Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 6
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS angrinum fyrir í bátnum, tóku tveir bátsmanna sig út úr hópn- um o<r rœddu saman um stund. Voru það formaðurinn og Björn Björnsson frá Læk. Síðan komu þeir til okkar, þar sem við biðum á klöppunum, og löttu okkur frekar fararinnar. Var ráðg- ast um þetta í rokinu þarna á klöppunum, en ekkert af okkur gat sætt sig við þá tilhugsun, að verða eftir af skipinu, sem við höfðum nú lengi vænst eftir au flytja myndi okkur nær markinu, jafnvel þótt ekki væri annað fyr- irsjáanlegt, en farið væri út í op- inn dauðann. Gat þá formaðurinn þess, að allir bátsmenn væru reiðu búnir að freista þess, að brjótast fram í skipið, en um leið tók hann það fram, að hver sá, er með bátnum færi, gerði það á eigin á- byrgð, því að liann gæti ekki ábyrgst, hversu fara myndi. Var nú fólkinu komið fyrir í bátnum og lagt af stað. Þegar var auðsætt, að ferðin myndi sækjast mjög seint. 1 byrj- un miðaði samt nokkuð áfram, uns komið var all-langt út með höfðanum. Var þá sem veðrið færðist enn í aukana, að minsta kosti varð nú hafrótið enn þá meira. Öldurnar risu fjallháar hver af annari, eins og þær ætl- uðu að stevpast yfir bátinn, og án þess nokkuð yrði að gert byrj- aði bátinn að reka út á bakborða. Áttu bátsmenn fult í fangi að verja hann áföllum. Rak nú bát- inn óðfluga í áttina til eyjarinn- ar. Alt í einu heyrðum við óvenju- mikið og greinilegt brimsog, og augnabliki síðar sáum við ólgandi brimboðana og mótaði fyrir kol- svörtum kollum skerjanna í út- sogunum. Stefndi báturinn þang að með vaxandi hraða. Varð nú öllum þegar ljóst, í hvert óefni var komið. Var ekki annað sýnna en að okkur myndi á örstuttri stund reka upp á sker- in, og þá var vandalaust úr því að ráða, hver forlög okkar yrðú. Báturinn myndi á svipstundu brotna í spón og engum verða lífs auðið. Nú voru skjót ráð dýr, og reyn- ir ekki á kappann, fyr en á hólm- inn er komið. Formaðurinn ljet heldur ekki á sjer standa. Hrópar hann liárri raustu til ræðaranna, svo að yfir- gnæfir brimsog og storm, og heit- ir á þá, með ákveðnum orðum hins vana stjórnara, að duga nú vel, því að um líf eða dauða sje að tefla. Var því boði svikalaust hlýtt. Nú liðu nokkur augnablik, allir stóðu á öndinni, lostnir skelfingu, meðan úr því var skorið, hvort hættunni yrði afstýrt. En þau augnablik munu flestum hafa orðið löng. Enginn nema sá, er reynt hef- ir, getur gert sjer fyllilega grein fyrir hugarástandi þeirra manna, sem berjast upp á líf og dauða við öfl Ægis, Og þó er, ef ti'. vill, enn verra að setja sig inn í hugarástand þeirra, sem eru hluttakandi í baráttunni, berast nær hættunni og geta ekkert að gert, nema horfst varnarlausir og aðgerðarlausir í augu viðógæfuna. Jeg geri ráð fyrir því, að þessi stund hafi nokkuð oft hvarflað í huga þeirra, er sátu þarna í bátn- um. Báturinn hentist til og frá á öldunum, eins og leiksoppur; ým- ist hófst hann upp með öldu- h^yggjunum, eða stakst niður í öldudalina. og jafnt og þjett þeyttist særokið yfir okkur, svo að hvergi var þur þráður eftir- Og umhverfis grúfði náttmyrkr- ið, svart og illúðlegt, en í ná- munda sást marka fyrir ægilegum skerjuin, sem gátu þýtt dauðann fyrir okkur öll. Um stund varð ekki greint, hvort báturinn færðist úr stað. Hann rak ekki lengur, og vissan um það kveikti nokkra von.Og svo var alt í einu sem Ægir ljeti und- an síga.Voru það bænir þeirra,sem horfðust í augu við dauðann, er gáfu þessum sex mönnum yfir- náttúrlegan kraft til þess að knýja bátinn áfram? Eða dáðist Ægir svo mjög að vaskleika þess- ara samhentu manna, að hann vildi þyrma þeim? Hver veit? Fagnaðarópin gullu við í bátn- um, þegar við urðum þess vör, að við fjarlægðumst skerin. Og fjar- laegðin óx smátt og smátt. Áður en leið á löngu, vorum við aftur kom in út á rúmsævi. Og loks náðum við „Geir“. Allir komust klaklaust upp á skipið en er farangurinn var tekinn upp úr bátnum, var hann heldur illa útleikinn af ágjöfinni. Var honum komið fyrir á þiljum uppi, því að ekki var nú um annað rúm í skip- inu að ræða. Gat því farið svo, að hann skolaðist fyrir borð á leið- inni, og þótti það ill tilhugsun, sjerstaklega þeim, er höfðu tapað mestum hluta eigna sinna með „Laura“. Nokkru seinna kom annar og seinasti báturinn úr landi út að skipinu, og voru þá allir skip- brotsmenn komnir út í „Geir“, nema skipstjórinn af „Laura“, Godtfredsen, sem varð eftir nyrðra og beið þar strand-upp- boðsins við annan mann. Var nú ekki beðið boðanna. Áð- ur en varði var _,,Geir“ kominn á fulla ferð út Húnaflóa. Stóð jeg á þilfarinu, þar til er Skagaströnd hvarf sjónum mínum út í nátt- myrkrið. En oft síðan hafa mynd- ir atvikanna þessa eftirminnilegu daga dregist upp fyrir hugar- sjónum mínum. Strand-uppboðið. Það þykir ekki rjett að skilj- ast svo við frásögn þessa, að lát- ið sje undir höfuð leggjast að drepa lítilsháttar á lokaþátt þessa strands, uppboðið, er fór fram á slátrinu úr „Laura“. Jafnvel þótt jeg væri þá farinn af Skagaströnd, hafði jeg jafnan frjettir af því, er gerðist þar, eft- ir að við strandmenn fórum þaðan. Eftir brottför björgunarskips- ins „Geir“ af Húnaflóa fimtudags- kvöldið 24. mars, var enn unnið að því að flytja vörur og ýmsa muni úr „Laura“ á land þar nyrðra, en mjög var flest það, er náðist, skemt sökum sjóbleytu. Þóttu þó kolin mesti fengur í kolaleýsinu. Um miðjan apríl var svo haldið uppboð á Skagaströnd á nokkru af strandgóssinu. Miklu af því, er bjargaðist, var á hinn bóginn ráð- stafað á þann hátt, að það var sent til Reykjavíkur og selt þar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.