Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1937, Blaðsíða 7
lesbók morgunblaðsins 95 S. B.: Á Jökuldjúpi (framhald) En að kvöldi liins í'jórtánda sól- arhrings í Jökuldjúpi, fanst mjer eins og einhver bilbugur væri á Halidóri, og þó ljet hann þess getið, að ekki brysti kol- in, til að vera nokkra daga enn. Hn hann sagði, að nú færi þessi sjómenska mín að styttast, og það var greinileg bending — því jeg þekti Halldór að því að segja ekki meira en það, sem hann gæti stað- ið við. Að lítilli stundu liðinni hljóp jeg aftur á bak niður lúgarstigann, fleygði af mjer fötum og skreið undir sæng — og ætlaði að sofa ró- legur af um nóttina. En jeg var svo hamingjusamur yfir því, „að nú færi þetta að styttast“, að mjer var vita ómögulegt að sofna. Mjer til afþreyingar reyndi jeg að hlýða mjer yfir ítalskar sagnbeygingar og „frasa“ í kenslubók K. Ny- rop, en enga fróun fann jeg í þeim lærdómi, svo jeg klæddi mig aftur og hljóp upp á dekk og ræddi mál- ið við hásetana, sem voru önnum kafnir við að rífa innýflin úr nokkrum ógæfusömum þorskum. — Þeir tóku mjer fremur þurlega og sögðust halda, að það amaði mi ekki mikið að mjer — og jeg gæti verið alveg rólegur enn í tvo, þrjá daga. Síðustu fiskkörfurnar á dekkinu voru handlangaðar niður í lest — og svo kallaði Hannes: hífa! Og skipun hans var eitthvað svo við- kvæmnisleg, að það minti mig einna helst á Stgrúnu í útvarpinu. Með venjulegum gauragangi og harðfengi var varpan innbyrð og meðan á því stóð, gekk jeg í ann- að sinn til náða þetta kvöld. En heimferðin var mjer svo rík í huga, að sofið gat jeg ekki. Skipið var komið á íulla ferð,en hvort hafði það snúið við inn á kolamiðin út af Búlandshöfða eða haldið áleiðis heim? Jeg varð að ná einslega tali af einhverjum manni, sem jeg gat treyst því, að segði mjer hið eina sanna um þetta mál. — Og eins og engill af himnum ofan kom Jón Hall- dórsson niður í lúgarinn til að bæta á ofninn og fá sjer að drekka. Og óspurður flutti hann mjer þau gleðitíðindi, að nú værum við á leið til Reykjavíkur, og að við inyndum koma þangað kl. sex í fyrramálið! En jeg ætla ekki að lýsa ör- væntingunni, sem greip mig, þegar jeg rúmri klukkustund síðar varð þess var, að skipið sneri við, og jeg fjekk að vita, að það hefði frjest um þorsk á Könt- unum. Jeg hugsaði Kjartani loft- skeytamanni og göldrum hans þegj- andi þörfina, þegar jegnæði í hann. Betur hefði hann sofið yfir sig og ekkert frjett — en það var nú um seinan. Það var snúið við, kastað og árangurslaust — og aftur var snú- ið heim á leið. Til Reýkjavíkur komum við klukkan tíu fyrir há- degi. Síðasti áfanginn fyrir Hvalfjörð og inn á milli eyja er mjer sjer- staklega minnisstæður vegna þess óskaplega fjaðrafoks og umróts, er varð í lúgarnum. Kojuvaktin og dekkvaktin var sameinuð í eina ó- rjúfandi heild, sem virtist hafa það eitt að markmiði að umturna sem mestu á sem allra skemstum tíma. Sokkaplögg, peysur, nærfatn- aður, sængurfatnaður og vinnuföt voru rifin upp úr rúmshornum og undau hálmdýnum og troðið og þjappað, nauðugu viljugu niður í Vaðsekkina. Síðan var gripið til rakáhaldanna, og sápan freyddi og skeggið hvarf. Eftir litla stund stóðu þvegin, skegglaus og mjúk andlit hásetanna upp úr hálsmál- inu á slorugum olíustökkum. Þeir stóðu uppi á þiljum og lijeldu á kastinu, reiðubúnir til að fleygja því í land. Á bryggjunni voru nokkrir verkamenn — en nú sást ekki ein einasta kona til að fagna sægörp- unum og bjóða þá velkomna. En stundum er ekki gott að átta sig á því, hvenær skipin koma! Fram á þiljum skipsins var dá- lítill reitingur af karfa og ýsu- lontum, sem einhverra hluta vegna hafði ekki verið kastað fyrir borð, eins og vant var. En strax og skipið var fast við bryggju, voru hinir „útskúfuðu“ allir á bak og burt — og er mjer ekki alveg grunlaust um að þeir hafi verið sóttir úr landi. * Hjer lýkur þessum minningum mínum úr Jökuldjúpi. Menn- irnir, sem jeg kyntist í þessari ferð, eru ósjerhlífnustu og duglegustu menn, sem jeg hefi fyrir hitt! í aftanskini sólar er Snæfells- jökuJl roðareifum vafinn og þang- að verður mörgum Reykvíkingi litið við sólarlag. En minstu þess þá, að hinumegin við roðann á jöklinum glvttir í Svörtuloft. — Dómarinn: Þjer játið þá að hafa elt konuna yðar um alt hús- ið með hestasvipu í hendinni, þó hún væri aðeins klædd í náttkjól. — Já, en það er miðstöðvarhiti í öllum herbergjum okkar. • — Þetta er mvnd af manninum mínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.