Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 6
LESBÓK, MORGUNBLAÐSINS I oo — ~ Framh. af bls.'19. ust Glímubók I. S. í., sem gefin var út 1916. Þá má nefna Sund- bók f. S. í. (I—II., 1920—1921), Heilsufræði handa íþróttamönnum eftir dr. med. K. Secher yfirlækni í þýðingu Guðm. Björnsonar (1925) og Knattspyrnukver (1936), er þýska knattspyrnusam- bandið hefir gefið út og leyfði 1. S. í. að láta þýða og lánaði öll mvndamót til útgáfunnar. íbróttablaðio. Sambandið hjelt út mánaðar- blaði um íþróttir í nokkur ár. Var frá upphafi allmikið tap á útgáfu blaðsins og var það af þeim sökum lagt niður. Blaðið hóf göngu sína 1925 og komu þá út 12 tölublöð. Árið 1926 lá það niðri að mestu leyti, var aðeins gefið út aukablað, er þó var miklu stærra en venjulegt tölublað. Síð- an kom blaðið út árin 1927 óg 1928. Það er ekki að efa, að sam- bandinu er bæði gagn og nauðsyn á að halda úti blaði, en halli á út- gáfu blaðsins var orðinn svo mik- ill, að stjórninni var nauðugur kostur að hætta útgáfunni. Fjárhagur. Otarfsemi íþróttasambandsins kostar talsvert fje, og hefir ríkissjóður lagt það fram að mestu leyti. Fyrsta starfsárið var ríkis- sjóðssyrkurinn 2500 kr., og var honum varið til þess að kosta flokk íþróttamanna til Stokk- hólms á Ólympíuleikana. Næstu árin var styrkurinn minni, komst lægst 1916 (400 kr.) og 1915 og 1919 (500 kr.). Síðan hækkaði styrkurinn nokkuð og síðustu ár- in hefir hann verið 6000 kr. (1930 —1932) og 5000 kr. (1933—1936). Fyrstu starfsár sambandsins var nokkur skattur á samhandsfjelög- unum, en hann innheimtist illa, enda var hann brátt numinn úr lögum. Árið 1924 var enn lagður skattur á fjelögin, 10 kr. á ári, og hefir hann flest árin numið 700—1000 kr. Nokkura sjóði á sambandið, og eru þessir stærstir: Sjóöur styrkt- arfjelaga f. S. f. (stofnaður 1916. nú kr. 7373.69), Utaníararsjóður í. S. í. (1922, nú kr. 2084.85) og 25 ára af- Slysasjóður íþróttamanna í Reykjavík (1922, nú kr. 2988.86). Hrein eign sambandsins var talin 31. maí 1936 kr. 8820.31. Ýmisleg(t. A liðnum aldarfjórðungi eru þau íþrótamál ekki fá, sem í. S. f. hefir látið til sín taka. Hjer er enginn vegur að geta þeirra allra, en verður drepið á nokkur þau helstu. Ólympíuleikar. Eins og áður var getið, sendi 1. S. 1. flokk manna til Stokkhólms 1912- Næstu Ólym- píuleikar voru háðir 1920 í Ant- werpen; þótti ekki fært að senda menn til þátttöku, með því að ís- lensk glíma fekkst ekki tekin á dagskrána og hefir ekki fengist síðan. En tveir íþróttamenn fóru á vegum sambandsins til Antwerp- en til þess að sjá og læra. Það var ekki fyr en í fyrrasumar, að hjeðan voru sendir keppendur á Ólympíuleikana, sem þá voru haldnir í Berlín, og er þess skamt að minnast. — íþróttanámskeið. í. S. f. gekkst fyrir íþróttanámskeiði veturinn 1924—1925 og aftur veturinn 1926—1927. Stóð hið fyrra í 5 mánuði, en hið síðara í 4 mánuði. Aðalkennari var Jón Þorsteinsson frá Hofstöðuiu. Fyrra hluta ársins 1930 voru haldin 2 námskeið, anú- að í febrúar—júní fyrir íþrótta- menn, hitt fyrir íþróttakennara, og stóð það í 6 vikur. Aðalkenn- ari var sænski íþróttakappinn E. Nilsson. Sami maður var aðalkenn- ari á námsskeiði, sem haldið var fyrra hluta árs 1936 og stóð í 5 mánuði. Alþingishátíðin. Sambandinu var falið að sjá um íþróttasýning- arnar á Alþingishátíðinm 1930; voru þær allfjölbreyttar og fóru vel fram og urðu sambandinu og íþróttamönnum til hins mesta sóma; hið sama má segja um kon- ungsglímurnar og íþróttasýning- arnar hjer fyrir konungsfjölskyld- una s.l. sumar. Læknisskoðun íþróttomanna er eitt af nauðsynjamálnm íþrótta- manna og áhugamálum sambands- ins. Haustið 1933 var byrjað á að skoða íþróttamenn í Reykjavík, og hefir því verið haldið áfram síðan. Það spillir mjög fyrir þessu máli og dregur úr gagnsemi þess, hve margir íþróttamenn eru tóm- látir og latir að koma til skoðun- ar. Skoðunina hefir Óskar Þórðar- son læknir framkvæmt, en bæjar- i stjórn Reykjavíkur veitt fje til ' þess að greiða kostnaðinn: 1934 kr. 2400, en 1935 og 1936 kr. 3000 hvort árið. Sundmál. Hin veglega sundhöll Reykvíkinga, sem nú tekur til starfa innan skamms, er reist af Reykjavíkurbæ með tiþstyrk rík- isins. Stjórn f. S. f. vakti það mál ; og hefir jafnan barist fyrir því af alefli. Meðal annars var 15 ára af- mæli sambandsins haldið hátíðlegt með því að efna til almenns fund- ar um sundhallarmálið, og annar fundur samskonar var haldinn ári síðar. Er enginn vafi á því, að íþrótasambandið á mikinn þátt í því, að þessi hugsjón er nú komin í framkvæmd. Sundskáli var reistur 1909 við Skerjafjörð, en hann gekk fljótt úr sjer og var rifinn. Sumarið 1925 gekkst stjórn í. S. f. fyrir því, að sundskáli var reistur i Or- firisey, og stóð hann þar í 10 ár. Var hann þá svo úr sjer genginn, að ekki var annað fyrir hendi en að rífa hann, enda hafði hafnar- stjórn löngu áður heimtað hann í burtu úr eynni. Sólbaðsskýli við sundlaugarnar í Revkjavík var fyrst sett að hvötum stjórnar f. S. í. (1926). Loks er þess að geta, að síðustu árin hefir f. S. í. haft for- göngu þess að Reykvíkingum verði skapað íþróttahverfi með fullkomnum leikvangi og sjóbað- stað við Skerjafjörð. Það mál er nú í höndum bæjarstjórnar Reykjavíkur, en allir íþvóttamenn hjer í bæ fylgja því með mestu athygli og bíða með óþreyju eftir viðunandi lausn á því. íþróttir í skólum. f. S. í. hefir lengi barist fyrir því, að fimleik- ar, sund og glímur verði skyldu- námsgreinar í öllum skólum. Því marki er að vísu ekki náð ennþá,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.