Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 6
78 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS óvœnt boð. Það var Wisting, sem bauð að láta mig hafa tóbak það sem eftir vœri ferðarinnar. Hann átti einhversstaðar í skjóðu sinni nokkrar plötur af tóbaki, sem hann vildi endilega að jeg reykti. (íetur eiginlega nokkur ímyndað sjer hvað þessháttar tilboð táknar ú slíkum stað, og sjerstaklega þeg- ar í hlut á maður, sem „ekki þyk- ist allvel mettur utan fylgi tó- baksrjettur". Þeir verða líklega ekki margir, sem skilja þetta til fullnustu. Jeg komst allur á loft og þakkaði Wisting vináttu hans, og alla leiðina heim gat jeg fengið mjer eina pípu af indælis ný- skornu plötutóbaki á hverju eiu- asta kvöldi. Ja, það lá við að Wisting gerði mig að hálfgerðum keipakrakka með þessu eftirlæti sínu. Hann gaf mjer ekki ein- göngu tóbak, hann skar líka tó- bakið fyrir mig á hverju kvöldi og það leið ekki á löngu áður en jeg fjell fyrir þeirri freistingu að fara líka að fá mjer pípu á morgn- ana. Við ljetum samt ekki rabbið fara með okkur alveg í gönur. Við höfðum ekki náð neinni hádegis- hæð og þess vegna urðum við að reyna að ná hæðinni um miðnætti. Nú hafði birt til aftur svo það leit út fyrir að það yrði allgott að ná sólarhæðinni um miðnættið. Við skreiddumst þess vegna niður í svefnpokana aftur til þess að að fá ofurlítinn blund þessar fáu stundir, sem eftir voru. Við vorum snemma á ferð, kl. rúml. 11, til þess að reyna „að taka sólina“. Veðrið var ágætt og allar aðstæð- ur hagstæðar. Við vorum þarna allir fjórir skipstjóralærðu menn- irnir á flakki og athuguðum gang sólarinnar. Þetta var þolinmæðis- starf vegna þess að hæð sólarinn- ar var mjög lítil, en árangurinn varð mjög athyglisverður vegna þess að hann sýndi hve lítið er að byggja á einni einstakri athug- un á þessum slóðum. Klukkan 12 1. febrúar gengum við frá verk- færum okkar, ánægðir yfir starfi okkar og fullvissir um það, að það hafði verið miðnæturhæðin, sem við hefðum náð. Útreikning- arnir, sem gerðir voru rjett á eft- ir, sýndu að við vorum á 89° 56' suðl. br. Við vorum allir ánægðir með þennan árangur. Sú ákvörð- un var nú tekin að fara hring með ca. 20 km. radius um þennan tjaldstað. Þegar jeg tala hjer um hring á jeg auðvitað ekki við að við ættum að ganga í sirkil með þessum radíus, slíkt ferðalag hefði tekið marga daga, svo það gat auðvitað ekki komið til mála. „Girðingin“ var gerð á þann hátt, að þrír menn fóru á stað í þrjár stefnur, tveir þvert yfir þá stefnu, sem við höfðum hingað til haldið, og einn í áframhaldi stefnunnar. Til þessarar farar hafði jeg ákveð- ið Wistling, Hassel og Bjaaland. Eftir að athugunum okkar var lokið settum við ketilinn yfir til að fá okkur ofurlítinn dropa af súkkulaði. Ánægjan yfir að vera þarna úti, mjög ljett klæddir, hafði ekki beinlínis yljað okkur. Þar sem við sátum og belgdum í okur sjóðheitt súkkulaðið, segir Bjaaland upp íxr eins manns hljóði: „Ja, best þætti mjer að byrja á þessari „girðingu" undir eins, við getum altaf sofið út þeg- ar við komum aftur“. Hassel og Wisting voru báðir alveg á sömu skoðun, og nú var ákveðið að þeir skyldu halda á stað tafarlaust. Þetta er eitt dæmið enn um þann ódrepandi áhuga, sem ríkti í þess- um litla fjelagsskap okkar. Við vorum ekki nema rjett sestir nið- ur eftir dagsverk okkar — 30 kílómetra göngu — fyr en þeir báðu leyfis að mega leggja á sig aðra 40 kílómetra. Það var eins og þessir piltar gætu aldrei þreytst. Við breyttum nú þessari skyndi- máltíð okkar í dálítinn morgun- verð, það er að segja hver maður át af sínum brauðskamti það sem hann vildi og svo fóru þeir að biiast til ferðar. Fyrst voru saum- aðir þrír dálitlir pokar úr vind- heldu efni. 1 hvern af þessum posum var lögð skýrsla um það hvar tjaldstaður okkar væri. Auk þess fór hver um sig með stórt ferhyrnt flagg úr dökkbrúnu vindheldu efni, sem sjást myndi vel úr fjarlægð. Sem flaggstengur notuðum við sleðameiða, sem voru bæði háir — 12 fet — og sterkir og sem við hlutum hvort sem var að skilja eftir hjer, til þess að ljetta sem mest ferðina til baka. Þetta var nú farangurinn og auk þess 30 kexkökur, sem pilt- arnir fengu sem þriggja daga aukaskamt. Þetta ferðalag var ekki með öllu hættulaust og er ekki aðeins þeim til héiðurs, sein rjeðust í það algerlega möglunar- laust, heldur hreint og beint sótt- ust eftir því af miklum ákafa. Við skulum augnablik athuga á- hættuna, sem þeir lögðu í. Það má ógnarlega vel líkja tjaldinu okkar á þessari endalausu auðn þar sem hvergi var neitt að átta sig á, við saumnálina í heystálinu. Hjeðan áttu þá þessir piltar að fara 20 kílómetra. Það væri ágætt að hafa með sjer áttavita á slíku ferðalagi, en sleða-áttavitarnir okkar voru of stórir og ótryggir til þess að bera þá. Þeir urðu því að fara áttavitalausir. Raunar höfðu þeir sólina til að fara eftir þegar þeir lögðu af stað, en hver gat sagt hve lengi það hjeldist. Það var bjartviðri núna, en hver vissi hvenær það breyttist. En ef það ætti nú að koma fyrir, að sólin feldi sig, þá gat auðvitað þeirra eigin slóð orðið þeim nokk- ur stoð. En að treysta sporum á þessum slóðum er hættulegt. Þeg- ar minst vonum varir er öll auðn- in í einu rjúkandi kófi og alt, sem spor kallast er eins fljótt að hverfa eins og að verða til. Við höfðum reynt það svo oft að ekk- ert slíkt var óhugsandi. Það er þess vegna engum blöðum um það að fletta, að þegar þessir þrír piltar lögðu af stað klukkan 2% frá tjaldinu, þá tefldu þeir allir lífi sínu í voða. Og þeir vissu þetta alt svo ógnarvel. En enginn skyldi ætla, að þeir hefðu kvatt okkur hátíðlega. Nei, þeir hurfu allir þrír, hver í sína áttina, hlæj- andi og kátir! Ýkjur í daglegu tali. — Húsið steinsvaf þegar við komum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.