Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Side 1
 orðwnldaþsitts LANDobCKASAFf •JV? 1371 40 1. tölublaC. Sunnudaginn 6. janúar 1935. X. árgangur. iufaldirpmtimítjt k f, Utilegumaður í Oskjuhlíð. Stórþjófurinn Guðmundur „Kíkir“. Eftir Árna Óla. Maður er nefndur Guðmundur Guðmundsson, að auknefni „Kík- ir“. Um hann segir Klemens Jóns- son meðal annars í sögu Reyk.ja- víkur: „Stórþjófnaður var sjald- gæfur, og í rauninni aðeins einn maður við hann hrugðinn, en hann var líka alþektur hjer í bænum og hjet Guðmundur, auknefndur „Kíkir“. Hann var ættaður úr Mýrasýslu, en viðurnefni sitt hafði hann hlotið af því að hann bvrjaði þjófferil sinn með því að stela „kíki“ frá kaupmanni Hann- t-si St. Johnsen; áleit að það væri svipuskaft eftir því sem hann sjálfur helt fram; þá tíðkuðust f-kki aðrir sjónaukar en langir, er drága mátti út og inn, og voru settir fyrir annað augað. Eftir þetta var Guðmundur sístelandi, einkum af bæjum af Seltjarnar- nesi“. Frá þessum manni skal nú sagt hjer nokkru nánar. Guðmundur var fæddur að Ytra- Hraundal í Mýrasýslu 1832, en fór þaðan þegar hann var á 4. ári að Hjarðarholti í Stafholts- tungum. Þar dvaldist hann þang- að til hann var 15—16 ára að aldri. Fluttist hann þá að Hreða- vatni og var þar í 2 ár. Svo var liann á Stórafjalli í 1 ár, og þaðan fór hann til D. Thomsen í Reykja- vík og var hjá honum hálft ann- að ár. Eftir það var hann ýmist í Gullbringu- eða Kjósarsýslu, lengst hjá Sigurði Ingjaldssyni bónda í Hrólfsskála, 5* ár. Eftir það var hann á flækingi, en taldi sjer heimili að Varmá í Mosfells- sveit, þegar þessi saga hefst. Viðttr kendi bóndinn þar, Jón Bjarnason, að hann hefði vitað að Guðmundur var þjófur, en þótt gustuk að skjóta skjólshiisi yfir hann. Það er svo sem ekkert undariegt Jiótt Jón hefði vitað það að Guð- mundur var þjófur, því að þrisvar .sinnum hafði hann verið dæmdur fyrir þjófnað og Jijófshylmingu, í fyrsta skifti af bæjarfógeta Reykjavíkur 1. mars 1851 í 2X5 daga fangelsisvist við vatn og brauð, í öðru sinni af Hæstarjetti 11. des. 1854 til að hýðast 27 vandarhöggum, og í þriðja sinn af Landsyfirrjetti 8. nóv. 1858 til að hýðast þrennum 27 vandarhögg- um. Nú er að segja frá því, að hinn 21. desember 1858 voru tveir Ölv- esingar. Jón Halldórsson frá Hrauni og Þorbjörn Vigfússon frá Grímslæk, á leið heim til sín úr Reykjavík með lest klyfjahesta. A aftasta hestinum voru þrír smápokar bundnir ofan í milli með snærum og vandlega gengið frá. í pokum þessum var ýmislegt. smádót, svo sem öskjur með smjöri cg floti, brennivínsflaska, skjóða með kökum, klútur með y% síðu af kind, litarefni, ólarreipi og kað- aireipi, pakki af tveggja þuml- unga nöglum o. fl, Vegurinn austur lá þá fyrst suður á Öskjuhlíð, en þegar þeir r'jelagar voru norðan í hlíðinni urðu þeir fyrir því óhappi, að þeim hurfu þessir þrír pokar. — IJafði einhver maður laumast að aftasta hestinum, án þess þeir yrðu varir við, skorið á böndin, sem pokarnir voru bundnir með, og haft þá á brott með sjer. Leið nú og beið svo, að ekki varð upp- víst hver þjófurinn var. Nóttina milli 13. og 14. janúar 1859, hvarf 4. vetra sauður úr fje Sigurðar í Hrólfsskála sem geymt var í Suðurnesi.Daginn eftir fanst Jiar í flæðarmáli botnlangi og vömb úr kind, hvorttveggja nýtt. Þótti nú sýnt að sauðnum hefði verið stolið og honu.m slátrað þarna n5 f jörunni. Var Guðmundur ,,Kíkir“ Jiegar grunaður, því að hans hafði orðið vart á Nesinu kvöldið áður, og um rnorguninn snemma. Bárust fljót- lega öll bönd að honum. Sýslumaður í GullbringUsýslu var þá Páll Melsted og helt hann mörg próf í þessu máli, hið fyrsta að Hrólfsskála 17. jan., annað í Reykjavík 18. janúar, þriðja í Reykjavík 19. jan., fjórða í Reykjavík 20 jan., fimta að Gríms stoðum á Seltjarnarnesi 21. janú- ar, sjötta að Sviðholti á Álftanesi 24. jan., sjöunda að Varmá 26. jan., áttunda að Lágafelli 27. jan., i'íunda að Litla-Seli á Seltjarnar- nesi 5. febr., tíunda í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.