Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 Gulltoppur á ísfisk- veiðum. Trollvírarn- ir liggja aftur af skipinu. S. B. með Gulltoppi á Jökuldjúpi: Full varpan af fiski er dregin að skipinu. Skipstjórinn er fram á pokanum. FERÐALOK. Störf og þreyta. Það er áreiðanlegt, að flestu fólki er þvert um geð að vinna — þess vegna veitist mörgum svo erf- itt að lifa. Letin er talin rót alls ills — og það er víst, að letin á sín sterku ítök í hverri einustu manneskju. Stundum er letin kölluð þreyta og þreytan leti — því í fæstum til- fellum má nefna hlutina réttu nafni! Ef jeg væri nú spurður, hvar jeg hefði sjetS duglegasta menn vinna, þá mundi jeg hiklaust telja fyrst Bensa gamla, grjótbrjót, á Skóla- vörðuholtinu, og næst hásetana á Gulltoppi. * Nii er mjer vafalaust borið það á brýn, að þetta segi jeg bara til að slá samvistarmönnum mínum gull- hamra, og með því sje jeg að þakka þeim fyrir lipurðina og þægilegheitin. En þetta er röng getsök. Þetta er sannfæring mín, og jeg vík ekki frá henni. Aldrei hefi jeg sjeð betur unnið — en jeg hefi heldur aldrei fyr sjeð unnið á sjó. Og jeg býst ekki við, að háset- arnir á Gulltoppi sjeu hvorki betri nje verri en gengur og gerist á ís- lenskum togurum. Ef jeg áliti það, mundi jeg gera öðrum rangt til. Iðulega er talað um það í ræðu og riti, að íslenskir sjómenn beri af sjómönnum annara þjóða, eins og gull af eiri. Jeg hefi leitað álits margra manna, sem skyn bera á þessi mál, og þeir hafa sagt: — Jú, þetta er rjett. íslenskir sjómenn skara fram úr — og það er vegna þess, að erlendis velst í siglinga- og sjómannastjettina „upp og ofan“ menn, og stundum heldur af lakari endanum. En hjer komast þeir einir á skip, sem eru úrvals- menn til vinnu. Það gerir atvinnu- þröngin og vinnuframboðið. — I þessu liggur það, að íslenska sjó- mannastjettin er betur mönnuð en annarstaðar — enda er hún stjett stjettanna í okkar íslenska ])jóðfjelagi. A togurum er það vel athyglis- vert, hve hásetarnir hafa náð mikilli leikni í starfinu og hve vinnuafköst þeirra eru mikil, sam- anborið við vinnuafrek í landi. En er þá vinnugleði þessara at- orkusömu manna mikil að sama skapi? vildi einhver spyrja, og jeg mundi svara því neitandi — vegna þess að Jóhannes á Grundarhóþ er fortakslaust eini maður, sem jeg hefi sjeð njóta þess að vinna slituppgef inn! Vinnutíminn er of langui; og starfið látlaus endurtekning. Þetta hvorutveggja þreytir mennina fljótt — þó þeir kunni sjómenskunni vel fyrst í stað. Og af því það er vitað, að unga menn fýsir að kynn- ast og reyna sjómenskuna, þá á að opna þessum mönnum leið til togaranna og greiða götu hinna eldri og þreyttu sjómanna í landi — því jafnan eru það þeir, sem hafa fyrir þyngra heimili að sjá. Togaravinnan er erfið, og ein- mitt þess vegna er hún hraustum æskumönnum nauðsynleg til þess að stæla viljann og auka þrekið. Vinnu agi er ungum mönnum hollur, og ef um menntandi vinnuaga er nokk- ursstaðar að ræða í okkar losara- lega atvinnulífi, þá væri það helst á togurum. Og jeg er sannfærður um, að níu mánuðir á togara geri menn að nýtari borgara, heldur en þó þejr væru jafnlangan tíma í herþjón- ustu eða á vinnuhæli. Heim í höfn. Gulltoppur hafði verið á þorsk- veiðum í Kollál. Þetta kvöld, eins og öll önnur kvöld, kom Hannes stýrimaður upp í brúna og leysti Halldór skipstjóra frá vinnu á tilskildum tíma. Jeg var vanur að fylgja Halldóri í háttinn, það er að segja, sitja nið- ur í klefa hans meðan hanu var að þvo sjer og hátta. Þá ræddum við vanalega um sjómensku og bæk- ur. En áður en jeg bauð — góða nótt — var jeg vanur að spyrja, hvenær við myndum halda heim. Og svarið var altaf eitthvað á þessa leið: Við höfum nóe kol fvrst um sinn, kallinn minn. Framhald á hls, 95.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.