Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 1
bék 14. tölublað. JWor^MiiHaSiSÍiiis Sunnudaginn 11. apríl 1937. XII. árgangur. íi*fel4aryr*Dti*iiðJ* h.f. // Jeg ætlaði yfir öíí þessi fjöíí ---" Samtal S. B. við blindan mann í Hafnarfirði, Hall- dór Brynjólfsson. Við, sem lifum ;if því að sjá — o<_r fyrir það að sjá, okkur mun af fáu standa meiri geigur en því, að eiga að missa sjóniua. En hvaða ástæðu höfum við til að skelfast - heim myrkursins — úr því við þekkjum liann ekk- ertf Það er lítilmagnakend heini- alningsins, sem ekki þorir að stökkva út af vallargarði föður síns, af ótta við, að hann muni aldrei framar stíga fæti sínum á ræktaða jörð. 011 slík örvinglun . á rót sína að rekja til sjálfselsk- unnar — þessarar ástríðuríku umhyggju einstaklingsins fyrir sjálfum sjer og vellíðan sinni. Þetta veikir viljaþrek manna og gerir þá smáa og auðvirðilega. Annars mun blindu fólki finn- ast fátt til um heimspeki okkar sjáandi manna, sem snýst mest um að skilgreina gula, græna og rauða liti — án þess að minsta tillit sje tekið til þeirra, sem enga liti eygja. Halldór Brynjólfsson er mað- ur nefndur og býr á Garða- vegi 3 -í' Hafnarfirði: Hann er nú 64 ára gamall. Hann inun einna lengst núlifandi Islendinga liafa verið sjónlaus. — Eruð þjer upprunninn hjer í Hafnarfirði, Halhlór minn I — Xei, jeg er fæddur og ætt- aður úr \'estmannaeyjum og var þar til 48 ára aldurs. Jeg átti lít- ið liús. skammt ofan við bryggj- íiiui. og á |>eim slóðum var jeg svo þrautkunnugnr, að jeg gai farið allra minna ferða, i'rá vinn- unni og til hennar aftur. Hjer verð jeg að láta leiða mig hvert sem jeg fer. Jeg kann best við að hahla mjer í mjaðmirnar á fólki og- láta það svo trítla á und an mjer. Þá get jeg hlaupið og hlaupið, og hlaupið hvert á land sem vera skal. — Hvenær mistuð þjer sjón- ina? - — Þegar jeg var á þrettánda árinu misti jeg alveg sjónina á vinstra auganu á einni viku. En upp frá því fór mjer að daprast sýn á hægra auganu, og átján ára var jeg.að heita mátti sjónlaus. þó jeg sje ekki talinn alblindur á skýrslnm fyr en tvítugur. Halldór Brynjólfsson. — Og hvað muii lial'a valdið ]>ví, að þjer mistuð sjónina svo ungur.' — Ekkert annað en vökur óg vosbúð. Því tólf ára rjeðist jeg fyrst sem hálfdrættingur á bát með föður mínum, er var formað- ur. og líklega hefi jeg ekki þol- að svefnleysið. — Svo hafið ]>jer orðið að láta af sjómenskunni. þegar sjónin þvarr1 — Nei, jeg stundaði sjóinn, fyrst á opnum bátum og síðar á mótorbátunum. þangað til jeg yf- irgaf Eyjarnar mínar og settist að hjer í Hafnarfirði fyrir 16 ár- um. Já, það gerði jeg, þó blind-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.