Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 „Síðan hnipraði jeg mig í loftinu og þreif í fallhlífarlínuna“. inu, til þess að forðast það að verða fyrir flugvjelabrotunum. En þá rauk jeg út. Jeg kútveltist hvað eftir ann- að í loftinu, en sá þó, að brakið úr flugvjelinni fjell á undan mjer til jarðar. Síðan hnipraði jeg mig í loftinu og þreif í fallhlífar- línuna og seig hægt til jarðar. Fjelagi minn kom niður 200 metr um frá mjer. Jeg fjekk litla kúlu á höfuðið og smávegis skrámur fengum við báðir. Annað sakaði okkur ekki. Það er ekki altaf, sem „Dauða- sveitin“ sleppur svona vel. * Að láta flugvjel rekast á trje er jafnvel hættulegra en að láta flugvjelar rekast á í lofti. Þegar maður er kominn svo ná- lægt trjenu, að fullsjeð er, að á- reksturinn fer fram eins og til- ætlað er, þá er maður svo skamt frá jörð, að ómögulegt er að nota fallhlíf, fallhlífin fær ekki tíma til að þenja sig út. Því verður flugmaðurinn að sitja kyr í sæti sínu og bíða átekta, hvern- ig vjelin festist í limi trjesins. Mesta hættan er, að vjelin hvolf ist yfir mann. Þetta kom einu sinni fyrir mig. Jeg var í flug- vjel af gamalli gerð, sem jeg þekti ekki vel. Jeg slapp með fótbrot og nokkra brotna fingur. En myndin tókst ágætlega. Jeg hefi þegar langa starfs- sögu að baki við árekstra og loftköst, þó jeg sje ekki nema 29 ára. Bíla, flugvjelar, bifhjól og vjelbáta hefi jeg brotið fyrir yf- ir 100.000 sterlingspund og mölv- að í mjer flest bein. Síðustu 10 ár æfinnar hefi jeg legið tvö ár á sjúkrahúsum. — En hve nær hætti jeg þessu og tek upp ró- legra líf? Það er ákveðið. 35 ára gam- all — ef jeg lifi svo lengi. ----—------------— — Jú, þetta er maðurinn minn. Takið fyrir bílaksturinu úr hægra buxnavasa hans .Farið síðan með hann fram í baðherbergi og opn- ið fyrir steypibaðið, og skellið svo ekki hurðunum þegar þjer Ifarið út! Úr „Det menneske- lige Menneske“ eftir Frejlif Olsen. — Mjer myndi þykja takmarka laust vænt um börn, ef jeg væri viss um, að þau yrðu aldrei full- orðin. * Sumir hata vín, af því þeir fá timburmenn af þyí. Aðrir hata ekki vín, en þeir hata aðeins timburmennina. * Mörgu fólki finst því miður að það verða fátækara við að aðrir verða ríkari. * Sönn fátækt: — Jeg hata auð! — Veslingur; ertu svona fátæk- ur ? * Hringferð: — Mikið þykir mjer vænt um, að jeg skuli vera orðinn frískur. — Já, það var gott, að þú skyldir veikjast. — Var það gott? Hvað áttu við? — Jú, ef þú hefðir ekki orðið veikur, þá hefðir þú ekki getað glaðst yfir því að vera orðinn frískur. * — Dýpsta sorg í lífi vitringsins er það, þegar heimskinginn faðm- ar hann að sjer og segir: „Jeg er alveg sammála þjer“. * Líf sviska: Kærðu þig ekkert þó þú komir of snemma í gestaboð; en um fram alt sjáðu um, að þú farir ekki þaðan of seint. Stundum finst mjer —. Stundum finst mjer lífið ljett og bjart. Ljós og ylur tendra kærleiksskart. Þá er lundin Ijúf og unaðsfrjáls, lífsins bikar drukkinn er til hálfs. Svo vill altaf önnur koma tíð, aftur hverfur sólskinsstundin fríð. En það er máske eitt af lífsins auð að eiga tár og vonarblómin dauð. Valgerður Ólafsdóttir, Austurgötu 41, Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.