Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Side 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 374 "a.. Sígaunaflokkur í Rúmexiíu. Enn eru Sígaunar stöðugt á ferli fram og aftur, eigi síst í Rúmeníu. Ekki eru þeir vinsælir — þegar jeg var að taka mynd af tveimur Sígauna blómasölu- konum fyrir utan gistihús mitt, sagði maður, sem fram hjá gekk: „Þjer ættuð lieldur að skjóta þær!“ — en það verður varla kom ist af án þeirra, í Riimeníu að minsta kosti. Þeir hafa þar sitt hlutverk að vinna á ýmsum svið- um: við skírnarveislur, giftingar og jarðarfarir eru það ætíð Sí- gaunar, sem leika á hljóðfæri. Og það kunna þeir. Um alla Búkarest hljóma Sígaunalög og breiða feg- urð yfir borgarlífið. Og þar sem matreiðsla e!r svo góð í rúmensku veitingahúsun- um, þá getur verið að Sígaunar eigi ekki minst af hróðrinum. Því að þeir eru snillingar í mat- reiðslu. í Búkarest eru mörg góð veit- ingahús og þar er góður matur og ódýr. Fyrst fær maður sjer eitt glas af ,,tsouica“, sterku og bragðgóðu plómubre'nnivíni og borðar með svarta olíuviðarávexti, eða kavíar. Því að nóg er til af kavíar í landinu. Og hann er ekki síðri en sá rússneski og er ein aðal útflutningsvaran. Svo koma óteljandi rjettir, ekki allir rúmenskir lieldur rússneskir, tyrkneskir, búlgarskir og ung- verskir. Einn rjettinn verður þó að nefna, því að það er þjóðar- rjetturinn og heitir „mamaliga“ — nokkurskonar grautur, sem etinn er í öll mál. Enda þótt nóg veiðist af fiski í Dóná og Svartahafi, borða Rúm- enar mestmegnis kjöt og drekka með sín ágætu vín, reykja sínar ága*tu sígarettur og drekka svo tvrkneskt kaffi á eftir. Þeir lifa vel í mat og drykk í Rúmeníu. Og það er einkennilegt og marg brotið líf á veitingastöðunum. Þar er nii masað! En þegar Sí- gaunarnir leika „l’Alonette'', svo að manni finst maður heyra og jafnvel sjá lævirkjann sveifla sjer syngjandi upp í sólþrungið loftið — þá þagnar alt mas og kliður í veitingasalnum. (Úr frjettabrjefi frá Búkarest). Fjaðrafok. Hinir helgu Yogar í Indlandi láta sjer ekki verða mikið fyrir því að vaða eld berfættir, og sjer ekkert á fótum þeirra. Tveir stúd- entar frá London ætluðu nýlega að rannsaka hvernig á þessu stæði. Reyndu þeir að vaða eld, en skaðbrendu sig. Amerískur bóndi á þrjá syni, sem stunda háskólanám. — í haust hafði hann ekki fje til þess að greiða námskostnað þeirra. En ljet þá fá 500 hænur með sjer til háskólans. Eggin eiga þeir að selja, og ef þau borga ekki allan kostnað, þá eiga þeir að slátra hænunum í vor og selja þær. Sjúklingur nokkur í geðveikra- hæli í Illinois í Bandaríkjunum tók brjeflega þátt í gróðabralli á kauphöllinni og á skömmum tíma tókst honum að græða 75.000 doll- ara. Þegar lögmaðurinn í borginni frjetti þetta, skipaði hann svo fyrir, að sjúklingurinn skyldi þeg- ar útskrifaður úr geðveikrahæl- inu. Sagði hann að sá maður, sem honum varð ekki ráðafátt. Hanngæti grætt stórfje' í kauphöllinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.