Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 1
bék ^lov^^nhlahsmB 2. tölublað. Sunnudaginn 17. janúar 1937. XII. árgangur. ú^fu.—rprmtwiflja h.f. Leyndardómar auðasveitarinnar. iiiíir Reg. Kavanagh í „Pear»onai Ma^aziae". Plestir eru þeirrar skoðunar, að jeg keppist við að gera alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að jeg týni lífinu. En það er eitthvað annað. Jeg skal segja hvernig málið horfir við. Jeg geri ekki annað en brjóta heilann um og gera ráðstafanir til þess, að jeg drepist ekki. Og svo er um okkur alla, sem erum í hinni svonefndu „dauða- sveit". Kvikmyndafjelag heimtar, að láta eld kvikna í flugvjel í háa lofti. En sá, sem í flugvjelinni er, á að bjargast á síðasta augna- bliki. Leikarar leggja ekki í þá lífshættu. Maðurinn, sem bjarg- ast á síðasta augnabliki, er jeg. Einhver hátíðanefná vill láta mann detta úr lófti og bjarga sjer með fallhlíf, þegar maðurinn er þvínær kominn til jarðar. Ein- hver af fjelögum mínum tekur þetta að sjer, eða jeg sjálfur. Annað kvikmyndafjelag vill láta tvær flugvjelar rekast á í loft inu. Fjelagið símar til okkar. Og eftir nokkrar klukkustundir er alt tilbúið fyrir myndatökuna. — En þetta er ekki hægt að gera, nema setja líf sitt í hættu, munuð þjer segja. Víst er um það. Við vorum sex, ít stofnuðum „dauðasveitina". En nú er jeg einn lifandi af þeim Og þó jeg hafi sem sagt gert alt sem í mínu valdi stendur, til þess að forðast slys, þá hefi jeg fót- brotnað 5 sinnum, handleggsbrotn að 8 sinnum, og rifbrotnað svo oft, að jeg man ekki sjálfur, hve oft það hefir komið fyrir. Tvisvar hefi jeg verið fluttur meðvitund- arlaus á spítala, eftir fall úr lofti, og meðan jeg skrifa þessar línur er alveg nýbúið að taka gibsum- búðir af vinstri handleggnum á mjer. Þegar jeg slasaðist mest, fót- brotnaði jeg á báðum fótum, hand leggsbrotnaði á báðum handleggj- um, og auk þess brotnuðu 3 rif. Þá lá jeg dag eftir dag meðvit- undarlaus á spítala, og hvorki læknar eða hjúkrunarkonur ætl- uðu mjer líf. En ennþá bala jeg, og er sannfærður um, að meira þurfi til, til þess að jeg drepist. Fáir vita, að árekstrar bíla og flugvjela eru orðnir heil vísinda- grein. Kvikmyndasmiður heimtar, að bíll fari þversum í veg fyrir ann- an, sem kemur á fleygiferð, er rekst á þann, sem fyrir er, og hvolfist. En ekki nóg með þetta. Það er heimtað, að bíllinn, £ „Jeg seig hægt ti'l jarðar". sem hvolfist, komi niður rjett fyrir framan ljósmyndavjelina og eitt hjólið, sem snýr upp í loft, haldi áfram að snúast með mikl- um hraða, eftir að bíllinn er kom inn í rúst, og á þessu hjóli á mest að bera að lokum á myndinni. Þetta hlutverk fjekk jeg ný-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.