Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAtfSINS 397 TiP hinstu Iwíldar i hafi úti. Sjómaður segir frá. veiðiaðferð, sem mönnum er sam- boðin“. Svo sýnir hann mjer skínandi fallegar myndir úr sænsku skóg- unum og af Jótlandslieiðum, þar sem hann hefir ferðast uin með boga og örvar. Yfirvöldin í Danmörku hafa lengi liaft horn í síðu Dreyers fyrir þessa veiðiaðferð. Því var haldið fram að skepnur, sem yrði fyrir bogaskoti, dæi kvalafullum dauðdaga. Dreyer fullvissar mig um það, að þetta hafi ekki við hin minstu rök að styðjast. Hann heldur því fram, að þegar boga- maður hæfi dýr, þá sje kraftur örvarinnar svo mikill að hún gangi á hol og skepnan deyi samstundis, en það sje ekki hægt að segja um þær skepnur, sem hæfðar sje með kúlu. * Innan skams ætlar Dreyer að gefa út stórt rit um sögu boglist- arinnar frá öndverðu. Þar heldur tiann því fram, að Engleudingar hafi lært af norrænum víkingum að smíða langboga sína. Þegar norrænir menn lögðu undir sig Normandie hafi þessir langbogar flust þangað og síðan til Eng- lands með Yilhjálmi bastarði, og að það hafi verið bogaskyttum lians að þakka að hann vann sigur í orustunni hjá Hastings. Þessi staðhæfing hans styrkist við það, að í Nydams Mose í Dan- mörku fanst langbogi og örvar, og telja fornfræðingar að sá forn- leifafundur sje frá 4. öld.-------- Það eru ekki ljón í Danmörku og getur Dreyer því ekki reynt skotfiini sína á þeim. En þar eru hirtir og rádýr, fuglar og hjerar. Og Dreyer blöskrar það ekki að skjóta fugl á flugi. Þessi veiðiað ferð er alls ekki ódýr, þótt menn ímyndi sjer það, því að langbogi, sem gerður er eftir öllum listar- innar reglum, kostar eins mikið og nýtísku riffill. Ella var aðeins 10 ára. Erænka hennar spurði: — Hvað ætlarðu að gera Ella litla þegar þú ert orðiu eins stór og bún mamma þín? — Megra mig. SNJÓHVITUR albatros lá á sjónum og svaf. Hann hafði stungið böfði undir væng, og vaggaðist á bárunum. En alt í einu vaknaði hann við boðann frá skipinu. Haun hrökk upp með and- fælum, glápti um stund á skipið, breiddi svo út hina stóru vængi og lióf sig til flugs. „Þarna liefir þá cnn ein sál losnað úr hafinu og stigið upp til himna“, mælti einn hásetanna og horfði á eftir fuglinum. Hann mintist gamallar hjátrúar sjó- manna, að þessir fuglar beri sálir druknaðra manna upp til himins. Það voru heldur dauflegir dag- ar um borð bjá oss. Einn af hásetunum lá fyrir dauðanum. t marga daga bafði hann legið með háan hita, þrátt fyrir það að skip- stjóri og stýrimaður reyndu að hjálpa honum eftir því, sem þeir höfðu best vit á. Sjúkliugurinn hafði verið flutt- ur í lítinn sjiikraklefa. Hann þjáð- ist mjög mikið. Skipstjóri átti jiá ráðstefnu með öðrum yfirmönnum, og árla morguns var sú skipun gefin að reyna að ná í lækni. Frá loftskeytastöðinni þaut svo kall- merkið „XXX“ livað eftir annað út í himingeiminn. Tólf mínútum seinna hafði náðst samband við stórt farþegaskip, sem var í mörg hundruð mílna fjarlægð. Því var sent skevti með sjúkdómslýsingu mannsins. Og 48 mínútum eftir að fvrsta kallið var sent. hafði skip- stjóri í höndum skevti með ráð- leggingum læknis. Það er eitt af stórmerkjum þessarar aldar, að sjómaðurinn, sem er úti í regin- hafi. mörg hundruð mílur frá landi, getur leitað lækuis í tífs- nauðsyn. En fyrir sjúkling okkar kom þetta ekki að gagni. Og hvorki einbeitni skipstjóra nje þögul von vor gátu lijálpað. Ef læknir hefði verið við mundi það máske hafa tekist, en næsti iæknir var inörg hundruð mílur í burtu. RJETT á eftir að hásetinn liafði verið að tala um alba- trosinn íog sálir framiiðinna sjó- manna, kom maður út úr sjúkra- klefanum og flýtti sjer aftur á. Um leið varð þögn — vonlaus þögn. Þíjð átti að stöðva manninn, en hann brá bara upp hendinni og þá vissu allir hvernig komið var. Þögulir horfðu sjómennirnir út á iiafið eins og þeim ofbvði hin endalausa vídd þess. — Maðurinn hafði farið inn til skipstjóra, en kom nú aftur og liljóp að skutfánanum. Hann dró fánann niður í hálfa stöng. Það var þá komið svo, sem enginn hafði dirfst að hugsa um. Hinir hvítfáðu veggir sjúkraklefans luktu nú eins og helgiskrín um jarðneskar leifar eins af fjelög- um vorum, sem hafði verið lifandi og talað rjett áðan. Nokkra stund unnu menn eins hljóðlátlega og þeir gátu. Ekki var talað nema hið allra nauðsynlegasta, svo að það var eius og gjálfrið í öldunum við kinnunginn æstist alt í einu. PAÐ hefir feikileg áhrif á mann þegar einbver deyr um borð. Það er alt öðru vísi beldur en jiegar einhver devr í landi. Mánuðum saman hafa menn verið samanþjappaðir í þröngum búsakynnum. Málrómur og lát- bragð allra verður brot úr manni sjálfum. Og falli einhver frá, þá er það eins og maður bafi mist brot úr sjálfum sjer. En það er okkert til að fylla í skarðið. Rúm liins látna í hásetaklefanum er autt [i,.ð sem eftir er Teiðarinnar og gnapir á móti hinum. Staður lians við vinnuna er auður. Það er skarð I lians vakt. Hvar sem er á skipinu verður maður var við skarðið, sem höggvið \Tar í hópinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.