Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 1
hék útBunblábmm^ 6. tölublaö. Sunnudaginn 14. febrúar 1937. XII. árgangur. rjetur mikli og hin rússneska þjóðarsál (Eftirfarandi kafli er tekinn úr hinni kunnu „Menningarsögu Friedells"). Einn ínerkasti viðburður þessa tímabils er það, þeirar Rússar gerast ])átttakendur í veraldar- sögunni, og er það verk eins niikilniennis. Alt frani til daga Pjeturs mikla var Kússland krist- ið austurlandaríki. Þegar þjóðin snerist til eingyðistrúar, var það að sögn bindindiskrafa Múham- eðstrúarmanna, sem gerði það að verkum, að múhameðstrúin beið lægra hlut fyrir kristindóm- inum. Eftir að Tyrkir höfðu unn- ið Miklagarð, færðist miðstöð grísk-rómversku kirkjunnar til Moskva, og Rxissar tóku við hin- um austur-rómverska kirkjuarfi. En þá þegar hafði Rússland fengið einkenni byzantiskrar menningar, þar sem yfirdrotnar- ar landsins voru skoðaðir með guðdómlegu valdi, hirðsiðir voru strangir og sjerkennilegir, eilífar óeirðir í sambandi við hirðina og sífeld stjórnarskifti, prestavald mikið og stórfengleg byggingar- list. Mongólar höfðu ráðið þar ríkj- um í 250 ár. Þeir höfðu alið upp í þjóðinni þann undirlægju- og þrældómsanda, sem einkent hefir sðgu heunar gegnum allar til- breytingar hennar alt fram á vora daga. Því jafnvel sovjet- stjórnin er ekki annað en vinstri- manna keisaraeinræði. Tilhneig- ingin til bolsivisma var undirbú- in frá ómunatíð í rússneskri bændastjett, þareð akurlendið hefir öld eftir öld verið sameign. Og tilbreytingarleysi hinnar nissnesku flatneskju er bæði tákn ræn fyrir hið afskiftalausa lang- lundargeð Rússa og ástæða til hinna kommúnistisku tilhneiginga þeirra. I lok 15. aldar byrja hinir miklu landvinningar þjóðarinnar. Árið 1480 tókst Ivan mikla að hrista af þjóðinni oki Tartaranna, og nálega tveim mannsöldrum síð ar vann fvan grimmi Kasan og Astrakan. Og á sömu öld byrja Rússar að leggja undir síg Sí- beríu. Um miðja 17. öld komast Rússar alla Jeið austur til Kyrra- hafs, og árið 1667 hverfur mest- ur hluti Ukraine frá Pólverjum undir valdasvið Rússa. Pjetur mikli gat þv'ngað þessa þjóð til þess að snúa sjer til vest- urs, sem virtist alveg útvalin til Pjetur mikli. Lenin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.