Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 1
 10. tölublað, JWof^mjiM&B&íijss Sunnudaginn 14. mars 1937. XII. árgangur. ISLANDSVINUR - Á ANNARI STJÖRNU. Snillingurinn William Morris var eins og kunmigt er, einn hinn mesti Islandsvinur og hefir í á- gætu kvæði spáð mjög fagurlega um framtíð þjóðar vorrar, og raunar í nokkuð líkum anda og Eggert Olafsson. Morris spáir ekki um endurkomu Krists, held- ur Baldurs og kennir Baldur sjer- staklega við ísland. Á Ragna- rök, Loka og Heljarsinna minnist hið ágæta skáld ekki í kvæði þessu, en þó hafa ýms þau tíðindi orðið, sem helst verður að telja úr þeirri áttinni, og nijög erfiðar tálmanir hafa verið í vegi fyrir þeim öflum, sem að því vinna, að hinni löngu þrautasögu lífsins verði lokið, og lánist að breyta um til hinnar rjettu stefnu, til hins sanna lífs, á þessum hnetti. sem vjer nefnum jörð. Ekkert sýn- ir betur hvílíkur snillingur Willi- am Morris var, en það, að hann skyldi verða til þess að spá því, að upphaf þessarar stefnubreyt- ingar mundi verða hjer á Islandi, þar sem svo erfitt hefir verið að lifa, að nærri lá að úrval hins nor- ræna kyns sligaðist. Nægir til þess að sýna þetta, að minna á, að um aldamótin 1800 voru íslendingar mun færri cn öll líkindi eru til að þeir hafi verið 800 árum áður; en á sama tíma mun í Noregi, fólksfjöldinn hafa þrefaldast eða nálægt því. Á Englandi hefir í- búatalan hjerumbil nífaldast síð- ustu 300—350 árin; en íslending- um stórfækkaði frá 1600—1800. Oss má því mikið um finnast, þeg- ar annar eins andagiftarmaður og William Morris spáir mjög fagvu-- lega um framtíð svo þjakaðrar þjóðar. Og þegar jeg sá þess get- ið, að Morris hefði látið til sín heyra eftir að hann var orðinn íbxii annarar stjörnu, varð mjer skiljanlega mikill lnigur á að vita. hvað haft væri eftir snill- sem ekki sje eitthvað úr- lagi fært, og er slíkt óumflýjanlegt, meðan rjettar undirstöðuhug- myndir um framhald lífsins, vantar hjernamegin. Og ekki þarf það að efa, að það er ekki Morris að kenna', að Islands er í bók þess- ari, sem frá honum á að vera runnin, að engu getið. En þrátt fyrir þessa galla, er í bókinni ýmislegt, sem telja verður mjög Eftir dr. Helga Pjeturss, ingnum í öðru lífi, og þá sjer- staklega hvorf hann hefði nokkuð á Island minst og þá ótrúlegu og undarlegu örðugleika, sem hjer hafa til tálmunar orðið og að miklu leyti má setja í samband við það sem í hinni nýju lífafl- fræði (Biodynamik) er nefnt Complicatio paratropica. II. Bókin, sem um ræðir heitir: From Heavenly Spheres, by Willi- am Morris, through Mary Hug- hes: Frá himneskum sviðum, eft- ir W; M., gegmim M. H. Leist mjer að vísu ekki allskostar vel á heiti bókarinnar, en þó tel jeg vafalítið, að um samband við hinn framliðna William Morris sje að ræða, þó að honum hafi auðsjáanlega ekki tekist að koma fram nema litlu af því, sem hann vildi sagt hafa, og varla nokkru fróðlegt! og nú skal nokkuð af sagt. III. Morris kveðst eiga heima í víð- lendu fjallahjeraði og er undur- samlegur garður við hið fagra hús haíis. Sjer þaðan ekki annað en fjöll og dali, en litfegurðiu er svo frábær, að hann kveður erfitt að koma orðum að. Af blómunum hjerna leggur eins og nokkurs- konar sólarbirtu, segir hann, og krónublöðin teygja sig upp þegar vjer göngum hjá. Ber Morris sam- an við Swedenborg og ýmsa aðra, höf. um hina stórum meiri fegurð jurtagróðursins n framlífsjörðun- um - þar sem vel er - og hina f urðu legu samúð jurta og manna. Og er fróðleikur þessi ekki síður eftirtektarverður vegna þess, að sú, sem ritar bókina eftir inn- blæstri frá William Morris — að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.