Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 1
hék ovBMMMábmm& 15. tölublað. Sunnudaginn 18. apríl 1937. XII. árgangur. vorrrn VIKIVAKI EFTIR JAKOBINU JOHNSON. Nýjung þessa Fróni frá frostgolan mjer bar: Áður ókunn vofa er á ferðum þar. Sást hún óvænt og ein út' á Húsavík. — Sveimar þar um sand og höfða sæfugli lík. Sagrt er heim í Hólmavað hafi 'ún leitað fyrst. Út' á grænum engjum öldung nokkrum birst. Tíndi fífil úr flekk — fólk að slætti var. Gekk svo inn í Grýlubæ og geymir sig þar. Sást hún næst á Sjávarborg- — sagði frá því mær — þar sem þrílit fjóla þjett við klettinn grær. Festi blóm sjer í barm, — björt var nótt og heið. Sólin rann — og dreglað ský til Drangeyjar leið. Grindavík er henni höfn, heyrist fagurt lag^ Leikur ljett um garðinn við læknis hörpuslag:. — En ef opnuð er hurð, eða borið ljós sjest þar hvítur þokuhnoðri hverfa til sjós. Þegar tignir svanir sjást sigla á Víkur Tjörn, — út í hólma æður með ótal syf juð börn, — hafa sjáendur sjeð sumar- kvöldum á bjartri vofu bregða fyrir björkunum hjá. Kynt er þar á nýjársnótt næsta fagurt bál. Ungra Island dansar með eld og fjör í sál. — Læðist vofan í leik, ljúf- lings klæði ber. Álfkonu enginn nema Ind- riði sjer. Desember 1936. Jakobína Johnson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.