Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Side 6
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kötturinn sem gerði aðvart um eldsvoðann í Hafnarfirði. Aður liefir lauslega verið íuinst á það í Morgunblaðinu. að kvikn- að liafi í heyi í hlöðu í Hafnarfirði (:r liafi köttur orðið ]>ess fyrst var. Nú birtist hjer mynd af kett- inum er heitir ..Svarti Dónald“. Svarti Dónald ber nafnið með rjettu, því að hvergi glittir í hvít- an depil. nema eitt veiðihárið, sem er hvítt. Hann er góður veiði- köttur, talinn „skynsamur“ og er í mesta dálæti á heimilinu, Oldu- götu 5 í Hafnarfirði. Venjulega sefur kisi uppi á háum skáp, í næsta herbergi við svefnherbergið. Þegar hann fer niður af skápnum fer hann sjer að öllu hæg't. Stekkur fyrst niður á lægri skáp, þaðan á stól og svo niður á gólf. En nú brá svo ein- kenniléga við, að þessa nótt stökk kisi alla leið niður á gólf í einu stökki. svo að húsmóðirin, Sigríð- ur Sigurðardóttir, vaknaði við dynkinn. Síðan kom hann rakleitt inn að rúmstokknum til hennar og mjálmaði. Þegar Sigríður hast- aði á hann, mjálmaði hann því ákafar og linti ekki látum, fyr en hún fór fram úr rúminu. En í því er Sig'ríður kom fram í eldhús, sem er fram af svefnherberginu, og ætlaði að hleypa kettinum út, varð henni litið út um gluggann, og sá hún þá að reykjarmökkinn lagði frá hlöðunni og fjósinu. Mun eldhúsglugginn hafa verið opinn, en hurðin frá eldhúsinu og StærstcT’kcippsiglingciskipið. Mynd þessi er af kappsiglingaskipinu ,,Endeavour“, þégar það hljóp af stokkunum. Það er stærsta kappsiglingaskip í heimi og smíðað úr stáli. Kostaði það 1 miljón króna. Eigandi þess er ensk- ui' miljónamæringur, Sopwith að nafni. inn í herbergið til kisa var í liálfa gátt. Sigríður vakti nú mann sinn, Óskar Pjetursson í flýti. En hann gerði þegar í stað aðvart eiganda hlöðunnar, Þorsteini Björnssyni kaupmanni, sem á heima í Skál- holti við Hverfisgötu í Hafnar- firði. Síðan var farið að ná út kún- um, 12 að tölu. Mátti varla tæp- ara s'tanda, því að síðustu kýrnar, sem út komu, voru orðnar all að- þrengdar af reyknum. Slökkvi- liðsmenn voru kvaddir á vettvang. Var alt heyið rifið út. Mun það hafa orðið fyrir skemdum af vatni. En þeg'ar Sigríður kom inn aft- ur var kisi hinn rólegasti. Stökk hann upp á ábreiðuna hjá hús- móður sinni og sofnaði vært, eins og hann þættist nú eiga fyrir því að fá væran blund eftir vel unn- ið verk. Og satt er það, að kisi gerði vel, hvort sem það nú hefir verið tilviljun ein, eða ékki. Og hver veit, hvernig farið hefði, ef „Svarti Dónald“ hefði ekki vakið Sigríði í tæka tíð? Kattakjöt veldur hjónaskilnaði. Maður ér nefndur Jean Batut og er múrari. Hann var giftur og átti mörg börn og var þröngt í búi oft. í fyrra kvartaði hann um það við konu sína, að hann fengi ekki nóg að borða. Konan kunni ráð við því. Hún sendi krakkana á stað til að veiða ketti. Svo mat- bjó hún þá handa manni sínum á ótal vegu: Það var kattasteik, kattaragout, griljerað kattakjöt með brauði o. s. frv. Og Batut lík- aði maturinn ágætleg'a. Hann helt að þetta væri kanínukjöt. En einn dag komst hann að hinu sanna og þá krafðist hann þegar hjónaskiln- aðar — og fekk hann. ---—---------- Fornleifahellir. í suðvesturhluta Sloveníu (Jugo slafíu) fundu vísindamenn ný- lega geisistóran helli. Hann er svo stór að í honum eru 22 tjarnir. Þarna funduSti beinagrindur af hellabúum og ýmsum dýrum, sem nú eru aldauða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.