Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Útvörður EINU sinni skrifaði tvítugur, jóskur bóndasonur unuustu sinni á þessa leið: „•Je" finn það altaf betur otr betur, að það er beinlínis skylda mín og æðri köllun að skipa mjer í fvlkingarbrjóst og taka mjer forustuna á hendur til varnar og viðreisnar landi voru og þjóð. En jeg vil skapa mjer aðstöðu til að berjast i frjálsri sókn og vörn, berjast óháður fyrir sannfæringu minni á hvaða vettvangi. sem vera skal. Og jeg finn mig vel mann tii þessa, hvað sem ni'jer kann að ganga á móti“. Ekki þætti mjer ólíklegt, að einhverjum siðavöndum manni í Sundevel hefði fundist þær helst til djarfar ákvarðanir þessa unga manns, og haft minna álit á hon- um eftir en áður, ef einhver mið- ur orðheldin sál hefði lesið þetta brjef. Auk þess hefðu góðan kon- ur kent í brjósti um vesalings stúlkuna, sem ætlaði sjer að binda trússi við þenna angurgapa. Pessi unglingspiltur, sem hugð ist svo mikið fyrir, var: Hans Peter Hansen, sem jafnan hefir verið kendur við ættaróðal sitt, Nörremölle, og nefndur Hansen-Nörremölle. Heimasætan. sem Hansen skrifaði svo opinskátt um fyrirætlanir sínar, var sam- sveitungi hans: Helene Lucie Iversen, og áttust þau nokkrum árum seinna og lifir hún mann sinn, að því er jeg best veit. * 'lest tímabil í sögu hverrar þjóðar eiga sjer einhverja landvarnarmenn eða þjóðskör- unga, sem höfðu þor til að skipa sjer í fvlkingarbrjóst og vilja til að beita sjer fyrir. — Mun saga Norðurlanda, á fyrrihluta tuttugustu aldar, lengi gevma nöfn tveggja manna og nefna þá landvarnarmenn og þjóðskörunga, er ötulast vörðu Norðurlönd fyr- ir áleitni stórþjóðanna, þar sem lönd lágu saman. Þessir menn eru: Svinhuvud, fyrverandi forseti Finnlands, er mest og best hefir varið Finnland fyrir ágengni Rússa, og H. P. Hansen-Nörre- mölle, sam bar gæfu til að binda enda á róstur þær og látlausa óánægju, er ólgaði heitar því leng- ur sem leið, í hjeruðum þeim á Suður-Jótlandi, sem Þjóðverjar tóku af Dönum í Slesvíkur-stríð- inu 1864. Og það var um afstöðu sína til þessara mála — æskuþrá hins áhugasama manns til að skipa sjer í fylkingarbrjóst hinnar and- legu frelsis- og viðreisnarbaráttu Suður-Jóta, er jafnframt var metnaðarmál allra Dana, sem H. P. Hansen skrifaði unnustu sinni um, jafn opinskátt og djarf- mannlega og áður var greitt, HP. HANSEN var fæddur 21. * febr. 1862 að Nörremölle í Sottrup-sókn í Sundevel-hjeraði á vestanverðu Suður-Jótlandi. Hann var kominn af bændafólki á þess- um slóðum eins langt og ættir hans verða raktar. Faðir hans, Christian Hansen, þótti afbragð annara bænda í sinni sveit, sak- ir dugnaðar síns og góðs gáfna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.