Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 4
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Húsmóðirin á I hinu stormasama lífi Marteins Lútliers var einn friðsœll reitur — heimili hans. Af brjefum þeim hinum mörgu, sem liann ljet eftir sig, eru vart nokkur fallegri en þau, er hann skrifaði konu sinni og böruum. Lúther var 43 ára gamall er hami fastnaði sjer konu. En þó hann vaeri orðinn þetta fullorð- inn, og þó hann vseri það mikil- menni, sem hann var, og þó liann hefði hina miklu lífsköllun sem siðabótarmaður, J>á varð hjóna- band hans hið hamingjusamasta. Bendir J>etta ótvíræðlega til ]>ess, að koua lians og lífsförunautur liafi haft þá lund, er gerði sam- líf þeirra ánægjulegt, og kom því' til leiðar, að hinn skapríki mað- ur hennar naut sín innan veggja heimilisins. Hver var hún ? Katharina von Borali, fædd í Lippendorf í her- togadæminu Saehsen 29. janúar 1499. Foreldrar henar voru af fá- tækum aðalsættum. Hún var ein dóttir. en átti þrjá bræður. Sex ára var liún sett í klausturskóla í Brehna. En faðir hennar hafði ekki efni á að kosta skólavist hennar, og var hún sett í jómfrú- klaustur í Nimbschen, þar sem hún fjekk ókeypis kenslu. Klaust- ur þetta fjekk mestar tekjur sín- ar af aflátssölu. En þegar kenning ar Lúthers komu til Nimbschen, voru það ekki allfáar nunnur, sem aðhyltust þær og yfirgáfu klaustr- ið. — Þær voru 9 nunnur, sem tóku }>á ákvörðun að flýja úr klaustr- inu í einu, og var Katharina frá Borah ein meðal þeirra. Kaupmað- ur einn, Leonard Koppe að nafni, hjálpaði þeim til að flýja. Hann verslaði við klaustrið. Hann var kunningi Lúthers. Þetta var á páskadagskvöld. Fjórum dögum seinna komu þær til Wittenberg. Því þangað leituðu þær vitanlega. Þetta var árið 1521. A næstu 8 árum flúðu 19 nunnur úr þessu klaustri. En abbadísin og þær aðr- ar sem eftir voru snerust til Lút- herstrúar. Og árið 1545 var klaustrið lagt niður. Lúther reynir að gifta Katharínu. Eins og eðlilegt var, kom það á bak Lúthers, að sjá þessum 9 far- borða. Óbeinlínis var það lionum að kenna, að þær flúðu. Þetta var lionum ljóst. En eitt er að festa upp kenningar sínar á kirkjuhurð og verja þær, og annað að sjá fyr- ir 9 óráðsettum óreyndum ungum stúlkum, heimilislausum, atvinnu- lausum og óvönum öllu öðru en klausturlífi. Fyrst sneri Lúther sjer til ætt- fólks Jjeirra. En það bar engan árangur. Þá var ekki annað fvrir hann að gera, en koma þeim á góð heimili. Katharina frá Boráh komst á heimili hins lærða magist- ers v. Reieheubach. Kona hans tók hina ungu vegalausu stúlku að sjer, eins og þetta væri uppeldis- dóttir hennar. Og Katharina hlýt- ur að hafa komist til vegs og álits í heimili Reiehenbaehs-hjónanna. Því }>egar Kristján IT.. Danakón- ungur kom landflótta til Witten- berg, og settist að hjá málaranum Cranaeh, þá hlýtur hann að hafa kynst Katharinu, og haft mætur á henni, því hann gaf henni hring er hann fór á brott og er sá hring- ur til enn. A heimili Reiehenbaehs lærði Katharina öll hússtörf. Þetta var henni erfitt í upphafi, því hún kunni ekkert til eldhiiss- eða stofu- verka. En hinar mjúku hendur hennar urðu að venjast þvotti og eldamensku. Og lund hennar varð að venjast harðýðgi hins verald- lega lífs. Það var ekki að undra, þó Lúther væri hugleikið að hún gift- ist. Hann varð því feginn er ung- ur ríkismannssonur kom í heim- sókn til Reichenbaehs. Hann hjet. Hieronimus Baumgartner. Hann myndi vera tilvalinn eig- inmaður fyrir Katharinu. Það fór líka vel á með þeim. Hann var einbirni. Er hann að nokkrum vik- •Marteinn Lúther. um liðnum hvarf heim til sín, bjuggust allir við }>Ví, að liann myndi brátt koma aftur og sækja sína ungu brúði. En þetta fór á annan veg. Foreldrar hans munu liafa þvertekið fvrir þann ráða- hag. Og skömmu síðar frjettist, að hann hefði gengið að eiga 15 ára gamla stúlku, sem foreldrar hans völdu honum sjálfir, Katharina varð svo harmþrung- in, að hún lagðist í rúmið. Nú reýndi Lúther að ná í annan mann handa henni, mann, sem virtisj vera henni fyllilega sam- boðinn. En hún neitaði alveg að giftast honum. Enn eina tilraun gerði hann. En alt fór á sömu leið. Nú fóru menn að álíta að Katharína væri hofmóðug stúlka. Eitt sinn spurði Reichenbach hana beinlínis að því, hvort hún ætlaði að hryggbrjóta alla biðla, hvort hún t. d. gerði svo, ef pró- fessorar eða doktarar bæðu henn- ar. En hún sagði, að ef Amsdorph prófessor eða doktor Lúther bæðu sín, þá myndi hún ekki hrygg- brjóta þá. - t Og einn góðan veðurdag spurð- ist það út um Wittenberg að Lúther ætlaði að giftast stroku- nunnu. Katharina var á heimili Reich- enbachshjóna þangað til þau gift- ust, en brúðkaup sitt hjeldu þau, eins og þá var siður, skemmu eftir að þau opinberuðu trúlofun sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.