Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 Borgarís. Menn geta gert sjer í hugarlund hvað jakinn er stór, þegar þeir bera hann saman við manninn, sem á honum stendur. Og þó ber þess að gæta, að ekki er nema tíundi hluti hans upp úr vatninu. Og þó stendur jakinn ekki í botni, því að hann hreyfðist nokkuð, meðan þeir fjelagar voru hjá vatninu. Af því má marka hvaJð vatnið er djúpt. sem veldur. 1 húsinu geta hafst við samtímis um 30—40 manns á að giska. Jafnan er steinolía í húsinu, en nú var hún uppgengin, og fórum við með 6 lítra brúsa þangað frá Hvítárbrúnni, og komum aftur með tóman 30 1. biúsa þaðan, samkv. beiðni brú- arsmiðsins, og skyldi hann sendí ast þangað til afnota fyrir haustið og veturinn. — Sæluhúsið er frjálst til afnota fyrir alla vegfarendur án end- urgjalds. Eitt er aðeins sett upp, að gestirnir hreinsi þau ílát sem þeir nota og þvoi gólfin, og loki hurðum og gluggum vel þegar þeir fara. Býst jeg við að eng- inn sæmilegur maður telji eftir sjer að vinna þessi verk sem endurgjald fyrir afnot hússins. Þær 3 nætur sem við gistum í húsinu, kom þar enginn ferða- maður. Könnunarferð í Karlsdrátt. Þriðjudaginn 10. sept. var gott veður og kyrt en sólskins- laust. Er á daginn leið var sýni- legt að birta myndi upp, því að Hofsjökul og Kerlingarfjöll voru sólroðin undir kvöldið. Eftir hádegið fórum við í könnunarferð um vatnið, og rerum alla leið inn í Karlsdrátt, og er það rúmlega 2 tíma róð- ur frá ,,Ólafsvík". Á leiðinni staðnæmdumst við við marga tröllaukna borgarís- jaka (herskipin) og dáðumst að útliti þeirra og lögun. Marg- breytni þeirra er óendanleg, sem vindur og vatn hefir sorfið. Til að sjá sýnast á sumum vera ýms dýr, svo sem ísbirnir, refir, ljón, tígrisdýr eða tröll, en við nánari aðgæslu er þetta aðeins ójöfnur á ísnum. Mannamynd- um brá og fyrir á sumum jök- unum eða ísveggnum. Þannig sáum við báða dagana sem við rerum inn í Karlsdrátt, greini- lega vangamynd af þjóðskáld- inu Matthíasi Jochumssyni á ísveggnum sem gengur þar út í vatnið og er ca. 20—30 metra hár upp frá vatnsborði. 1 gegnum einn stórjakann var heljarstórt gat, líkt og á Dyrhólaey, og hefði lítið skip getað siglt þar í gegn. Sumir stóru jakarnir voru á að giska 10-20 m. að hæð yfir vatnsflöt. Á skriðjöklinum. Aðfaranótt 11. sept. var ynd- islegt veður, skafheiðríkt, tungl fult og norðurljósa og stjörnu- dýrð. Þá nótt varð okkur f jelög- um ekki svefnsamt, Einkum ól- afi, sem hugði gott til næsta dags um myndatöku í góðri birtu, enda brást su von ekki. Komum við oft út um nóttina til þess að dást að fegurð og tign öræfanæturinnar í þessari dýrð- arbirtu. Norðurljósin ljeku sjer yfir fannbreiðum Langjökuls, og var því líkast, sem þau ættu sjer þar upptök, því þau stóðu sem eldsúla eða gos, sem leiftr- aði í allar áttir. Þá var fagurt að líta til austurs, þar sem tunglsbirtan skygði hina breiðu bungu Hofsjökuls og tinda Ker- lingarfjalla. Gátum við í sann- leika tekið undir með Höllu: „Fagurt er á fjöllunum núna". Kl. 3 um nóttina fórum við að týgja okkur til ferðar og vorum komnir til Ólafsvíkur um sólarupprás. Var þá svo kyrt, að alt speglaðist í vatn- inu, bæði loft og láð. Er við komum að vatninu Frh. á bls. 408.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.