Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Síða 1
5. tölublað. JDtorgiutMaifeiiis Sunnudaginn 7. febrúar 1937. XII. árgangur. ií*folu»rprmtsmiðjn h.f. — endurminningar tónskáldsins --- Fyrsti söngur sem jeg minnist að jeg heyrði var jarðarfar- arsöngur. Það hefir kannske átt að vera fyrirboði þess, að jeg heyrði allmikinn jarðarfararsöng um æfina. •Teg var þá barn að aldri, hafði verið veikur, en var orðinn svo hress, að móðir mín bar mig í sæng út að glugga, til þess að jeg gæti heyrt sönginn. Það var gam- all maður, sem átti heima í koti rjett hjá okkur, sem verið var að jarða. Einn af söngmönnum þeim, sem sungu við húskveðjuna, bar svo af öðrum, að jeg gleymi honum aldrei. Hann var frændi minn, af Bergsætt, sem Guðni Jónsson hefir gert fræga með bók sinni. 1 þeirri ætt hafa verið margir forsöngvar- ar. Einn meðal þeirra er Páll ís- ólfsson. Næstu kynni mín af músík urðu þau, er vinnumaður einn kom á heimili okkar, er hafði meðferðis lítið harmoníum-kríli. Þetta varð síðar nafntogaður maður — Sig- urðar Eiríksson regluboði. Þetta hljóðfæri hafði þann á- gæta kost fyrir mig, að það vant- aði beinplötu á eina nótuna. Við þessa beinlausu nótu miðaði jeg, þegar jeg fikaði mig áfram í söngfræði Jónasar Helgasonar er jeg náði í um svipað leyti. Um kenslu var ekki að ræða. •Teg þreifaði mig áfram í „skól- í veislu þeirri er vinir og vel- unnarar Sigfúsar Einarssonar hjeldu honum á sunnudaginn var í tilefni af sextugsafmæli hans, hjelt hann ræðu, þar sem hann m. a. rifjaði upp nokkrar endurminningar frá fyrri dög- um, og eru þeir kaflar hjer færðir í letur ásamt niðurlags- orðum ræðunnar, þar sem hann beinir nokkrum hollráðum til ungra tónlistarmanna. Honum fórust orð á þessa leið: anum“ og spilaði bráðlega úr söngheftum Jónasar og kirkju- söngsbók hans. En seinna komu Staphs-heftin til sögunnar. Og þar kyntist jeg laga-bútum eftir meistarana, er höfðu svo mikil áhrif á mig, að jeg fór sjálfur að ,„komponera“. Þá var jeg 12 ára. Enginn var til þess að leiðbeina mjer. Svo þetta fjell brátt niður hjá mjer. En alt sem jeg á þeim árum krotaði niður, er vitanlega löngu týnt. En þessar barnalegu tilraunir mínar leiddu greinilega i ljós ákveðna hneigð mína. Svo komst jeg í söngfjelag á Eyrarbakka. .Jón Pálsson stjórnaði því. Hann var þá bú- settur á Stokksseyri, en fór oft á milli í misjöfnu veðri, til að vinna fyrir söngfjelagið. Við sungum í kirkjunni og í samkomuhúsinu á „Bakkanum“. Eitt sinn áttum við að syngja fyrir sýslunefndarmennina. Þá var það talið álíka mikið að vera sýslunefndarmaður, eins og það er talið að vera alþingismaður nú. Þá kom fyrir atvik, sem aldrei hefir síðar komið fyrir mig eða söngfólk mitt. Síra Eggert í Vogsósum var einn sýslunefndarmaðurinn. Hann var, eins og þið hafið heyrt, skrít- inn karl. Það var hann sem hafði kringlur fyrir almanak. Þann fyrsta hvers mánaðar dróg hann kringlur upp á band, jafnmargar og dagar voru á mánuðinum. Svo át hann eina kringlu á dag af hönkinni. Á því markaði hann hvað mánuðinum leið. Þegar við vorum að syngja þarna fyrir sýslunefndina stóð síra Eggert upp úr sæti sínu og gekk upp að palUnum þar sem söngflokkurinn stóð. Hann vjek sjer að einum söngmanninum og bar upp erindi við hann.. Söng- maðurinn stóð þar með opinn munninn í miðju lagi, og var því vant við látinn að svaia komu- manni. En síra Eggert beið hinn rólegasti meðan lagið var sungið, lauk síðan erindi sínu við mann- inn og gekk til sætis síns. aðir síra Eggerts hjet Sigfús. •Teg heiti eftir honum. Hann var snikkari á „Bakkanum" og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.