninn rjettu auga upp frá því. Þarna leið klárnum vel, því að iandskostir voru svipaðir og hann hafði alist upp við á íslandi. Átti fyrst að beita honum fyrir vagn, en vagninn var of stór og jþungur fyrir hann, svo það varð að hætta við það, og eftir það gerði hann ekki annað en draga heim hey ofan úr hlíðunum á haustin. En seinustu 9 árin var hann ekki snertur til neins og var látinn sjálfráður. Ekki vildi hann leggja lag sitt við kindur í haga, en helt sig að nautgripunum. Aðrir hestar hræddust hann svo að í þeirra fjelagsskap gat hann ekki verið. Hann var svo vitur, einkum á elli- árum, að hann gat glögglega látið allar óskir sínar í ljós við þá, sem þektu hann. Þegar lionum fanst of heitt á daginn, fór hann inn í hesthús og stóð þar, og svo út í hag’a þegar kvölda tók. Best lá á honum á vetrum, þegar snjór van og hann gat velt sjer í hon- um og þurfti að krafsa. Á hverju vori gekk liann íir hárum og fell það af honum í sneplum. Mátti þá sjá smáfugla elta hann, hvar sem hann fór, til þess að tína hárin í hreiður sín. En í vor gekk hann ekki úr liárum og þótti það ills viti. Fyrstu ellimörkin sáust á hon- um í fyrravetur. Þá var honum hleypt út í snjó, og var bá cins og hann yrði alt í einu blindur. Hann skjögraði og fell, rcis á tfætur aftur og datt og' þannig gekk þetta nokkrum sinnum. Sein- ast lá hann eitthvað klukkustund en stóð þá á fætur og var látinn inn. Át liann þá með bestu lyst, en virtist hafa elst um mörg ár. Annað áfall þessu líkt fekk hann inni í húsi nokkrum vikum seinna og virtist þá bæði sjónlaus og heyrnarlaus um hríð, en náði sjer aftur nokkurn veginn. En eftir það heyrði hann illa og sá illa, varð grindhoraður og staulaðist um eins og gamalmenni og svaf lengstum. En ekki varð þess vart að hann liði neinar þjánnig'ar. Heitan dag í júlímánuði í sumar var hann úti fram á kvöld. Þá var hann hýstur og hurðin lögti að stöfunum. Um nóttina hafði liann brotist út og lá á hlaðinu um morguninn, nær meðvitundar- laus. Þó hafði hann rænu á því, að kumra ofurlítið þegar fólk kom að. Var nú auðsjeð að honum var ekki viðreisnar von, og því var hann skotinn. Var hann þá orðinn svo visinn allur, að hann var á stærð við veturgamalt tryppi. Fljúgandi lögregla. Lcgregluflugvjelin. Um miðjan ágúslt! byrjaði lög- reglan í London á því að athuga umferðina á aðalgötunum úr lofti. Er þetta fyrsta tilraun, sem gerð er í þá átt, og til hennar hafði lögreglan fengið sjer vængja- lausa „autogiro“-flugvjel, sem getur flogið svo hægt, að hún fer ekki meira en 15 enskar mítur á klukkustund, en getur komist upp í 140 mílur. Ef þessi tilraun þykir gefast vel, er æltllunin að láta lög- regluna fá margar flugvjelar til þess að hafa eftirlit með uinférð á götunum og til þess að elta glæpamenn. 1 hverri flug'vjel verða loftskeytatæki og standa þær altaf í beinu sambandi við lögreglustöðvarnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.