Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 2
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og vönduðum timburhúsum, hafa samkomusal og bókasafn. Skamt í burtu er hin nýbygða borg Ca- meron Bay, miðdepill námusvæð- isins. Borgin er skipulega bygð, þar eru skólar, læknar, kirkjur, og örugt flugsamband við um- heiminn. Er borg þessi gjörólík „gullæðisborgum“ fyrri tíma, með öllum þeim drvkkjuskap, erjum og glæpum, sem þar þreifst. Sumrin eru heit, en stutt, og bæta tæplega upp hina löngu og dimmu vetrarmánuði. Um það bil í júlí leysir ísinn af vatninu til fullnustu og eftir miðjan ágúst má búast við frostum á ný. Öll matvæli eru aðflutt, nema fiskur. Stóra-Bjarnarvatn er fult af sil- ung. Ibúarnir fást að vísu við veið- ar á vetrum, t. d. rjúpu og hjera en það er meira til dægrastytt- ingar en gagns. Sumar-, vetrar og hatist gróður í senu. Sumai ið kemur mjög skyndi- ltga og er þá mjijg heitt. Ótelj- andi jurtategundir spretta upp á svipstundu, og ef menn sá í garða sína, geta þeir fengið sumar-, vetrar- og haustplöntur í senn. En sumrinu fvlgja ýmsar plágur, þannig að veturinii verður öllu bærilegri. Má þar m. a. nefna flugnavarg mikinn (moskítóa). Þetta kalda og gróðurlausa land er að ýmsu leyti sveipað dularhjúp. Franklin andaðist þarna norðurfrá, skamt frá Mac- kenzie-fljóti, og sagt er að andi hans sveimi vfir Stóra-Bjarnar- vatni. Og nálægt mynni Kopar- námufljóts eru fossar nokkrir, þar sem Indíánar áttu í grimmilegri orustu við Eskimóa. Vatnið í ánni er rauðlitað og setur þjóðsögnin það í samband við þessa atburði frá löngu liðnum tímum. Indíánar álíta, að radíum hafi sjerkenni- lega lvkt, og víst er um það, að ein náma hefir fundist, þar sem Indíánarnir töldu sig finna sömu lykt og í La Bine námunni. I viðgangi Stóra Bjarnarlands hefir „Námuráðuneyti bresku samveldislandanna" átt mikinn þátt. Vinsluaðferðirnar hafa ver- ið bættar mjög. Tími sá, sem fer í að framleiða radíum með 96—98 hreinleika, er þrír mánuðir í Port Hope, á inóti sex mánuðum ann- arsstaðar. Itrasta varfærni er nauðsynlegt skilyrði við vinsluna. Mjög fáir starfsmannanna hafa nokkru sinni sjeð hreint radíum. Franski vísindamaðurinn L. Prochon, sem nú starfar þarna norðurfrá, sá radíum í fyrsta og síðasta sinn, þá er hann fekst við rannsóknir með Mme. Curie. Hann segir sjálf ur svo frá, að það hafi valdið sjer ótta að horfa á radíumið og þessvegna hafi hann beðið Mme. Curie að einangra það skjótlega aftur. 1 gramm jafngildir 3000 tonnum af kolum. Það er erfitt að gefa nokkra hugmynd um orku radíums með tölum. Þó má benda á þá stað- reynd, að 1 gramm af radíum er jafnmikill orkugjafi og 3000 tonn af kolum. Radíumgeislar eru sterk ari en skæðustu fallbyssuskot. Þá má benda á það, að sjeu steinefni þau, sem radíum er unnið úr, bor- in á akra eða í garða, þá þrefalda þau uppskeruna. Að baki radíumvinslunnar ligg- ur langt og ákaflega erfitt vís- indalegt starf. Enda hefði án þess ekki verið hægt að hemja þetta hættulega efni, sem liggur hulið undir ís og snjó norður við heim- skautsbaug. Og þessu starfi er það að þakka, að læknar og rann- sóknarstofnanir geta haldið uppi baráttunni við krabbameinsóvætt- inn. Uppgötvun og vinsla radíums er einn af stórsigrum mannsand- ans. Hlutdeild í þessum sigri eiga efnafræðingarnir, sem rannsaka nothæfni radíums, vjel- og verk- fræðingarnir, sem gera vinsluna og flutninginn kleifan, jarðfræð- ingarnir, og svo námumennirnir, sem lifa og starfa lengst norður á hala veraldarinnar. Sólarlaust í sex vikur. Á sumrin eru næturnar bjart- ar í 2*4 mánuð, hjá námumönn- um, en á vetrum sjer ekki til sól- ar í sex vikur. En þó lifa þeir þægilegu og góðu lífi í þessu landi, sem fyrir fáum árum var talið gersamlega óbyggilegt. Akrafjall. Með brattar hlíðar berjadal, með blómalönd og hamrasal, þú gnæfir liátt í himinlind með hreinan fjallatind. Þar laugar geislum laut og hól hin logaskæra morgunsól. Og kristalsbjarmi kvöldsins skín á klettabeltin þín. Þú skýlir bygð og blómagrund, og bendir yfir fögur sund, þar skín í ljóma skær og hár þinn skjöldur fagurblár. Og klettaborgin hamraliörð með hafsins þjóðum stendur vörð. Og yfir landsins lágu tún Þú lyftir tignar brún. 1 tindum stolt og styrkur býr, og strönd þar skýlir faðmur hlýr. Hve brosir væn og blómafríð þín blíða sumarhlíð. Þar ljóðar fugl hin ljúfu, vor, þar liggja smaladrengsins spor, og vængir finna flugtök sín við fögru brjóstin þín. Er svellavötnin vetrar gljá um víða sveit í heiði blá, og fönnin klæðir fjallakinn. er fagur vangi þinn. ' Þá glitra djásnin demantshrein, um dal og lilíð og gljúfrastein. Og hvítum tind í tíbrá skín sú tigna myndin þín. Þín fagra mynd er mjer svo kær, í morgunsól við djúpin tær, er streymir lind um gljúfrageim með glöðum vatnahreim. Þar kveður lítill fagur foss, við fossinn gaf mjer heitan koss hin blíða sól í bernskudal og björtum hamradal. Þú hamrabygging há og fríð, þinn hjálmur snertir loftin víð. Þinn svipur eggjar sævarþjóð að sækja á brattans slóð. Á sterkri rót þú standa skalt um storð og tind, þó blási kalt, sem frelsisvörður fólki og bygð, með fjallsins öldnu trygð. Kjartan Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.