Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Page 1
1 gramm af radiiim — Fyrir 7 árum var námuleitar- maðurinn Gilbert La Bine á ferli við Stóra-Bjarnarvatn í Norður- Canada. Fjelaga sinn, sem fengið hafði snjóblindu, varð hann að skilja eftir í húskofa við vatnið. Sjálfur hjelt hann yfir ísinn til þess að rannsaka kletta nokkra. Hann rakst þar á sjerkennilegt bjarg. Það var úr dökkum steini, en alt í rauðum og gulum skell- um. „Þetta er ekki bik. Það er ó- mögulegt að þetta sje bik“, sagði hann. Fyrir nokkrum vikum komu ýmsir embættis- og háskólamenn í Canada saman í Port Hope, On- tario. En þar er unnið úr bikinu frá Stóra-Bjarnarvatni og stend- ur Gilbert La Bine fyrir vinsl- unni. Hinir lærðu menn settust að miðdegisverði og mintust með mörgum orðum vinslu fyrstu úns- unnar (28 g) af canadisku radí- um. Hvers menn vænta af „Ómögulega landinu". Þetta eru tvær myndir úr þeirri þróun, sem hefir brotið á bak aft- ur „einkarjett“ Belgisku Congo á radíumvinshinni. Og verðið á radíum hefir lækkað úr 12—14 þús. £ í um 5 þús. £ á gramm. Þetta afskekta og óbyggilega land, sem hlaut nafnið „Ómögu- lega land“, er þannig orðið námu- svæði, sem ekki verður metið til fjár. I samanburði við radíum eru gimsteinar og rúbínar verðlaust Vísindamenn þarfnast mjög aukins radíum við rannsóknir sínar og í baráttunni gegn sjúk- dómum. — Eftirfarandi grein segir frá námu- svæði í Norður-Canada, bar sem nýlega hefir fundist mikið af radíum. skran. Það er 100.000 sinnum verðmætara en gull. Samanlögð framleiðsla heimsins á radíum til þessa dags nemur aðeins 550—600 grömmum. Þaraf hefir meir en helmingur verið notaður til iðn- framleiðslu, einkum í stríðinu. Canada framleiðir nú um 2 grömm af radíum á mánuði, en í ráði er að auka framleiðsluna að miklum mun. í auðnum Stóra- Bjarnarlands bíður ef til vill lækningameðalið fyrir miljónir karla og kvenna, sem nú há von- lausa baráttu við sjúkdóma. Radíum er ómetanlegt við lækn- ingar, en ef til vill eru not þess nú aðeins smávaxin hjá því, sem verður í framtíðinni, þegar leynd- ardómar þess hafa verið rannsak- aðir til fullnustu. Gull- og silfuræðar á yfir borði jarðar. Jarðfræðingar telja þau lands- svæði Canada, sem liggja að heimskautsbaugnum, vera einna elstan hluta jarðskorpunnar. Og þarna eru fólgin í jörðu geysileg auðæfi, sem enn eru lítt rannsök- uð. Við Stóra-Bjarnarvatn eru menjar eftir stórkostlegt jarð- rask, sem átt hefir sjer stað fyrir um 100.000.000 árum. Fjöldi teg- unda af dýrmætum málmum hefir borist upp á yfirborðið, og víða má ganga á berum gull-, silfur- og kopar-æðunum. Árið 1930 var Stóra-Bjarnar- land, sem liggur 1500 mílum fyrir norðan nyrstu járnbraut, og raun- ar alt landsvæðið þar norður af, talið gersamlega þýðingarlaust sem málmvinsluland sakir flutn- ingsörðugleika. En flugvjelarnar hafa hjer valdið gjörbreytingu. Þær hafa gert kleifan flutninginn á óunnu radíum til „endimarka stálsins“ — járnbrautarstöðvar- innar í Waterways. Á sumrin eru notaðar flugvjel- ar, sem geta sest á vötnin, en á vetrum eru þær hafðar á skíðum. Talsvert af silfri er grafið þarna úr jörðu. Er því safnað saman til sumarsins og þá flutt burtu sjó- leiðis. Yngsta borgin. Þar sem La Bine gerði upp- götvun sína fást nú að jafnaði 100 manns við radíumvinslu með öllum nýjustu og fullkomnustu vjelum. Þeir búa þarna í snotrum jafngildir 3000 tonnum af kolum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.