Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 SKRÁÐ HEFIR ÓLAFUR KETILSSON, NIÐURLAG. „Það skal ríða þjer að fullu“, svaraði Jón hörkulega. Svo tók hann í báðar axlir mannsins, lyfti honum frá jörð, Sagnir af Jóni sterka. Eins og sagt hefir verið hjer að framan, þá var Jón Daníelsson álitinn hinn mesti galdrakarl, af samtíðarmönnum sínum, en þessir galdrar Jóns voru áreiðanlega ekkert annað en hyggindi hans og vit, sem hann var gæddur fram yfir fjöldann, og oft var Jóns leitað er einhvern vanda bar að höndum, ekki þó sökum vitsmuna hans, eða hygginda, heldur vegna þess að hann gat leyst hinar þyngstu þrautir og vandráðnar gátur með sinni egyptsku speki, sem allir trúðu á. Skal að endingu sagt hjer frá nokkrum þeim þrautum, sem lagð- ar voru fyrir hann, og leitað til hans með, og sem Jón leysti, með hyggindum sínum og viti, en als engri galdrakunnáttu, þó svo væri litið á í þá þaga. Peninffaþjófnaðurinn í Stóru-Vosum. Eina vetrarvertíð þá er margt var í heimili hjá þeim Stóru- Voga-hjónum, har það við eina nótt að stolið var töluverðri pen- ingaupphæð frá einum af hásetum Jóns, sem líka hjet Jón. Strax um morguninn þegar maðurinn saknar peninganna, fer hann til Jóns Daníelssonar og segir honum frá stuldinum, og biður hann nú með kunnáttu sinna að komast eftir hver stolið hafi peningunum. Jón bað nafna sinn að vera ró- legan, því peningunum mundi verða skilað aftur næsta morgun. Skildu þeir svo talið, og leið fram til kvölds að Jón hafðist ekkert að með að komast eftir hver stolið hefði peningunum. En um kvöldið þegar komið var að sængurtíma kallar hann alt heimilisfólkið með tölu, unga og gamla, niður í stofu til sín. En þegar allir eru komnir niður í stofuna, sýnir Jón öllum hópnum snærisbúta, sem lágu á stofuborðinu, og sem allir voru nákvæmlega jafnlangir. Fekk Jón svo hverjum manni einn snæris- bútinn 'Og bað einn og sjerhvern að geyma hann vandlega til næsta morguns, og svo áttu allir að skila honum snærisbútunum niður í stofunni, eftir fótaferðartíma um morguninn. Þegar því var lokið að hver og einn hafði fengið sinn snærisspotta til geymslu yfir nótt- ina, segir Jón fremur við sjálfan sig, en við fólkið sem í stofunni var: „Við skulum sjá hvert spott- inn ekki lengist í nótt hjá þeim, sem var fingralangur á peningun- um hans nafna míns“. Næsta morgun þegar fólkið kom niður í stofuna að afhenda Jóni snæris- spottana, og Jón fór að mæla þá, reyndist spottinn hjá einum manninum lang sytstur (hann hafði skorið af honum). Þá sagði Jón við manninn: „Hvers vegna fórst þú að skera af þínum spotta, maður minn, þess þurftir þú ekki með ef þú varst saklaus, en það ert þú sem hefir tekið peningana, og skilaðu þeim tafarlaust“. Maðurinn var þarna kominn í þá gildru, sem hann ekki gat los- að sig úr. Hann meðgekk því samstundis stuldinn, og skilaði peningunum. En ekki minkaði trú- in á galdramáttinn hans Jóns gamla Daníelssonar við þetta mjög svo einfalda kænskuhragð, sem hverjum nútíðarmanni er auð- skilið. Jón rekur út djöfla. í Bjarmarkoti í Vogunum, sem var hjáleiga frá Stóru-Vogum, en er nú eyðibýli, varð maður einn snögglega hrjálaður, djöfulóður, sem þá var kallað. Jón var sam- stundis sóttur og beðinn um að reka djöfsa úr manninum, með kyngikrafti þeim, sem hann hefði yfir að ráða. Þegar Jón kom inn til mannsins, sem brjálaður var, hrópaði hann á móti Jóni: „Þarna kemur þú helv.... þitt Jón Daní- elsson, þú er sá eini maður, sem jeg hræðist á þessari jörð“. og hristi hann og skók, eins og ketlingur væri, þar til maðurinn fór að æpa og emja, og biðjast griða, þá fyrst slepti Jón mann- inum, um leið og hann sagði: „Nú hefi jeg sent djöful þann, sem í þjer var suður á Garðskaga að tína þar saman lambaspörð, og mun hann ei oftar ónáða þig“. Manninum hatnaði samstundis eftir að Jón slepti honum, og har aldrei neitt á honum eftir þetta. En sennilega hefir það ekki verið annað en þessi ofsa hræðsla, sem greip manninn, sem læknaði hann. Þó þetta væri þá eingöngu þakk- að galdrakunnáttu Jóns. Happasteinninn. Jón Daníelsson var einn með meiri afla mönnum, sem sögur fara af, og er sagt að honum hafi aldrei brugðist fiskur úr sjó, þeg- ar hann komst á flot, og sem meðal annars má marka af því, að hann flutti bláfátækur suður að Stóru-Vogum, þegar að hann byrjaði þar húskap, en gat eftir fárra ára veru þar keypt alla Stóru-Voga-torfuna, og auk þess eins og áður er sagt tvær jaktir, fyrir utan annan kostnað sem hann hafði bæði við húsabygg- ingar og fleira. En þessi mikli afli Jóns, og gróðasæld, var ekki einleikin og eðlileg aflabrögð. Nei, það var eitthvað bogið við þetta, sögðu samtíðarmenn hans, og nágrann- ar. Bölvaður karlinn hann hafði sem auðvitað seiðmagnaðan, eða göldrum hlaðinn happastein fal- inn í skipinu, sem seiddi að sjer fiskinn, svo að Jóni hrást aldrei afli á hvaða veiðarfæri, sem var. í Norðurkoti í Vogunum hjó þá maður, sem Friðrik hjet, dugnað- ar maður og sjósóknari, en svo FRAMH. Á BLS. 63.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.