Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 6
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skipulega heild, að h'ann gat staðið upp og haldið ræðu um málið, sem engu þurfti að breyta í, engu slept og engu ofaukið. Þegar hann var ráðherra kom hann oft með vandamál til þing- nefnda, eins og gerist og geng- ur. Við þau tækifæri lagði hann málin fram með skýringum, mörgum eða fáum, eftir því sem þurfti, en æfinlega þannig, að ekkert var eftir annað en að taka afstöðu með eða móti. Þessi hæfileiki var það, sem gerði Jón Þorláksson að þeim frábæra ræðumanni sem hann var. Hann hefði hlotið að verða afbragðs kennari. Hann gerði lítið að því að krydda ræður sín- ar líkingum eða fyndni eða öðru slíku, þó að það kæmi að vísu fyrir. En aðal styrkur þeirra var gamla reglan hans Cato: Rem tene, verba sequentur — haltu efninu, þá koma orðin. En ann- ars skal jeg ekki tala fleira um ræðusnild Jóns að þessu sinni. Hún var svo alkunn og viður- kend. Þessi skarpleiki Jóns Þorláks- sonar skapaði honum foringja- stöðuna, og hefði árq'íðanlega gert það, hvar sem hann hefði starfað. Og því vissari hefði hann verið um forustuna sem sú þjóð hefði verið þroskaðri, sem hann starfaði hjá. Þess vegna hygg jeg, að hann hefði Víðast náð miklu meiri tökum heldur en hjer á Islandi, þar sem þroskinn virðist vera svo fjarskalega skamt á veg kominn. En jafnframt því, að jeg minn ist þess, hvílíkur Jón Þorláksson var, þegar hann kom inn í póli- tíska starfið á þingi, þá minn- ist jeg hins, hve mikið hann óx við þetta starf. Ekki að skarpri hugsun, því að hún var alveg óbreytt. Ekki að þekkingu á landsmálum, því að hana hafði hann þá eignast. En hann óx að mannviti, í þess orðs fylstu merk ingu, og það var af því, að hjer fann hann fyrst nægilega stórt verkefni, verkefni, sem hann þurfti að fylkja mönnum um. Áður mun hann hafa barist að mestu einn og það var nærri skapi hans. Hann var einvígis- maður að upplagi og skaplyndi. Hann þurfti ekki að ræða mál til þess að hugsa þau. Hann var einn af þeim fáu, sem getur hugs að án þess að tala. Honum hefir vafalaust verið töf að því og annað ekki, að þurfa að hafa fleiri með sjer. Og honum mun oftast hafa reynst það, að hans skoðun var svo hin rjetta, þegar til kom, og hvers vegna þá að vera að ræða málin við aðra, bera sig saman við þá, slá ef til vill einhverju af eða laga sig eftir því, sem aðeins var ef til vill lakara. Alt þetta hlaut að einangra hann. En þetta var einmitt ekki holt þroska hans. Og því hygg jeg að honum hafi orðið það mikils- virði að vera knúinn í samstarf, knúinn til þess að fylkja um sig liði, þingflokki, flokki, sem skip aður var einmitt þeim mönnum, sem sterkasta höffiu einstakl>- ingshyggjuna. Hann varð að ræða málin. Hann varð að hlusta á rök og hann varð að viður- kenna einnig annara skoðanir. Við það óx hann. Honum skap- aðist nýtt einkenni, sem hvern foringja verður að prýða: Sam- starfshæiY-leikinn. Úr einvígjs- kempunni varð foringinn í fylk- ingarbrjóstinu, jafn vígfimur, jafn persónulega hraustur, en auk þess foringi með hina þungu og sterku fylkingu að baki sjer. Það er ekki nema alveg eðli- legt að þeir, sem Jóni Þorláks- syni kyntust og störfuðu með honum, tækju fyrst og fremst eftir gáfum hans og hvassa skiln ingi, og að þessi einkenni hans sjeu ríkust í endurminningunni. En það er langt frá því, að þetta eitt komi upp í huga mjer þegar jeg minnist Jóns Þorláks- sonar og starfs hans. Lotning mín fyrir minningu hans stafar engu síður af öðrum eiginleik- um í fari hans. Og vil jeg þá sjerstaklega nefna hreinlyndi hans og vandfýsni um bardaga- aðferðir. Hreinlyndi hans og rjettdæmi gat stundum hrundið frá honum, en aldrei til lengdar. Fyr eða síðar hlaut hver sanngjarn mað- ur að viðurkenna, að þetta staf- aði eingöngu af óbeit hans á öllu undirferli og óþarfa umsvif- um. Það var aldrei neitt „loðið“ við framkomu hans. Hann sagði sína skoðun stutt og ótvírætt. Það gat þurft dálitla æfingu til þess að skilja þetta, en öllum hlaut að falla það best að lok- um. Og þrátt fyrir hans mótuðu skoðanir og markvissu, var hann ágætur í samvinnu, skifti ekki skapi eða háttum, hvað sem að höndum bar. Og svo hafði hann þetta meginskilyrði allrar góðr- ar samvinnu, að fara aldrei kringum þá, sem hann vann með, heldur lagði hvert mál og málsatriði fram. Þetta kom vel fram þegar hann þurfti að vinna með and- stæðingum. Ef til vill mátti segja, að það ljeti honum ekki best. Hann sagði einhvern tíma í gamni, að hann væri ekki „sam steypustjórnarhæfur“. En ef hann vann með andstæðingum, þá vann hann með þeim eins og samherjum í því máli, afdráttar- laust og falslaust. Ef til vill fjell Jóni Þorláks- syni ekkert eins illa í stjórnmál- um eins og þær bardagaaðferð- ir, sem þar tíðkast oft og ein- att. Hann hafði aldrei eitur 1 eggjum, og hann hefði átt það skilið, að ekki hefðu heldur ver- ið borin á hann slík vopn. Og hann var vandfýsinn um bar- dagaaðferðir síns flokks. Jeg minnist einnar ræðu, sem Jón Þorláksson flutti í lok Lands fundar Sjálfstæðisflokksins. Kosningar voru fyrir dyrum, og var margt rætt um horfur og sigurvonir flokksins. Jón tók þátt í þeim umræðum. En að lokum flutti hann ræðu, sem jeg myndi birta hjer, ef jeg hefði hana. Jeg skrifaði hana upp sama kvöldið eftir minni, en hefi því miður glatað handritinu. Hann tók þar undir allar þær raddir, sem fram höfðu komið um það, að nú væri um að gera að sigra og fá tækifæri til þess, að koma málefnum landsins í það horf, sem flokkurinn taldi best. En svo mintist hann á þær bardagaaðferðir, sem sjer virt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.