Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Blaðsíða 6
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kötturinn Stærsta^Happsiglincjciskipið. sem gerði aðvart um eldsvoðann í Hafnarfirði. Sigríður og „Svarti Dónald". Áður hefir lauslega verið íninst ;'i )>að í Morgunblaðinu. að kvikn- að hafi í heyi í hlöðu í Hafnart'irði i : 'iat'i köttur orðið þess fyrst var. Xú birtist hjer mynd af kett- inum er heitir ..Svarti Dónald". Nvarti Dónald ber nafnið með rjettu, því að hvergi glittir í hvít- an depil. nema eitt veiðihárið, sem er hvítt. Hann er góður veiði- köttur, talinn ,,skynsamur" og er í mesta dálæti á heimilinu. Öldu- götu 5 í Hafnarfirði. Venjulega sefur kisi uppi á liáum skáp, í næsta herbergi við svef'nherbergið. Þegar hann fer niður af skápnum fer hann sjer að öllu hægt. Stekkur fyrst niður á lægri skáp, þaðan á stól og svo niður á gólf. En nú brá svo ein- kennilega við. að þessa nótt stökk kisi alla leið niður á gólf í einu stókki. svo að húsmóðirin, Sigríð- ur Sigurðardóttir, vaknaði við dynkinn. Síðan kom hann rakleitt inn að rúmstokknum til hennar opr mjálmaði. Þegar Sigríður hast- aði á hann, mjálmaði hann því ákafar og linti ekki látum, fyr en hún fór fram úr rúminu. En í því er Sigríður kom fram í eldhús, sem er fram af svefnherberginu, og ætlaði að hleypa kettinum iit, varð henni litið út um gluggann, og sá hiín þá að reykjarmökkinn lagði frá hlöðunni og fjósinu. Mun eldhiisghigginn hafa verið opinn, en hurðin frá eldhúsinu og Mynd þessi er af kappsiglingaskiphru ..Endeavour", þé<rar það hljóp af stokkunum. Það er stærsta kappsi<rlinji'askip í heimi o<r smíðað úr stáli. Kostaði það 1 miljón króna. Ei<randi þess er ensk- ur miljónamæringur, Sopwith að nafni. inn í herbergið til kisa var í hálfa gátt. Sigríður vakti nú mann sinn, Oskar Pjetursson í flýti. En hann gerði þegar í stað aðvart eiganda hlöðunnar, Þorsteini Björnssyni kaupmanni, sem á heima í Skál- holti við Hverfisgótu í Hafnar- firði. Síðan var farið að ná út kún- um, 12 að tölu, Mátti varla tæp- ara standa, því að síðustu kýrnar, sem út komu, voru orðnar all að- ]>rengdar af reyknum. Slökkvl- Hðsmenn voru kvaddir á vettvang. Var alt heyið rifið út. Mun það hafa orðið fyrir skemdum af vatni. En þeg'ar Sigríður kom inn aft- ur var kisi hinn rólegasti. Stökk hann upp á ábreiðuna hjá hús- móður sinni og sofnaði vært, eins og hann þættist nú eiga fyrir því að fá væran blund eftir vel unn- ið verk. Og satt er það, að kisi gerði vel, hvort, sem það nú hefir verið tilviljun ein, eða ékki. Og hver veit, hvernig farið hefði, ef „Svarti Dónald" hefði ekki vakið Sigríði í tæka tíð? Kattakjöt veldur hjónaskilnaði. Maður ér nefndur Jean Batut og er múrari. Hann var giftur og átti mörg bórn og var þröngt í búi oft. í fyrra kvartaði hann um það við konu sína, að hann fengi ekki nóg að borða. Konan kunni ráð við því. Hún sendi krakkana á stað til að veiða ketti. Svo mat- bjó hún þá handa manni sínum á ótal vegu i Það var kattasteik, kattaragout, griljerað kattakjöt með brauði o. s. frv. Og Batut lík- aði maturinn ágætlega. Hann helt að þetta væri kanínukjöt. En einn dag komst hann að hinu sanna og þá krafðist hann þegar hjónaskiln- aðar — og fekk hann. -----<m>----- Fornleifahellir. í suðvesturhluta Sloveníu (Jugo slafíu) fundu vísindamenn ný- lega geisistóran helli. Hann er svo stór að í honum eru 22 tjarnir. Þarna fundustí beinagrindur af hellabúum og ýmsum dýrum, sem nú eru aldauða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.