Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1934, Qupperneq 8
296 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS inn af þessu flugi. Mjer hefir eigi að eins auðnast að gera ýmsar vísindalegar athuganir, heldur einnig að sannprófa fyrri athug- anir o*r ]>að jretur haft mikla þýð- ingu fyrir vísindin. Við komumst í 16000 metra hæð, og settum því ekki nýtt met, en þetta var nægi- lega hátt til þess að við gætum gert þær vísindalegu athuganir sem við höfðum ætlað okkur að gera. — ('osyns og von der Elst, gistu um nóttina hjá skólakennaranum í þorpinu, en næstu dagaunnuþeir að því að taka sundur flugkúluna og flugbelginn, svo liægt væri að senda það með járnbraut heim til Belgíu. ------—-— Pimm ár ó LUrangel-eyju. „Krassin'4. Nýlega tókst rússneska ísbrjótn- um „Krassin“ að bjarga nokkr- um rússneskum vísindamönnum, sem hafa verið á Wrangeleyju í fimm ár. Upphaflega var svo til ætlast að þeir væri þar 2 ár, en skip, sem send hafa verið til þess að sækja þá, komust aldrei nærri eynni veg'na íss. Þeir höfðu með sjer loftskeytatæki, en rafmagns- geymarnir voru löngu tæmdir og höfðu leiðangursmenn því verið sambandslausir við umheiminn. Þeir höfðu átt við mjög bág kjör að búa, eins og geta má ærri, þar sem vistaforði þeirra og annar útbúnaður var miðaður við 2 ár aðeins. A Matterhorn fórust 4 menn um daginn. Matterhorn. Um miðjan ágúst hröpuðu til bana tveir ítalskir fjallgöngumenn, sem ætluðu að komast upp á tind- inn Matterhorn. Fjórir aðrir kom- ust upp og urðu að vera þar um nóttina, en tveir þeirra dóu lir kulda. Matterhorn er fjallstindur í Olpunum á landamærum ítalíu og Sviss. Hann er eins og strókur og svo brattur að snjó festir þar ekki. Hann er 1000 metrum hærri heldur en fjöllin þar um kring, en 4482 métrar yfir sjávarflöt. Lengi hugðu menn að ekki mundi hægt að komast upp á tindinn, en 1865 komust þó fjórir Englending- ar og þrír fylgdarmenn þangað upp. Á leiðinni niður varð einum Englendinganna fótaskortur og hrapaði hann og kipti með sjer tveimur EnglendingUm og einum fylgdarmanninum. Síðan hafa margir farið upp á tindinn, enda er það nú miklu auðveldara en áður, því að spor hafa verið höggvin í bergið og keðjur settar þar til þess að halda sjer í. —.—-------------- — Lánaðu mjer 100 krónur. — Ekki fyr en jeg kem heim frá ítalíu. — Ætlarðu til Italíu? — Nei! Bridge. S: 8, 3. H: 10, 4. T: 4, 3. L:K. S: Á, 6. H: 9. T: 5. L: Á, D, 2. S: 2. H: K, Q, 7, 6. T: G, 6. L: ekkert B C D B S: D, 7. H: Á, D, 8. T: D, 7. Ekkert. Spaði er t.romp. A. slær úr. A. og' B. eiga að fá 5 slagi. 5mcelki. — Eruð þjer búinn með krækl- inginn, herra minn? — Já? — Og líður yður enn vel? Hljómsveitin hefir æfingu. Stjórnandi: Hannes, þú ert tveimur töktum á eftir hinum. Hannes: Nú, livað g'erir það til? Eins og jeg geti ekki náð þeim hvenær sem jeg vil.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.