Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 1
JHKlorðiwmlblmðsÍMð 50. tölublað. Sunnudaginn 13. desember 1936. XI. árgangur. MÝVATNSSVEIT ‘3var|jjnær komin í auðn fyrir rúmum 200 árum. Eftir Arna Ola. Reykjahlíðarkirkja umgirt hrauni. STÓRKOSTLEG eldgos urðu í Mývatnssveit á árunum 1727 —1730. Var ekki annað sýnna um liríð, en að allur austurhluti sveit- arinnar myndi fara í auðn. Mynd- uðust þá hin miklu hraun austan við vatnið og norðan. Mestur var eldurinn í Leirhnúk, sem þá soðn- aði algerlega í sundur og í gíga- riið lijá honum. Er hún 7 kílómetr- ar á lengd, en hraunið, sem vall þar upp er 25 kílómetra langt og alt að 3% kílómetri á breidd. En flatarmál þess er 30—40 ferkíló- metrar. Giskar Þorvaldur Thor- oddsen á (í „Geschichte der is- lándischen Vulkane“) að hraun það sem ollið hefir upp úr gígun- um muni vera um 1000 miljónir teningsmetra. Hraunflóð þessi tóku af fjóra bæi norðaustan við Mývatn, prest- setrið Revkjahlíð, Gröf, sem talin var hesta og stærsta jörðin í sveit- inni, Stöng og Fagranes. Milli Reykjahlíðar og Gríinsstaða var áður mjög frjósamt slægjuland, með smátjörnum. Nú eru þar að- eins helluhraun, en annars er hraunið, sem brann á Jiessum ár- um, mest apalhraun. Engin merki sjást þess að mannabygð hafi nokkuru sinni verið þar sem þessir fjórir bæir stóðu. Þar er nú ekki annað að sjá eu þvkt liraun. En örnefnið Fagradaishólar minnir enn á hvar »á bær hefir staðið Reykjahlí? bvgðist aftur, hinar jarðirnar ekki. * Iágústmánuði 1727 byrjaði Leir- hnúkur að gjósa og rann hraun úr gígunum norður á við í stefnu á Þeistareyki, bræddi alt er fyrir varð með dunum og svælti. Eldgangurinn í hinum nýa Kröflugíg (Víti) æstist þá upp að nýu. Hinn 18. apríl 1728 gekk á öll- um ósköpum við Mývatn og voru margir eldar uppi í einu. Sterkir jarðskjálftar höfðu gengið alla nóttina, en um morguninn kl. 2 myndaðist nýr gígur á Leirhnúks- röðinni og annar kl. 3 og rann úr honum mikið hraunflóð niður und- ir bygð milli Dalfjalls og Hlíðar- fjalls og tók af alfaraveginn, sem áður hafði legið til landnorðurs; var frá bygð að sjá sem alt land- norðurhvel loftsins væri í éinum loga. Klukkan 6 um morguninn mynd- aðist nýr gígur í grasi vöxnu dal- verpi vestan við Dalfjait, sem hjet Hrossadalur, og vall þaóan ólgandi hraunstraumur. I sömu andránni gaus einn af gígunum í Bjarnar- flagi, og rann hraun þaðan lieim undir stekkinn í Reykjahlíð. Tveim dögum síðar nm kvöldið gaus Dalfjall við Revkjahlíðarsel og fossaði hraunið í breiðum straumi niður hlíðina. Við þessi gos breyttist mjög landslag austan við Mývatn. Vatn- ið þverraði á ný sums staðar, en gekk annars staðar á land yfir haga og hólma og leit út eins og alt ætlaði að umhverfast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.