Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1937, Blaðsíða 2
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS "reindarkarl. Hann gekk altaí' með derhúfu. Húfan var einskon- ar „barometer“ á hann. Þegar honum sinnaðist, tók hann í derið og sneri húfunni. Þegar derið var komið aftur í hnakka var kominn ,,orkan“. Hann lá á líkböruuum þegar jeg fæddist. Jeg átt-i að lieita. Guð- mundur. En Sigfris vitjaði nafns. Móður mítia dreymdi, að hann kæmi til hennar og bæði hana að láta drenginn heita eftir sjer. Og svo var gert. Pegar jeg eftir fermingu kom í skóla kyntist jeg Stein- grími Johnsen. Hann var þá söng- kennari í Latínuskólanum. Hann stjórnaði söngfjelaginu „14. janú- ar“. Þegar jeg var kominn úr mút- um fór jeg í það fjelag. Þetta var eina söngfjelagið í bænum þá. Um aðrar söngskemtanir var hjer ekki að ræða, en þegar þetta fje- lag söng. Þá var Harpa Jónasar Helgasonar dauð. En ýmsir, sem verið höfðu í henni voru í þessu fjelagi. Af koncertum Jtessa fjelags er mjer minnistæðastur sá. þegar síra Geir heitinn Sæmundsson kom frá Höfn og aðstoðaði okkur, söng sóló með okkur. Fegurri rödd hafði jeg aldrei hevrt. Iþann tíð var það’siður að pilt- ar tónuðu við morgunbænir í Latínuskólanum. Þá seildumst við heldur til þess, að láta „bus- ana“ tóna, því það þótti heldur bót að því, ef þeir færu út af laginu. Einn af bekkjarbræðrum mínuin komst eitt sinn fram í miðja bæn. Þá hvítnaði hann upp, og lagði frá sjer blaðið. Steingrímur Matt- híasson var þá ,inspector scholae1. Hann tók blaðið og tónaði bænina til enda. Þegar jeg Var í skóla fór jeg altaf heim um jólin. Eitt sinn á þeim árum bað síra Olafur Helga- son mig að tóna skólabænina í kirkjunni á aðfgangadagskvöld til hátíðabrigðis. Jeg ljet tilleiðast, því jeg hafði mestu mætur á síra ólafi. En smeikur var jeg við þetta. Einn kunningi minn, sem komst að því, hvernig mjer var innanbrjósts, ráðlagði mjer það, að jeg skyldi telja mjer trú um, að allur söfn- uðurinn í kirkjunni væri eintóm- ar flugur. Jeg reyndi þetta. En það lukkaðist ekki sem best. Aldrei hefi jeg verið eins skelk- aður, eins og þegar jeg tónaði skólabænina í Eyrarbakkakirkju. Þegar jeg í fyrsta skifti átti að stjórna söngflokki erlendis var jeg að vísu „nervös“, en ekki svipað því eins. Það var söngflokkur ísl. stúdenta er söng í „Concertpalæet“ í Höfn og var þar margt stór- menni samankomið. AHafnarárum inínmn fór jeg altaf heim á sumrin. Þá efndum við til koncerta Brynjólf- ur Þorláksson og jeg. Samvinn- unnar við hanii minnist jeg altaf með ánægju, er var hin besta. Aldrei kom neinn kritur okkar í milli. Koncertarnir voru altaf í „Bárunni“ — nú K. R-húsi. Það var siður eftir samsöngv- ana að söngmenn gerðu sjer glaða stund. Eitt sumarið bjó jeg í tveim kompum í „Bárunni“ uppi. .Jeg liafði gengið til hvílu er mjer fanst tími til kominn, áður en hófinu var slitið. En er komið var frain undir morgun komu tveir fjelaga minna inn til mín. Það gildir einu hvað þeir hjetu. Við skulum kalla þá Valdimar og Jón. Þeir vöktu mig, og Valdimar spurði hvort jeg gæti ekki lánað Jóni höfuðfat, því hann fyndi ekki húfuna sína. Það hefði þótt í þá daga meira en lítið bogið við Jiaiin mann, sem sjest hefði berhöfðaður hjer á götunum. Jeg sagði sem var að jeg hefði ekki annað á höfuðið en það sem jeg notaði sjálfur, og sneri mjer til veggjar. Síðan hej’rði jeg eitthvað þrusk í herberginu og þegar þeir fóru út úr dyrunum var Valdimar eitt- hvað að tala um færeyska húfu. En dáginn eftir frjettist það, að þeir fjelagar hefðu komið nið- ur að Hótel ísland um það leyti sem opnað var þar, og var Jón þá með sokk á höfðinu. Það var „færeyska húfan“. Sokkinn sá jeg aldrei síðan. * í endalok ræðu sinr.ar mælti Sigfús Einarsson eftirfarandi orð til ungra tónlistarmanua: Ef ungur tónlistarmaður eða listamannsefni beiddi nug um að kenna sjer eitthvert heiiræði, sem jeg hefði lært af minm reynslu, þá myndi jeg segja við hann: Reyndu að læra sem allra mest, á meðan þú ert ungur, Gg ef mað- urinn væri efni í tónskáld, þá myndi jeg jafnvel leggja ennþá meiri áherslu á þetta. Komponist- ar værða að kunna sitt handverk, ekki síður en iðnaðarmennirnir. Fyrir nokkrum árum hittust þeir í samkvæmi, danska tónskáld ið Carl Nielsen og ungverskur komponisti, sem allmikið orð hefir farið af á síðustu árum, — við skulum kalla hann B. Þetta B. var að segja C. N. frá nýjasta tónverki sínu og bætti svo við: Jeg er bara hræddastur um að það sje ekki nógu mikið nýtískubragð að því. — Það var spekúlantinn, sem talaði, maðurinn, sem dansaði eftir pípum fjöldans og var að hugsa um, hvað söngdómararnir mundu skrifa um sig í blöðin. — C. N. sagðist hafa svarað því til, að sjer kæmi ekkert við, hvort músík væri nýtískuleg eða ekki — það eina sem sig varðaði um væri það, hvort hún væri góð eða ljeleg. Jeg held að það sje skynsamlegt að líta þannig á málið. Ef íslensk tónskáld á komandi tíð fá þá mentun, sem þau þurfa og komponera síðan hver á þann liátt, sem honum lætur best — ekki aðeins með heilanum heldur og líka með hjartanu og kæra sig kollótta um alla tísku og alt sem um þá kann að verða sagt, einnig í öðrum löndum — þá held jeg að íslensk tónlist eigi fyrir sjer góða framtíð. — Þá má jafn- vel gera sjer þær glæsilegu vonir, að meðal vorrar fámennu þjóðar, fæðist á sínum tíma maður, sem sýgur í sig kjarnann — það mik- ilvægasta og besta í verkum þeirra, sem á undan voru, — lyfti því upp í hærra veldi — full- komnar alt, stækkar alt. En íslendingar mega ekki vera óþolinmóðir. Það hefir tekið mil- jónaþjóðir langan tíma að skapa slíka menn og sumum hefir jafn- vel ekki hepnast það ennþá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.