Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1937, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 úlfakreppu. S. B. talar við ungan mentamann frá Lithauen Theodoras Bicliackinas — Þegar jeg var strákur las jeg mikið Jules Vernes og svo liðu mörg, mörg ár. Jeg gekk í skóla og las og lærði og heyrði aldrei á landið minst, og mjer datt það lieldur aldrei í hug. Jeg varð stúdent og byrjaði að lesa efnafræði — en jeg er með þeim ósköpum fæddur, að tölur og stærðfræðitákn get jeg ekki munað, svo jeg „verteraði" yfir í germönsk mál og lagði Norður- lönd undir fót. Jeg liafði verið um tíma bæði í Finnlandi og Sví- þjóð og kunni nokkurt hrafl í báð- mn þeim málum — og fór svo til Noregs til að gera norskunni svipuð skil. í nokkra daga hafði jeg dvalið í Bergen, og einu sinni, þegar jeg var á gangi niður við höfnina, sá jeg skiþ, sem mjer var sagt að væri á förum til íslands. Þetta skip var Ljrra og htin átti að leggja úr höfn eftir tvo tíma. Það var eins og einhver hvíslaði að mjer: Notaðu nú tækifærið, strákur! En jeg var peningalítill og lítill tími til umhugsunar. En jeg gat ekki varist þeirri hugs- un, að iíklega væri þetta í eina skiftið í lífinu, sem jeg fengi tæki- færi til að koma norður í ísinu og kuldann -— norður í þetta kyn- lega ísland. Og til þess að tíminn færi nú ekki allur í bollaleggingar, skund- aði jeg heim á hótelið, þar sem jeg bjó, og sendi símskeyti heim og bað að senda mjer peninga ti! Reykjavíkur — og að lítilli Theodoras Bicliackinas. stundu liðinni var jeg kominn á- leiðis til Islands. Þegar til Iíeykjavíkur kom biðu inín peningarnir og símskeyti frá föður mínum, þar sem hann Ijet þess getið, að sjer þætti fyrir því, ef jeg væri að missa vitið! Eða hvað jeg hvgðist eiginlega fyrir ineð þessum pólarleiðangri mínum. Jeg sendi svarskeyti og sagðist geta glatt hann og aðra ættingja mína með því, að enn væri jeg með fullu ráði. Svo skrifaði jeg heim með fyrstu ferð og sagði, að enn ætti jeg langt ófarið til Norð- urpólsins •— jeg væri á íslandi. — Og urðuð þjer ekki fvrir margskonar vonbrigðum við fyrstu koniu yðar hingað? — Jú og nei. Á leiðinni hingað til lands liafði jeg kynst nokkr- tim íslendingum, sem höfðu sagt mjer alt hið sanna uni fyrirheitna landið. Svo að fyrri skoðunum mínum um land og þjóð var í raun og veru linekt áður en jeg fjekk tækifæri til að reka mig á. Fyrst í stað átti jeg bágt með að átta mig á því, að nokkuð af samferðafólki mínu væru íslend- ingar. Jeg gat ekki sætt mig við. að íslendingar væru eins og fólk er flest, og þó vissi jeg, að þeir voru ekkj Eskimóar! Þegar Lyra var lögst við bryggju hjer í Reykjavík, kom fyrir mig sináatvik, sem jeg gleymi aldrei. Ekki af því, að það væri svo merkilegt í eðli sínu, heldur vegna þess, að til- viljun ein rjeði, að jeg varð mjer ekki til skammar um leið og jeg steig fyrst fæti á fyrirhcitua landið. Jeg liafði orðið viðskila við samferðafólk mitt, sem ætlað. að greiða götu mína að einhverju gistihúsi. Vandræðalegur ráfaði jeg þarna á milli brosandi fólks og gat ekki komið auga á þá fáu, sem jeg þekti. Nokkrir ínenn voru að vinna á hafnarbakkanum. Sjerstaklega veitti jeg tveim mönnum athygli, sem veltu tunn- um skamt frá mjer. Þeir rædd- ust hátt við og annar sagði altaf við hinn: Andskotinn, andskotinn, — og hjelt jeg, að maðurinn mundi heita andskotinn, eða þetta væri stjettar- og atvinnutit- ill hans. TJm borð í Lvru lærði jeg á ís- lensku nokkrar nauðsynlegustu setningar, eins og t. d. að spyrja til vegar og biðja um beina, og nú hugsaði jeg mjer að bjargast við það, sem jeg liynni, og ganga til mannsins og segja : Fvrirgefið, herra andskoti! Þjer vilduð víst ekki vera svo vænir að segja mjer livar pósthúsið er! En rjett í því að jeg ætlaði að ganga til mannsins, var. stutt á öxlina á mjer, og það var mað- urinn, sem hafði lofað að vera mjer hjálplegur um hótelvalið. En enn viltist jeg frá vini mínum og greip þá lögreglan mig og setli mig u.pp í bíl. Jeg áleit að jeg væri tekinn fatsur — en var von- góður um að geta sannað sak- levsi mitt á lögreglustöðinni — en til þess kom þó aldrei, því lög- regluþjónarnir óku mjer beina leið upp á Hótel Borg og kvöddu mig svo. Þannig var afstýrt einu vandræðunum, sem jeg hefi kom- ist í á íslandi. Nú er jeg orðinn fleygur og fær í að bölva — en jeg svitnaði,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.