Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 í varplandi. Eftir stud. jur. Sigurð Bjarnason frá Vigur. hreiðrinu, braprðar hún hana ekki. Hún horast og verður eins og ó- snyrtilegri, en af öllu er auðsætt, að hún unir vel hag sínum við þessar aðstæður. Eggin þarfnast skjóls og yls og dúnninn fellur af henni til aðhlynningar þeim. — Blikinn situr við hlið konu sinn- ar og virðist taka lífinu ljett. Hann er heimaríkur og þolir eng- um öðrum blikum að koma nálægt konu sinni. Er stundum all-róstu- samt milli þessara afbrýðissömu eiginmanna. Blikinn er ótryggur eiginmað- ur, og þegar honum fer að leið- ast yfirsetan við hreiðrið, halda honum engin bönd frá sjónum og fjörunum, þar sem honum gefst kostur lostætra kræklinga og kú- fiska, en þessir skelfiskar eru uppáhaldsrjettir æðarfugls. Þegar nokkuð er liðið útungunartímans hverfur hann því til sjávar og kemur ekki aftur. Skiftir varp- landíð þá mjög um svip, því blik- inn er mjög litfagur og áberandi, og verður þá eyðilegt þar um að litast, því æðurin er sem næst samlit jörðu og gætir hennar því minna. Blikinn hefir nú alveg skil ið við konu sína þetta ár og þigg- ur hún engan styrk af honum við uppeldi unganna. Annars er hann kollunni stundum nokkur styrkur meðan hann dvelur hjá henni í varplandinu. Ver hann hana þá oft með mikilli hugprýði fyrir á- gangi óvina þeirra, t. d. krumma. En krummi er slægur og skortir ekki harðfvlgi þegar um girnileg og lostæt eggin undir bringu koll- unnar er að tefla. Hrafninn er einn hinn versti vargur í vjeum í varplandinu. Veldur hann þar oft miklum miska. Kemur hann í stórum flokkum og vofir yfir varpland- inu eins og dökt óveðursský. Ótti fuglsins við þennan vágest er Á hreiðrinu. mjög auðsær. Kollan eins og breið ir úr sjer yfir hreiður sitt, og blik inn þenur sig upp og skelfur af rjettlátri reiði. Þegar svo krummi kemur í návígi hefjast hin grimmustu áflog. Krummi vegur með nefi sínu og dregur oft kolluna af hreiðrinu, en á með an ráðast svo aðrir að baki henni og tæma hreiðrið. Tilganginum er þá náð. Blikinn hlýtur því jafnan að láta í minni pokann fyrir hinum illyrmislegu tiltekt- um krumma. En oft er það aumk- unarverð sýn, hve þau hjón, koll- an og blikinn, berast lítt af eftir strandhögg krumma á eggjum þeirra og heinlili. En það eru ýmsar fleiri hættur en krummi, sem vofa yfir heimilishamingju þessara merkilegu fugla. Oft hend ir það, að hríðar og hret gerir að vorlagi. Veldur það miklum usla í varplandinu. Nýorpinn og ung- ur fugl flýr unnvörpum hreiður sín, en gamli fuglinn kærir sig kollóttan um þessi víxlspor nátt- úrunnar og situr sem fastast hvað sem tautar. Skeflir þá yfir hann og gætir þá kollan eggja sinna í snjóhúsi, því að snjórinn, sem næstur henni liggur, bráðnar. Þannig fær hún oft varið egg sín skemdum, ef engin stygð kemur að henni. En hún þarf þrek og trygð við hreiður sitt til þess að þrauka, ef til vill marga daga og kalda, djúpt í fönnum og jafn- vel frosti. Má af þessu marka Æðarkolla við hreiður. þrautseigju þessa fugls í lífsbar- áttunni. Þegar að útungun er lokið og ungarnir orðnir ferðafærir, tek- ur kollan sig upp til sjóferðar með þá. Nú koma nýir erfiðleik- ar, sem sigrast verður á. Stund- um er leiðin löng til sjávar, um holótta og grafna hjalla, úfnar urðir eða stórgrýttar fjörur. En kollan sneiðir hyggilega hjá öll- um torfærum ef mögulegt er, og hún nýtur fulls næðis. Tekur þetta ferðalag með vanburða börn hennar oft langan tíma. Ótal króka verður að fara og oft verð- ur að sitja og bíða átekta, þegar ungarnir Jireytast. Er oft næstum undra vert hve vel þeim tekst að komast klakklaust yfir torfærurn- ar. Stundum hendir það þó, ef stygð kemur að henni, að hópur- inn tvístrast og hrynur niður um holur og gjótur. Oft bíður þá unganna kvalafullur dauðdagi í dimmum og djúpum holum. Á sjónum er mikið um dýrðir þegar þangað kemur. Ungarnir eru strax vel syndir og kunna líf- inu vel á sjónum, kollurnar hóp- ast saman með unga sína, og er nú vándi að greina, hvað hverri tilheyrir af ungunum. En þær virðast ekki skeyta mikið um það sjálfar. Stundum syndir ein á burtu frá hópnum með tíu til fimtán unga, en hefir í fyrstu ef FRAMH. Á NÆSTU SÍÐU.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.