Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 4
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Roald Amundsen Um þetta leyti fyrir 25 árum bárust fyrstu frjettirnar út um heiminn um það, að Roald Amundsen og: fjelasar hans, hefðu komist á suður- heimsskaut, fyrstir allra manna. Þessi frækilega för varpaði frægðarljóma á nafn Roalds Amund- sen og þjóðarinnar, sem ól hann, Norðmenn. Eftirfarandi kafli er tekinn úr bók Amund- sens: „Sydpolen“. — Annar kafli birtist í næstu Lesbók. Það var eins og helgidagskvöld í tjaldinu þetta kvöld. Eitthvað mikið var framundan, það fund- um við allir. Flaggið okkar höfð- um við tekið fram og bundið við tvo sömu skíðastafiua og síðast. Síðan var það vafið upp og tilbúið til notkunar. Jeg vaknaði hvað eftir annað um nóttina og hafði sömu tilfinninguna og þegar jeg var lítill, á Þorláksmessunni — kvöldið fyrir aðfangadag — þessa eftirvæntingarfullu tilhlökkun. Annars held jeg að við höfum sof- ið eins vel þessa nótt eins og hinar næturnar. Morguninn þann 15. var veðrið eins gott og frekast verður á kos- ið, alveg eins og það hefðið verið ætlað komu okkar til heimskauts- ins. Jeg er ekki viss um það, en jeg held samt að við höfum verið heldur fljótari að hakka í okkur morgunmatinn þennan dag en dagana á undan, og jeg held líka að við höfum verið fljótari að snarast út úr tjaldinu, þótt jeg viðurkenni fúslega að það var aldrei neinn sleifar bragur á fóta- ferð okkar. Yið skipuðum okkur eins og venjulega: Forgöngumað- urinn, Hanssen, Wisting, Bjaaland og hinn forgöngumaðurinn. Um hádegisbil vorum við komnir á 89.53 sbr. eftir útreikningi og bjuggum okkur nú undir að taka seinasta áfangann í einum spretti. Klukkan 10 árdegis hafði komið upp ljettur andvari af suðaustri. en það var nóg til þess að himin- inn skvjaðist svo að við náðum ekki neinni hádegishæð. En ský- lagið var ekki þykt og annað slag- ið mátti grilla sólina í gegn. Færð- in var dálítið breytileg þennan dag, annað slagið var gott skíða- færi, en þess á milli alveg afleitt. En alt helt áfram þenna dag, eins og aðra daga á þennan venjulega vjelræna hátt. Það var ekki spjall- að mikið en augun voru þess meira notuð. Hálsinn á Hanssen var orð- inn helmingi lengri heldur en dag- inn áður, því að hann togaði hann og teygði eins og hann mögulega gat til þess að geta grilt nokkrum inillímetrum lengra. Jeg hafði nú beðið hann áður en við fórum af stað að skygnast almennilega um og hann gerði það líka ósvikið, en hvernig sem hann starði og einblíndi kom hann þó aldrei auga á annað heldur en hina óend- anlegu eyðimörk framundan. Rakkarnir voru hættir að gjamma og leit helst út fyrir að þeir væru hættir að skifta sjer nokkuð af nánustu hjeruðunum kringum jarðarmöndulinn. Klukkan þrjú eftir hádegi glumdi alt í einu ,,stansið“, frá öllum ökumönnunum, þeir höfðu athugað hraðamæla sína og nú vorum við allir komnir í þessa út- reiknuðu fjarlægð — á heimskaut- ið, eftir okkar „Bestik“. Takmark- inu var náð, ferðin á enda. Jeg get ekki sagt — þó jeg viti að það hefði haft miklu meiri áhrif — að jeg hafi staðið hjer við lokatakmark æfi minnar. Það væri opinber og augsýnileg ósannindi. Jeg vil heldur vera einlægur og lýsa því yfir hreinlega, að jeg held aldrei að nokkur maður hafi staðið á stað sem var jafn ger- samlega gagnstæður takmarki óska hans, eins og jeg við þetta tæki- færi. Hjeruðin í kringum Norður- heimskautið, við skulum láta þau eiga sig, en Norðurheimskautið sjálft hafði frá blautu barnsbeini kallað mig, og svo er jeg alt í einu kominn á Suðurheimskautið! Er hægt að hugsa sjer nokkuð öf- ugra? Okkur taldist nú að við værum á heimskautinu, auðvitað vissum við allir að við vorum ekki alveg á heimskautspunktinum. Það var óhugsandi að svo gæti verið með þeim verkfærum sem við höfðum til athugunar og þeim tíina sem við höfðum til notkunar. En við vorum svo nærri heimskautinu að hinir fáu kílómetrar sem að lík- lega voru milli okkar og þess, gátu ekki haft neina verulega þýðingu. Ætlun okkar var að gera hring með 18km. radius í kringum þennan stað og láta þar við sitja. Eftir að við höfðum gert það, komum við saman og óskuðum hverir öðrum til hamingju. Við höfðum fullkomna ástæðu til þess að bera virðingu fyrir afrekum hvers einstaks manns úr hópnum. Og jeg held að það hafi verið einmitt þetta sem við ljetum í ljós og fundum þegar við tókumst í hendur. Eftir þetta fyrsta verk snerum við okkur að því næsta, hátíðlegasta verkinu á allri ferð- inni, og það var að koma flagginu okkar fyrir. Það var föðurlands- ást og metnaður sem skein út úr augum allra þeirra fimm manna sem horfðu á flaggið um leið og það breiddi sig út í andvaranum yfir Suðurheimskautinu. Sjálfan verknaðinn — að reisa flaggið — þennan sögulega við- burð hafði jeg ákveðið að við yrð- um allir viðstaddir, það átti ekki að falla neinum einstökum í skaut að gera það. Allir þeir, sem hætt höfðu lífi sínu í þessari baráttu og staðið saman hvað sem á dundi, höfðu til þess jafnan rjett. Á þennan hátt einan gat jeg sýnt fjelögum mínum þakklæti mitt á þessum einmana og eyðilega stað. Jeg fann að þeir skildu hvað jeg átti við og tóku því í þeim anda, sem til var ætlast. Fimm veður- bitnar og frostbólgnar hendur gripu stöngina, lyftu hinum blakt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.