Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 Stofnandi Iðnskólans Eftir Jón Halldórsson. Jeg kyntist Jóni Þorlákssyni fyrst sumarið 1904 í Kaupmanna- höfn. Hann var þá nýkominn heiman frá Islandi til þess að kynna sjer nýasta fyrirkomulag iðnskóla í Danmörku, með það fyrir aufíum að stofna iðnskóla í Reykjavík. Hjer var þá aðeins lít- ill vísir að slíkum skóla, teikni- skóli sá, sem Iðnaðarmanna- fjelagið helt uppi, meira af vilja en getu vegna fjárskorts, enda vantaði þá líka foringja til þess að leggja fyrstu grundvallarregl- ur að iðnskóla og stjórna honum. En árið 1903 kom fram á sjón ist koma fram hjá sumum and- stæðingum, bardagaaðferðir, sem væru til þess fallnar, að spilla dýrmætustu eigninni, sem til væri, fólkinu sjálfu. Og hann endaði með því að segja, að þó að hann óskaði Sjálfstæðis- flokknum sigurs, þá væri það þó því aðeins, að sá sigur væri unninn með hreinum vopnum og fögrum bardagaaðferðum. Ann- ars væri miklu betra að falla. Þetta mælti hann áreiðanlega af heitustu sannfæringu. Jeg ætla nú að ljúka þessum dreifðu minningum um stjórn- málaleiðtogann Jón Þorláksson. En jeg geri það með sárri til- finningu þess, að jeg hafi bæði of-fátt nefnt og ekki heldur get- að fundið því sem jeg hefi nefnt, þann rjetta búning. Jeg tel það meðal þess dýr- mæta, sem forsjónin hefir gefið mjer um dagana, að hafa kynst og starfað með slíkum manni sem Jóni Þorlákssyni. I andstöðu og fylgi er mynd hans hin sama, skýr, með allar línur hreinar, myndin af manni, sem gerði ekkert til þess að verða foringi, en var foringi, sakir frábærra gáfna, en ekki síður sakir mann- kosta. Slíka menn þarf þjóð vor að eiga æfinlega — og hlíta for- sjá þeirra. arsviðið sá maður, sem lagði smiðs- höggið á að breyta teikniskólan- um í iðnskóla, og með rjettu má kallast stofnandi Iðnskóla Iðnað- armannaf jelagsins í Reykjavík. Þessi maður var Jón Þorláksson. Haustið 1903 (hinn 7. október) flutti hann erindi um skólamálið í Iðnaðarmannafjelaginu. Skýrði hann þar hugmynd sína um fyrir- komulag skólans. Urðu nokkrar umræður um málið og var að lok- um samþykt eftirfarandi tillaga frá Jóni Þorlákssyni : „Iðnaðarmannafjelagið kýs þrjá rnenn í nefnd til þess að hafa á hendi stjórn hins fyrir- hugaða tekniska skóla. í nefnd þessari skulu enn fremur eiga sæti skólastjóri og teiknikenn- ari, sem landshöfðingi útnefnir, eftir að hafa heyrt tillögur hinna þriggja f jelagskjörnu nefndarmanna þar um. Af þess- um þrem skal einn ganga úr á ári hverju, fyrstu tvö árin eft- ir hlutkesti, en síðan eftir kjör- aldri. Þó má endurkjósa nefnd- armann. Fjelagið felur þessari nefnd fyrir sitt leyti stjórn hins fyrirhugaða tekniska skóla“. í reglugerð, sem samin var sum- arið 1904 um stjórn skólans, og gildir enn í dag, var enn fremur ákveðið, að skólastjóri skuli vera formaður skólanefndar og hafa framkvæmdavald í öllum málum skólans milli nefndarfunda, en öll mikilsvarðandi mál skal hann þó bera undir nefndina fyrst. Haustið 1904 byrjaði svo skól- inn með hinu nýa fyrirkomulagi og var Jón Þorláksson skólastjóri. Skólinn hafði lnisnæði í Vina- minni, tvær stofur og tvö lítil hei’- bergi að auki. Voru þar 82 nem- endur fyrsta veturinn. Árið 1906 fluttist skólinn í liið nýa hús, sem Iðnaðarmannafjelag- ið í Reykjavík hafði þá reisa látið við Vonarstræti, og þar er hann enn. Nii var stórt spor stigið í skóla- málinu, þar sem skólmn hafði feng ið sitt eigið hús og Jón Þorláks- son fyrir skólastjóra, mann, sem allir gátu borið til hið fylsta traust. En nokkrum skugga sló þó á hinar björtu framtíðarvonir þar sem fjárhagsörðugleikarnir voru. Jón Þorláksson skrifaði þá Iðn- aðarmannafjelaginu brjef og hvatti það til þess að sækja um styrk til Alþingis, sem kom sam- an þá um sumarið. Gerði fjelagið það, og ljet brjef Jóns Þorláks- sonar fylgja umsókninni. Varð þingið vel við og veitti 4000 króna styrk til skólans. Skólastjórastarfinu gegndi Jón Þorláksson svo til 1911 að hann sagði því af sjer vegna annríkis við landsverkfræðingsstörfin. Þegar Jón Þorláksson kom td Kaupmannahafnar 1904, eins og að framan getur, kallaði hann unga íslenska iðnaðarmenn þar á sinn fund og bað þá að láta í ljós áHt sitt um væntanlegan iðnskóla í Reykjavík, og hvort þeir teldi heppilegt að stofnaður yrði dag- skóli auk kvöldskóla fyrir iðnaðar- menn. Umræður urðu nokkrar um málið, en niðurstaðan varð sú, að fullnægði kvöldskóli ekki þörf- unum, myndi dagskóli að sjálf- sögðu koma á eftir. Jeg átti tal við Jón Þorláksson að fundinum loknum og spurði hann hvort nokkur von ^æri, að jeg gæti fengið stöðu við skólann sem kennari í húsgagnateikning- um, því að jeg hafði fengið meira skólanám í þeirri grein en alment var þá. Engu vildi hann lofa, því að hann kvaðst ekki vita hverjar kröfurnar yrði, en sagðist skyldi minnast samtals okkar. Þegar jeg kom heim til íslands 1905 hitti jeg hann að máli og sagði hann mjer þá, að jeg gæti orðið teiknikennari við skólann. Jeg gegndi svo því starfi öll þau ár sem hann var skólastjóri og líkaði æ betur við hann eftir því sem lengra leið. Jón Þorláksson var ágætur skólastjóri, fastur fyrir og ákveð- inn í skoðunum. Hann setti sinn svip á skólann með þeirri reglu- gerð, sem allir undu vel, jafnt kennarar og nemendur. Kæmi ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.