Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1937, Blaðsíða 1
JHlorgtmHaifeim0 1. tölublað. Sunnudaginn 10. janúar 1937. XII. árgangur. í»afol^rpreut»«»i8J* k.f. UITRUERÐIR PEGAR mestir voru þjóðflutn- ingarnir til Bandaríkja, sigldu flest farþegaskipin milli Plymouth í Englandi og Boston í Ameríku. Á leið þeirra varð fyrst Eddystone-vitinn hjá Ermarsundi, en vestan hafs tók við vitinn á Minot-kletti í Narangasett-flóa, sunnan við Boston. En eina nótt var það, að Eddy- stone-vitinn hvarf í sæ í ofsaroki. Litlu síðar sætti Minot-vitinn sömu forlögum. Eftir tveggja daga storm hrundi hann og hvarf í hafið um nótt. Þar voru tveir vitaverðir, og lík annars þeirra rak á land eftir nokkra daga. Amerísku blöðin vildu ekki viður- kenna það, að smíðagallar hefði verið á vitanum; þau heldu því fram, að vitinn hefði verið sprengdur í loft upp með svikum. En verkfræðingarnir vissu betur, og þeir vildu alls ekki byggja ný- an vita á sama stað. Var því klett- urinn vitalaus, og árið eftir fórst á honum skipið „St. John“ með 159 mönnum. Fleiri skip fórust þarna seinna og komu þá fram háværar raddir um það, að þarna yrði að reisa nýan vita. Varð stjórnin seinast að láta undan. Vitabyggingin stóð yfir í fimm ár, og fórust margir menn, sem unnu við hana. Lífinu bjargað með stökki úr vitaturni. Ieinni af uppreisnum þeim, sem orðið hafa í Mexiko, var fje lagt til höfuðs ungum uppreisnar- Frásagnir um einmanalegt líf úti í hafróti. u. Firthur uon Riha. foringja. Til þess að bjarga lífinu rjeðist hann undir fölsku nafni sem vitavörður á klettaeynni San Juan. En þetta komst upp, og stjórnin sendi þangað iiðsforingja og flokk manna, og var þeim skip- að að koma með uppreisnarfor- ingjánn dauðan eða lifandi. Liðsforinginn var vinur upp- reisnarforingjans, og gaf honum þess vegna kost á því, að hann mætti fremja sjálfsmorð á þann hátt að stökkva úr efsta turni vit- ans niður í ólgandi brimöldurnar. Þetta gerði uppreisnurforinginn, að liðsforingjanum og mönnum hans ásjáandi. Heldu þeir þá heim aftur, og sögðu hann dauðan. Höfðu þeir ekki hugmynd um að þeir fóru þar með rangt mál, því að svo var stökkið ægilegt, að flestum hefði nægt til bana. En uppreisnarforinginn hafði æft sig í hástökki til sunds í Evrópu, og nú neytti hann þeirrar listar sinn- ar. Sakaði hann ekki þótt stökkið væri hátt, því að sjór var djúpur fyrir neðan. Kafaði hann nú und- ir brimrótið og komst að hömrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.