Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 4
100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smetona forseti Lithaua. Íraun og veru er maiuikyns- sagau ekkert amiað en lönjr og margþætt ástarsaga, sem altaf vantar á endirinn. Æfintýri þess- arar miklu bókar eru mörg og ólík — en ástin vinnur og ástin tapar. og aldir líða og aldir koma. Jafn- vel lieilar þjóðir glata frelsi sími og lönd komast undir erlenda stjórn fvrir það eitt, að kona ann manni og maður konu. Glegst dæmi máli þessu til sönn- unar er baráttusaga Lithauen — litla ríkisins, sem stórveldin um- kringja á þrjá vegu. Einu sinni var Lithaugaland voldugt ríki, sem átti víðáttumikið land milli Svartahafs og Eystrasalt. En stórt ríki átti líka í vök að verjast á þessum slóðum í heiminum, sjer- staklega af áþján og ránum Tart- aranna, er viðstöðulaust streymdu sunnan og austan úr álfu og tóku sjer bólfestu í landinu. Einnig áttu þeir í hörðu við Slava og þýsku Krossferðariddarana. En Lithauen hepnaðist að reka illþýði þetta af höndum sjer og í lok 14. aldar var stórfurstadæmið Lithau- en eitt frjálsasta og best setna land í Evrópu. Það var árið 1336, að Jagaila landstjóri Lithauens gekk að eiga Heiðveigu drotningu Póllands, og með því hjónabandi var upphafið Þjóð í Sniuksta, fyrverandi hermálaráð- herra Lithaua. komið að látlausum illdeilum og togstreitu milli þessara tveggja ríkja — og altaf liafa Lithauar verið í vörn og jafuan gengið á þeirra lilut. En f^elsisþrá Lit- haua varð aldrei kæfð. Þeir elfd- ust og stæltust við hverja raun, og nieð ótrúlegri þrautseigju hafa þeir hvað eftir annað rekið af höndum sjer erlend yfirráð og reist landið úr rústum. Blóðidrifn- ir og ógnandi brandarnir blikuðu í austri, suðri og vestri — það voru stórveldin, sem brugðust á sverðum og skóku þau yfir höfði smáþjóðarinnar, sem..engan átti að en allir vildu eiga. Við íslendingar, sem í 650 ár áttum alt okkar undir erlendu drotnunarvaldi, ættum að skilja hug Lithaua í frelsis- og viðreisn- arbaráttunni, þó aðstöðumunurinn væri mjög mikill Þeir háðu sína frelsisbaráttu í návígi og vegna innilokunar, og saga þeirra við- burða er rituð úr blóði. Einangr- aðir háðum við okkar frelsisbar- áttu og skrifuðum sögu hennar með tárum. er í Reykjavík hefir dvalið í nokkra mánuði Lithaui einn, Theodoras Bicliackinas að nafni. Hann les germönsk mál og er hjer til að nema íslensku. Við eigum því ekki að venjast að Lithauar sæki okkur heim, og við höfum heldur ekki troðið þeiin um tær, nema ef vera kynni að forfeður okkar, í jirítugasta eða fertugasta lið, hafi herjað á land þeirra. Hjer fer á eftir samtal við Theodoras Bieliackinas um 'Lit- liauen og fyrstu kynni hans af íslandi og íslendingum: —- Eruð Jijer fyrsti Lithauinn. sem koinið hingað til lands? — Jeg hygg að svo sje. Jeg hefi nú komið hingað þrisvar — í fyrsta skifti 1934. Síðan hefir einn landi minn dvalið hjer um tíma, en hann er nú farinn aftur. Hann var búfræðingur og vann um tíma á Blikastöðum. Þegar hann fór hjeðan grjet hann — honum þótti svo gott að vera hjer! — Kunnið þjer eins vel við yður ? — Já, víst ekki ver — og það má guð vita nema jeg festi hjer ráð mitt, ef það getur þá látið sig gera. Þær eru svo fallegar stúlkurnar hjerna á Austurstræti! Jeg hefi nú verið töluvert víða en hvergi hefi jeg kynst jafn greiðviknu og gestrisnu fólki og hjer. Þetta segi jeg ekki til að slá ykkur gullhamra — þetta er sannfæring mín. Á ferðum mínum upp til sveita vildu flestir hverjir enga þóknun taka fyrir mat og næturgreiða — og mjer fanst Jietta studum hálf ójiægilegt. líka af því, að Jiessu á maður hvergi að venjast. Nýlega lá jeg nokkra daga í hálsbólgu og gerði boð fvrir lækni — og Jiað ætlaði að ganga í mesta |>rasi, að jeg fengi að borga hon- um fyrir komiina. Jeg hefi aldrei vitað Jiað fvr, að læknar vildu ekki peninga! En þrátt fyrir þessa einstöku gestrisni ykkar, Jiá er næstum ó- verandi lijer fvrir dýrtíð! Alt er þriðjungi dýrara hjer heldur en heima, nema bílaakstur. — Hvenær heyrðuð þjer fyrst minst á ísland?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.