Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Page 2
146 LESBÓK M ORGUNBL AÐSINS því að taugaveikin mundi liremma bæ.jarbúa )>á og þegar. En þetta drógst í nokkur ár. Við Guðmund- ur Magriússon, síðar prófessor, vonim l>á helstu bæjartæknamir og höfðum mikið að ge'ra. Þó tókst okkur að halda taugaveik- inni niðri þangað tij byrjað vn'• á vatnsveitunni. En )>á braust taugaveikin alt í einu út sem drep sótt. Sýktust þá um 100 manns á stuttum tíma hjer í bænum. Matt- hías Einarsson var þá orðinn lækn ir hjer og hann á hróðurinn fyrir það að ltafa rannsakað upptök veikinnar og voru þau rakin til brunns nokkttrs inni í Skugga- hverfi. Jeg helt því fram í öndverðu að við yrðum að sækja neyslu- vatn upp í Mosfellssveit. Beitti jeg mjer fvrir því í bæjarstjórn að Reykjavík keypti Elliðaárnar af H. Th. A. Thomsen, í því augna miði. Áttu þær þá og löndin þar að kosta 16.000 krónur. En það þótti bæjarstjóm of dýrt. Og marg ar mótbárur komu gegn því aðf sækja vatnið svo langt. Sumir vildu grafa brunna. Ein tillagan var sú að grafa ræsi fram og aft- ur í Fossvogi og safna vatni úr þeim. Og svo kom tillagan um það að bora eftir vatni í Vatnsmýr- inni. Það var gert, en sú litla til- raun kostaði bæinn um 10 þús- undir króna. Og liún varð til þe'ss að menn þóttust finna gull þar. Þá komst alt í uppnám. Vatnsmýrin var kölluð Gullmýri og lóðir þar um kring hækkuðu í verði. En svo lognaðist þetta út af, því að í mýrinni var ekkert gull. Það var Jón Þorláksson verk- fræðingur sem átti frumkvæðið að því að Gvendarbrunnar voru valdir sem vatnsból Revkvíkinga. „AÐ SETJA BÆINN Á HAUSINN", ÞEGAR BRUNNVATNIÐ KOSTAR EKKERT. Vatnsveitan frá Gvendarbrunn- um var dýr. Það var áætlað að hún mundi kosta undir V2 miljón króna. Og þegar jeg vildi samt sem áður ráðast í fyrirtækið þá man jeg það, að mönnum blöskr- aði og að einn merkur gamall maður stevtti hnefana framan í mig og spurði hvort jeg ætlaði að setja bæinn á hausinn! Mörgum var illa við vatnsskatt- inn. Þeir þóttust- áður hafa fengið vatn fyrir ekki neitt. Jeg ljet þá rannsaka hvað það kostaði að bera vatn í fötum úr brunnunum og komst að þeirri niðurstöðu að hver tunna vatns kostaði 16 aura, en ekki nema 2 aura úr vatns- veitunni Þetta sannfærði þá, sem ekki sóttu vatn sitt sjálfir. Varð AJþví fj'rst að undanþiggja bæjar- búa í úthverfunum frá vatns- skatti, en þegar vatnið var komið, þá heimtaði þetta sama fólk að það yrði leitt heim í hús sín. En svo var jeg orðinn óvinsæll vegna vatnsveitumálsins, að ekki þótti viðlit að jeg yrði í kjöri við næstu bæjarstjórnarkosningar. EGAR jeg átti*sæti í bæjar- ■* stjóm Reykjavíkur, fanst mjer oft skorta þar víðsýni og stórhug. Það var t. d. þegar bænum var boðið hálft Skildingane'sland fyrir 6000 krónur. Þá vildum við Tryggvi Gunnarsson, sem var á undan samtíð sinni þótt aldraður væri, kaupa landið, en við það var ekki komandi. Svo var það um Elliðaárkaup- in. Bæjarstjórn vilcli ekki kaupa )>ær, er þær buðust fyrir 16.000 króna. En seinna keypti hún þær, og þá af Englendingi, fyrir 50.000 króna. Kom það einmitt í minn lilut að semja við hann í London um kaupin, fyrir hönd bæjar- stjórnar. ÍSLENSKRI SJÓMANNA- STJETT SKÝTUR UPP ALT í EINU. u Reykjavík fyrir 90 árum. M ALDAMOTÍN hófst skútu- tímabilið fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og þá varð skjótt stór breyting á bæjarlífinu. Fram að þeim tíma hafði engin sjómannastjett værið hjer til. Þá var aðeins róið á opnum bátum á grynstu mið. En með skútunum spratt hjer alt í einu upp sjó- mannastjett. Það var engu líkara en að henni hefði skotið upp úr jörðinni. Yar það undravert að sjá þpnn dugnað sem þeir sýndu undir eins og þeir fengu betri sltip en áður. Og með þessu hóf- ust framfarirnar í Reykjavík og þær hafa haldið áfram síðan. Mönnum óx kjarkur og áræði. — Fólkinu fjölgaði í bænum. Árið 1910 gerði jeg línurit að fólks- fjölguninni, og komst að þeirri niðurstöðu að árið 1930 mundu verða hjer um 30.000 íbúa. Þá hlógu allir að vitleysunni i Guð- mundi Björnssyni, en reynslan sýndi seinna að jeg hafði farið mjög nærri rjettu lagi um fólks- fjölgunina. ÓÞRIFNAÐUR í BÆNUM. "P1 YRSTU starfsár mín hjer í bænum var óþrifnaður mikill og menn vildu ekki ráðast í að bæta þar úr. Á heitum sumardegi var loftið í bænum eins og í hland- for og mátti heita ólíft vegna upp gufunar úr göturæsunum. Mjer var það ljóst, að hjer ju-ði að koma holræsi, en það var e'lcki við það komandi. Menn höfðu meiri trú á göturæsunum. Og þá var gerð hin fræga Gullrenna í Austurstræti. Hún var djúp og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.