Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1937, Blaðsíða 8
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Hún er málari". Nína Tryggva. Haustið 1935 sigldi hjeðan ung stúlka til Kaupmannahafnar, Nína, dóttir Tryggva Guðmunds- sonar gjaldkera. Ætlaði hún sjer að stunda nám við Kunstakade- miet í Kaupmannahöfn. Áður hafði hún lært eitthvað í teikn- ingu hjá Tryggva Magnússyni, og síðan að mála hjá Jóhanni Briem og hjá Finni Jónssyni. Þótti hún þegar efnileg og mun hafa verið hvött til þess af kennurum sínum að halda áfram listnámi. Þegar til Kaupmannahafnar kom og hún sótti um inngöngu í listaháskólann, fekk hún þau svör, að hún yrði að búa sig und- ir það eitt ár. Þá sneri hún sjer til Júlíönu Sveinsdóttur málara og bað hana aðstoðar. Sýndi hún Júlíönu ýmsar myndir, sem hún hafði málað hjer — og brá Júlí- ana þá við og fór til listaháskól- ans með þessar myndir og sýndi einum prófessornum þær. Varð honum þá að orði: — Þessi stúlka þarf engan und- irbúningstíma. Hún er málari. Og síðan komst Nína Tryggva inn í listaháskólann. í haust var haldin nemenda- sýning í Charlottenborg (Antik- salen). Sýndu þar nemendur listaháskólans myndir, sem þeir höfðu málað í sumar, án hand- leiðslu kennara. Var sú sýning margbreytt, eins og gefur að skilja, en meðal hinna glæsileg- ustu listamannaefna gátu blöðin um Nínu Tryggva. Smcelki. Nýr leigjandi: Jeg vona að rúm- fötin sje hrein. Húsfreyja: Jeg skal bara láta yður vita það, að fyrri leigjandi fór altaf í bað einu sinni í viku. — Jeg hefi líftrygt mig í dag. — Altaf skaltu hugsa um sjálf- an þig! — Afsakið þjer, en jeg stóð á fætur fyrir konunni þarna, en ekki til þess að þjer skylduð taka sætið. — Kemur í sama stað. Þetta er konan mín. Myndastytta þessi er af Valde- mar Danakonungi (f. 14. jan. 1131 — d. 1182) og á hún að standa á torginu í Ringsted. Hún er eftir myndhöggvarann Jo- hannes Bjerg og sjest hann til hliðar hjer á myndinni. — Hvað eigum við að bíða lengi í þessum jarðgöngum? — Þangað til rigningin hættir. Lestarstjórinn fægði eimreiðina sína í morgun. * — Þú biður um smálán? Veistu ekki, að slíkt eyðileggur vinátt- una? — Jú, en við höfum aldrei ver- ið sjerlega góðir vinir. -------<m->-------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.