Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 1
hék or§m)iMa$sÍDi5 9. tölublað. Sunnudaginn 7. mars 1937. XII. árgangur. FRAMHALD AF GREINUM SIGURÐAR BENEDIKTSSONAR. Fyrsta snapið. Mjer kom það harla kynlega fyrir sjónir hve hásetaruir gengu hægt að mat sínum við hádegis- verðinn, á þriðjudaginn, eftir fimm sólarhringa veiðar í Jökul- djúpinu. Sól skein í heiði, og knörinn klauf sig fram í gegnum silfur- skæran vatnsflötinn og hnykti í togið. Kojuvaktin neri stýrurnar úr augunum, með mestu nákvæmni, eins og ekkert lægi á, og áður en menn voru búnir að skifta á milli sín úr fyrsta kjötbollufatinu voru „svefnpurkurnar" glaðvaknaðar og farnar að leggja orð í belg í samræður fjelaga sinna, sem að vanda snerust um kvenfólk og stjórnmál. Reyndar hafði jeg oft heyrt ymprað á þessum málum, en jafn- an skiftust menn þá á stuttum og gagnorðum setningum og mið- uðu alt við að geta sagt sem mest á sem skemstum tíma. En í þetta skifti var eins og enginn þyrfti að flýta sjer — og matarins var neytt með yfirlagðri hóg- værð, eins og þeir einir geta leyft sjer, sem hafa skipulagt framtíð- ina sem einn allsherjar matar- tíma! Yfir makkarónumjólkinni spunn ust allsnarpar deilur um það, hvor þeirra Hitler eða Stalin hefði drepið fleiri menn, með eigin hendi. — En það var óútkljáð mál þegar ungur og skegglítill piltur greip fram í fyrir „ræðumanni" og staðhæfði, að aldrei hefði þó Hjeðinn mann vegið! Og var mál- inu þar með hrundið inn á þjóð- legar brautir. Bæði „kýraugu" matskálans voru opin og hvítir sólargeislarn- ir sprikluðu um borð og þiljur um aftur baukinn sinn í staðinn. Á meðan á þessu stóð var Jíkast því sem þrætupúkarnir styngi sjer fyrir borð. Og síðan höfðu menn orð á því, að þetta væri fyrsta snapið, sem þeir hefðu fengið í þessum túr — en snap þýðir vinnuhlje, af því, að ekkert sjerstakt sje fyrir hendi uns troll- ið verði innbyrt. En vart höfðu menn þetta mælt, þegar kallað var hátt og hvelt: Hífa! Það var skipstjórinn, sem kall- Með Gulltoppi á Jökuldjúpi. og ljeku við þreytuleg andlit og úfið og svitastorkið hár borð- gestanna, er sóttu mál sitt því fastar sem lengur leið. En þrátt fyrir þau reiðinnar skelfing, sem hver og einn var nauðbeygður til að segja — úr því, sem komið var — endastungust makkarónurnar með jöfnum hraða niðurfyrir bringspalir manna uns skeiðarnar glumdu við tóma diska og dreggjunum úr blikkfötunni var lokið. Þá tóku menn upp bauka sína og stútuðu sig svo hressilega, að augun f lutu í tárum! Ofeigur er eini maðurinn um borð, sem ekki á tóbaksbauk, en hann ber á sjer stórar dósir — íturvöxnustu tóbaksdósir, sem jeg hefi augum litið — enda fer hann drýgindalega um þær höndum! Hann rjettir Magnúsi dýrgripinn, en Magnús rjettir hon- aði fram í brúnni, og í einni svip- an þurstu menn út eins og kvikn- að væri í skipinu. Dauðaþögn einverunnar grúfði yfir tómum matarílátum í litla borðsalnum — og þar með var draumurinn bú- inn! Þetta var fyrsta snapið. Hvíld. Lúgarinn er heimkynni hvíldar- innar — en í hennar sölum er hvorki hátt til lofts nje vítt til veggja, enda er hvíldin líka stutt! í Mgarnum er ætlað rúm 24 mönnum, en á ísfiskveiðunum er rösklega annað hvort rúm óskip- að. Hjer eru öll helstu þægindi, vatn, hiti og ljós — svo er líka alt upptalið. Jú, það er ekki satt — það er hálmdýna í hverju rúmi, og nóg af björgunarbeltum. Björg unarbeltunum raða menn í kring- um sig í rúmunum til að varna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.